Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 10:49 Gífulegt magn metans lak út í andrúmsloftið vegna sprenginganna. AP/Sænska strandgæslan Lögregluþjónar á Ítalíu eru sagðir hafa handtekið úkraínskan mann sem grunaður er um að hafa komið að skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunum. Maðurinn, sem sagður er heita Serhij K., var handtekinn í gærkvöldi en hann er talinn hafa verið um borð í snekkjunni sem úkraínskir sérsveitarmenn eru taldir hafa notað til að koma sprengjum fyrir á gasleiðslunum. Serhij er ekki talinn hafa verið einn af köfurunum en er þess í stað talinn hafa komið að skipulagningu skemmdarverksins, samkvæmt frétt Spiegel um handtökuna. Maðurinn var samkvæmt AP fréttaveitunni handtekinn nærri borginni Rimini á Ítalíu. Óljóst er hvenær maðurinn verður framseldur til Þýskalands, samkvæmt tilkynningu frá alríkissaksóknara Þýskalands. Umdeildar leiðslur sprengdar Það var þann 26. september 2022 sem gasleiðslurnar Nord Stream 1 og Nord Strem 2 eyðilögðust í þremur öflugum sprengingum á botni Eystrasalts, skammt frá Borgundarhólmi. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 og hafði hún verið notuð til að flytja jarðgast frá Rússlandi til meginlands Evrópu. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk árið 2021 en leiðslan var aldrei tekin í notkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom hafði slökkt á flæði um NS1 fyrr í september 2022 en frágangur NS2 hafði verið stöðvaður í febrúar sama ár. Sjá einnig: Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Smíði NS2 hafði verið mjög umdeild bæði utan og innan landamæra Þýskalands. Bandamenn Þjóðverja eins og Bandaríkjamenn, höfðu lýst yfir áhyggjum af því að leiðslan myndi veita Rússum of mikið vald yfir Þýskalandi og orkuöryggi í Evrópu. Úkraínumenn höfðu slegið á svipaða strengi en rússneskt gas og olía hefur lengi flætt til Evrópu um Úkraínu. Í Kænugarði var óttast að Rússar gætu einangrað Úkraínu enn frekar. Köfuðu frá snekkju Lengi var á huldu hver hafði staðið að sprengingunum og var ýmsum ásökunum og tilgátum kasta fram á sjónarsviðið, sem mismikil innistæða var fyrir. Seinna meir bárust spjótin að hópi Úkraínumanna sem taldir voru hafa siglt á haf út á snekkju sem bar heitið Andromeda frá höfninni Rostock í Þýskalandi. Fregnir hafa meðal annars borist af því að hugmyndin að skemmdarverkinu hafi orðið til í ölæði hjá hópi úkraínskra herforingja og kaupsýslumanna. Einn þeirra er svo sagður hafa hunsað fyrirmæli forseta Úkraínu um að hætta við árásina. Skemmdarverkið hefur verið til rannsóknar í Þýskalandi og hefur Spiegel fjallað ítarlega um þá rannsókn. Í fyrra sagði miðillinn líklegt að árásin hafi verið heimiluð af forsvarsmönnum úkraínska hersins, enda hafi þeir verið þeirrar skoðunar að um lögmætt skotmark væri að ræða. Það væri vegna þess að fjármunir sem Rússar fengu vegna sölu á jarðgasi gegnum leiðslurnar voru notaðar til að fjármagna stríðsrekstur ríkisins í Úkraínu. Þýskir rannsakendur komust að því að einn maður sem talinn er hafa komið að rannsókninni hafi búið í Póllandi og reyndu að fá hann handtekinn. Honum tókst þó að flýja heimili sitt áður en hann var handtekinn. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar telja að pólsk yfirvöld hafi varað Úkraínumenn við því að til stæði að handtaka manninn og er hann talinn hafa verið fluttur til Úkraínu í bíl í eigu úkraínska sendiráðsins í Póllandi. Þýskaland Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Úkraína Ítalía Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Serhij er ekki talinn hafa verið einn af köfurunum en er þess í stað talinn hafa komið að skipulagningu skemmdarverksins, samkvæmt frétt Spiegel um handtökuna. Maðurinn var samkvæmt AP fréttaveitunni handtekinn nærri borginni Rimini á Ítalíu. Óljóst er hvenær maðurinn verður framseldur til Þýskalands, samkvæmt tilkynningu frá alríkissaksóknara Þýskalands. Umdeildar leiðslur sprengdar Það var þann 26. september 2022 sem gasleiðslurnar Nord Stream 1 og Nord Strem 2 eyðilögðust í þremur öflugum sprengingum á botni Eystrasalts, skammt frá Borgundarhólmi. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 og hafði hún verið notuð til að flytja jarðgast frá Rússlandi til meginlands Evrópu. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk árið 2021 en leiðslan var aldrei tekin í notkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom hafði slökkt á flæði um NS1 fyrr í september 2022 en frágangur NS2 hafði verið stöðvaður í febrúar sama ár. Sjá einnig: Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Smíði NS2 hafði verið mjög umdeild bæði utan og innan landamæra Þýskalands. Bandamenn Þjóðverja eins og Bandaríkjamenn, höfðu lýst yfir áhyggjum af því að leiðslan myndi veita Rússum of mikið vald yfir Þýskalandi og orkuöryggi í Evrópu. Úkraínumenn höfðu slegið á svipaða strengi en rússneskt gas og olía hefur lengi flætt til Evrópu um Úkraínu. Í Kænugarði var óttast að Rússar gætu einangrað Úkraínu enn frekar. Köfuðu frá snekkju Lengi var á huldu hver hafði staðið að sprengingunum og var ýmsum ásökunum og tilgátum kasta fram á sjónarsviðið, sem mismikil innistæða var fyrir. Seinna meir bárust spjótin að hópi Úkraínumanna sem taldir voru hafa siglt á haf út á snekkju sem bar heitið Andromeda frá höfninni Rostock í Þýskalandi. Fregnir hafa meðal annars borist af því að hugmyndin að skemmdarverkinu hafi orðið til í ölæði hjá hópi úkraínskra herforingja og kaupsýslumanna. Einn þeirra er svo sagður hafa hunsað fyrirmæli forseta Úkraínu um að hætta við árásina. Skemmdarverkið hefur verið til rannsóknar í Þýskalandi og hefur Spiegel fjallað ítarlega um þá rannsókn. Í fyrra sagði miðillinn líklegt að árásin hafi verið heimiluð af forsvarsmönnum úkraínska hersins, enda hafi þeir verið þeirrar skoðunar að um lögmætt skotmark væri að ræða. Það væri vegna þess að fjármunir sem Rússar fengu vegna sölu á jarðgasi gegnum leiðslurnar voru notaðar til að fjármagna stríðsrekstur ríkisins í Úkraínu. Þýskir rannsakendur komust að því að einn maður sem talinn er hafa komið að rannsókninni hafi búið í Póllandi og reyndu að fá hann handtekinn. Honum tókst þó að flýja heimili sitt áður en hann var handtekinn. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar telja að pólsk yfirvöld hafi varað Úkraínumenn við því að til stæði að handtaka manninn og er hann talinn hafa verið fluttur til Úkraínu í bíl í eigu úkraínska sendiráðsins í Póllandi.
Þýskaland Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Úkraína Ítalía Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira