Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. ágúst 2025 14:01 Fjölmennt er jafnan í miðbænum á menningarnótt og ætlar lögregla að vera með mikinn viðbúnað í ár. Vísir/Daníel Þór Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður. Í vikunni hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af hópi fimmtán ára ungmenna sem voru í annarlegu ástandi við grunnskóla í Reykjavík. Nokkur þeirra reyndust verulega ölvuð og var þeim komið heim til foreldra. Unnar Þór Bjarnason samfélagslögga segir málum sem þessum hafa fjölgað síðustu misseri. „Við höfum tekið eftir því kannski svona síðustu tvö ár að það hefur verið alveg talsverð aukning í drykkju almennt hjá þessum krökkum sem við erum að hitta eða allir sem eru undir átján ára aldri. Þetta er bara orðið það sýnilegt að þau eru ekki lengur að fela þetta. Þetta er bara kannski fyrir utan verslunarkjarna í borginni þar sem þau eru að hópast saman og eru haldandi á áfengisumbúðum og eru talsvert ölvuð.“ Hann segir ungmennin sem haft hefur verið afskipti af flest á svipuðum aldri. „Þetta er alltaf að verða yngra og yngra svona allavega mín tilfinning persónulega en hópurinn er yfirleitt svona á aldrinum fjórtán fimmtán ára en teygir sig alveg niður í þrettán ára.“ Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Ef að við erum að sjá þetta úti á götu eða við verslunarkjarna eða hvað sem er niðri í Elliðaárdal þá er þetta mun stærra en við sjáum nokkurn tímann. Við höfum alveg áhyggjur af þeirri þróun að þetta fari að verða eitthvað meira norm og fari að færa sig niður í yngri hópa.“ Ætla að reyna að sporna gegn drykkju ungmenna á menningarnótt Nokkuð var um ölvun meðal ungmenna á menningarnótt á síðasta ári. Lögreglan ætlar að taka slík mál föstum tökum á morgun þegar menningarnótt fer fram. „Það var talsverð unglingadrykkja þá og áberandi unglingadrykkja. Þannig að við höfum tekið til ýmissa ráða þetta árið til þess að reyna að sporna við því. Við ætlum að vera mjög sýnileg. Þú átt varla að geta labbað um miðbæinn án þess að sjá ekki lögreglumann eða hóp lögreglumanna eða lögreglutæki. Við ætlum að skipta okkur af ef við sjáum ungmenni sem eru með áfengi. Við ætlum að vera að hella niður og við ætlum að vera að hringja í foreldra og láta vita. Við erum með talsverðan fjölda. Við erum með fleiri lögreglumenn sem verða í gönguhópum niðri í miðbæ sýnileg og þannig vonandi náum við að grípa inn í ef við sjáum einhver ölvuð ungmenni.“ Þá segir hann skilaboð til foreldra skýr fyrir morgundaginn. „Við biðlum bara til foreldra að fara með börnunum. Ekki hleypa þeim einum niður í bæ. Fara saman niður í bæ og fara saman heim eftir skemmtunina.“ Börn og uppeldi Reykjavík Menningarnótt Lögreglan Lögreglumál Áfengi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Í vikunni hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af hópi fimmtán ára ungmenna sem voru í annarlegu ástandi við grunnskóla í Reykjavík. Nokkur þeirra reyndust verulega ölvuð og var þeim komið heim til foreldra. Unnar Þór Bjarnason samfélagslögga segir málum sem þessum hafa fjölgað síðustu misseri. „Við höfum tekið eftir því kannski svona síðustu tvö ár að það hefur verið alveg talsverð aukning í drykkju almennt hjá þessum krökkum sem við erum að hitta eða allir sem eru undir átján ára aldri. Þetta er bara orðið það sýnilegt að þau eru ekki lengur að fela þetta. Þetta er bara kannski fyrir utan verslunarkjarna í borginni þar sem þau eru að hópast saman og eru haldandi á áfengisumbúðum og eru talsvert ölvuð.“ Hann segir ungmennin sem haft hefur verið afskipti af flest á svipuðum aldri. „Þetta er alltaf að verða yngra og yngra svona allavega mín tilfinning persónulega en hópurinn er yfirleitt svona á aldrinum fjórtán fimmtán ára en teygir sig alveg niður í þrettán ára.“ Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Ef að við erum að sjá þetta úti á götu eða við verslunarkjarna eða hvað sem er niðri í Elliðaárdal þá er þetta mun stærra en við sjáum nokkurn tímann. Við höfum alveg áhyggjur af þeirri þróun að þetta fari að verða eitthvað meira norm og fari að færa sig niður í yngri hópa.“ Ætla að reyna að sporna gegn drykkju ungmenna á menningarnótt Nokkuð var um ölvun meðal ungmenna á menningarnótt á síðasta ári. Lögreglan ætlar að taka slík mál föstum tökum á morgun þegar menningarnótt fer fram. „Það var talsverð unglingadrykkja þá og áberandi unglingadrykkja. Þannig að við höfum tekið til ýmissa ráða þetta árið til þess að reyna að sporna við því. Við ætlum að vera mjög sýnileg. Þú átt varla að geta labbað um miðbæinn án þess að sjá ekki lögreglumann eða hóp lögreglumanna eða lögreglutæki. Við ætlum að skipta okkur af ef við sjáum ungmenni sem eru með áfengi. Við ætlum að vera að hella niður og við ætlum að vera að hringja í foreldra og láta vita. Við erum með talsverðan fjölda. Við erum með fleiri lögreglumenn sem verða í gönguhópum niðri í miðbæ sýnileg og þannig vonandi náum við að grípa inn í ef við sjáum einhver ölvuð ungmenni.“ Þá segir hann skilaboð til foreldra skýr fyrir morgundaginn. „Við biðlum bara til foreldra að fara með börnunum. Ekki hleypa þeim einum niður í bæ. Fara saman niður í bæ og fara saman heim eftir skemmtunina.“
Börn og uppeldi Reykjavík Menningarnótt Lögreglan Lögreglumál Áfengi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira