„Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 10:02 Alexander Isak fagnaði sigri í deildabikarnum með Newcastle á síðustu leiktíð. EPA/ADAM VAUGHAN Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, harmar þann farveg sem mál Alexanders Isak er komið í en segir að allir í liðinu myndu fagna því ef hann kæmi inn að nýju. Hann verður hins vegar ekki í hópnum gegn Liverpool á mánudagskvöld enda talið líklegast að hann endi hjá Liverpool fyrir lok félagaskiptagluggans 1. september. Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust langflestar spurningarnar um markahrókinn Isak sem Howe kvaðst þó ekki hafa séð alla vikuna. Mál hans er orðið nokkuð ljótt en Isak sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagði Newcastle hafa svikið loforð en félagið hafnaði því og sagði forsendur fyrir sölu ekki fyrir hendi. Á meðan að ekkert virðist þokast, hvorki í viðræðum um kaupverð né í leit Newcastle að framherjum í stað Isaks, hefur Svíinn æft einn síns liðs. „Auðvitað vil ég hafa hann. Hann er samningsbundinn okkur og er okkar leikmaður. Ég vildi óska þess að hann yrði með okkur á mánudagskvöld en það verður hann ekki og það er svekkjandi. En ég vil 100% sjá hann aftur í Newcastle-treyjunni,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. Aðspurður hvernig öðrum leikmönnum liði með þetta svaraði hann: „Ég hef engar efasemdir um það hvernig leikmönnum líður með þetta. Þeim líður eins og mér. Alex er stórkostlegur leikmaður, hann er góð manneskja, góður karakter og góður strákur. Ef Alex myndi vilja koma aftur og spila með okkur þá myndu leikmennirnir taka honum fagnandi.“ "My wish is that he’d be playing with us on Monday night, but he won’t be and that’s regrettable right now."Eddie Howe says he wants to see Alexander Isak back in a Newcastle shirt. pic.twitter.com/nlDBG0Jozy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2025 Stjórinn fullyrti að hann hefði ekki hugmynd um hvað myndi gerast en sagði um algjöra tapstöðu að ræða, eftir yfirlýsingar Isaks og Newcastle í vikunni. „Þetta er algjör tapstaða [e. lose-lose situation]. Ég sé ekki hvernig við getum komið út úr þessu sem sigurvegarar.“ Howe virtist hins vegar enn vilja halda dyrunum opnum fyrir þeim möguleika að Isak spili með Newcastle í vetur: „Auðvitað eru þetta ekki kjöraðstæður þegar maður er að tala við fjölmiðla. En um leið og ég fer héðan er ég byrjaður að vinna með liðinu aftur og starfið breytist ekkert. Þetta lítur bara allt öðruvísi út, út á við. Ég hef ekkert séð hann í þessari viku en þegar við hittumst þá tala ég bara venjulega við hann. Það eru engin vandamál þar. Auðvitað er þetta erfitt mál fyrir báða aðila og engar kjöraðstæður,“ sagði Howe og sagði stuðningsmenn einnig geta fyrirgefið Isak: „Já, ég trúi því. Stuðningsmenn munu alltaf bregðast við út frá því hvernig leikmenn spila og hvað þeir færa liðinu. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.“ Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust langflestar spurningarnar um markahrókinn Isak sem Howe kvaðst þó ekki hafa séð alla vikuna. Mál hans er orðið nokkuð ljótt en Isak sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagði Newcastle hafa svikið loforð en félagið hafnaði því og sagði forsendur fyrir sölu ekki fyrir hendi. Á meðan að ekkert virðist þokast, hvorki í viðræðum um kaupverð né í leit Newcastle að framherjum í stað Isaks, hefur Svíinn æft einn síns liðs. „Auðvitað vil ég hafa hann. Hann er samningsbundinn okkur og er okkar leikmaður. Ég vildi óska þess að hann yrði með okkur á mánudagskvöld en það verður hann ekki og það er svekkjandi. En ég vil 100% sjá hann aftur í Newcastle-treyjunni,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. Aðspurður hvernig öðrum leikmönnum liði með þetta svaraði hann: „Ég hef engar efasemdir um það hvernig leikmönnum líður með þetta. Þeim líður eins og mér. Alex er stórkostlegur leikmaður, hann er góð manneskja, góður karakter og góður strákur. Ef Alex myndi vilja koma aftur og spila með okkur þá myndu leikmennirnir taka honum fagnandi.“ "My wish is that he’d be playing with us on Monday night, but he won’t be and that’s regrettable right now."Eddie Howe says he wants to see Alexander Isak back in a Newcastle shirt. pic.twitter.com/nlDBG0Jozy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2025 Stjórinn fullyrti að hann hefði ekki hugmynd um hvað myndi gerast en sagði um algjöra tapstöðu að ræða, eftir yfirlýsingar Isaks og Newcastle í vikunni. „Þetta er algjör tapstaða [e. lose-lose situation]. Ég sé ekki hvernig við getum komið út úr þessu sem sigurvegarar.“ Howe virtist hins vegar enn vilja halda dyrunum opnum fyrir þeim möguleika að Isak spili með Newcastle í vetur: „Auðvitað eru þetta ekki kjöraðstæður þegar maður er að tala við fjölmiðla. En um leið og ég fer héðan er ég byrjaður að vinna með liðinu aftur og starfið breytist ekkert. Þetta lítur bara allt öðruvísi út, út á við. Ég hef ekkert séð hann í þessari viku en þegar við hittumst þá tala ég bara venjulega við hann. Það eru engin vandamál þar. Auðvitað er þetta erfitt mál fyrir báða aðila og engar kjöraðstæður,“ sagði Howe og sagði stuðningsmenn einnig geta fyrirgefið Isak: „Já, ég trúi því. Stuðningsmenn munu alltaf bregðast við út frá því hvernig leikmenn spila og hvað þeir færa liðinu. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.“
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira