Rigning og rok í methlaupi Auðun Georg Ólafsson skrifar 22. ágúst 2025 13:15 Það er alls ekki víst að það verði sama rjómablíðan í Reykjavíkurmaraþoni í ár eins og var þegar þessari mynd var smellt af í hlaupinu árið 2018. Vísir/Vilhelm Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552. Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið. Uppselt er í hálfmaraþon og aðeins nokkrir miðar eftir í 10 km hlaupið, að sögn Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. „Það hefur örugglega smitandi áhrif að taka þátt í þessum degi með einum eða öðrum hætti. Þeir sem hafa áður tekið þátt vita hvað það er einstök og jákvæð upplifun að hlaupa þessa leið og fá aðra með sér. Þetta er líka orðinn stór dagur fyrir góðgerðarfélög en hjá þeim mörgum er þetta-orðin ein af þeirra stærstu fjáröflunarviðburðum.“ Hægt er að skora á hlaupara á síðunni hlaupastyrkur.is en þegar þetta er skrifað hafa safnast yfir 240 milljónir. Spennandi verður að sjá hvort söfnunarmetið frá því í fyrra sem var 255 milljónir verði einnig slegið, að sögn Eddu. „Ég er vonast til að við náum að safna upp í 300 milljónir núna. Ef við náum því þá erum við komin upp í tvo milljarða sem safnast hefur til góðra mála frá upphafi söfnunarinnar.“ La la veðurspá Á morgun verður skýjað og suð-austan átt í kringum 8-13 metrar á sekúndu, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, er ekkert að skafa utan af því og biður fólk um að klæða sig vel. „Það er lægðarsvæði suðvestur af landinu sem hefur verið að ýta burtu hæðinni sem við höfum notið í þessari viku. Það eru tvenn skil sem fylgja því lægðarsvæði sem er að nálgast,“ segir Siggi. „Þegar við vöknum í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu þá verður dáltil rigning fram til hádegis en þá styttir upp. Síðan verður þurrt meginhluta dagsins en þegar kemur fram á annað kvöld þá ganga vatnsmeiri skil yfir landið. Þá má búast við talsverðri rigningu í Reykjavík. Það hvessir svolítið en ég á ekki von á að það verði til trafala yfir daginn. Það verður einhver strekkingur í fyrramálið og fram á daginn en þegar kvöldskilin ganga inn á landið þá bætir í vind og gæti orðið allhvasst og rigning. Þeir sem ætla að vera í bænum annað kvöld þurfa að klæða sig í regnföt. Það verður of hvasst fyrir regnhlífar en góð vatnsheld regnföt ættu að duga.“ Hvernig er þá spáin fyrir flugeldasýninguna? „Þetta er einmitt spáin þegar flugeldarnir eru að fara í loftið. Best væri að flýta sýningunni því þessi skil eiga einmitt að ganga þá yfir. Þau eru svo vatnsmikil að skyggni verður takmarkað. Við höfum alveg séð það betra,“ segir Siggi stormur sem bætir því við að það verði þó milt í veðri, 14-15 stiga hiti. Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Veður Reykjavík Hlaup Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Sjá meira
Uppselt er í hálfmaraþon og aðeins nokkrir miðar eftir í 10 km hlaupið, að sögn Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. „Það hefur örugglega smitandi áhrif að taka þátt í þessum degi með einum eða öðrum hætti. Þeir sem hafa áður tekið þátt vita hvað það er einstök og jákvæð upplifun að hlaupa þessa leið og fá aðra með sér. Þetta er líka orðinn stór dagur fyrir góðgerðarfélög en hjá þeim mörgum er þetta-orðin ein af þeirra stærstu fjáröflunarviðburðum.“ Hægt er að skora á hlaupara á síðunni hlaupastyrkur.is en þegar þetta er skrifað hafa safnast yfir 240 milljónir. Spennandi verður að sjá hvort söfnunarmetið frá því í fyrra sem var 255 milljónir verði einnig slegið, að sögn Eddu. „Ég er vonast til að við náum að safna upp í 300 milljónir núna. Ef við náum því þá erum við komin upp í tvo milljarða sem safnast hefur til góðra mála frá upphafi söfnunarinnar.“ La la veðurspá Á morgun verður skýjað og suð-austan átt í kringum 8-13 metrar á sekúndu, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, er ekkert að skafa utan af því og biður fólk um að klæða sig vel. „Það er lægðarsvæði suðvestur af landinu sem hefur verið að ýta burtu hæðinni sem við höfum notið í þessari viku. Það eru tvenn skil sem fylgja því lægðarsvæði sem er að nálgast,“ segir Siggi. „Þegar við vöknum í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu þá verður dáltil rigning fram til hádegis en þá styttir upp. Síðan verður þurrt meginhluta dagsins en þegar kemur fram á annað kvöld þá ganga vatnsmeiri skil yfir landið. Þá má búast við talsverðri rigningu í Reykjavík. Það hvessir svolítið en ég á ekki von á að það verði til trafala yfir daginn. Það verður einhver strekkingur í fyrramálið og fram á daginn en þegar kvöldskilin ganga inn á landið þá bætir í vind og gæti orðið allhvasst og rigning. Þeir sem ætla að vera í bænum annað kvöld þurfa að klæða sig í regnföt. Það verður of hvasst fyrir regnhlífar en góð vatnsheld regnföt ættu að duga.“ Hvernig er þá spáin fyrir flugeldasýninguna? „Þetta er einmitt spáin þegar flugeldarnir eru að fara í loftið. Best væri að flýta sýningunni því þessi skil eiga einmitt að ganga þá yfir. Þau eru svo vatnsmikil að skyggni verður takmarkað. Við höfum alveg séð það betra,“ segir Siggi stormur sem bætir því við að það verði þó milt í veðri, 14-15 stiga hiti.
Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Veður Reykjavík Hlaup Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Sjá meira