Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. ágúst 2025 09:46 Steinum og heimatilbúnum sprengjum var kastað úr stúkunni. (AP Photo/Gustavo Garello) Hætta þurfti leik í Suður-Ameríkubikarnum í nótt vegna óláta hjá áhorfendum. Slagsmál brutust út og heimatilbúnum sprengjum var kastað í stúkunni, milli stuðningsmanna frá Argentínu og Síle. Um níutíu voru handteknir og tíu fóru slasaðir á spítala. Argentínska liðið Independiente og Universidad de Chile voru að spila seinni leikinn í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar, síleska liðið var 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en hætti þurfti leik snemma í seinni hálfleik vegna óeirða hjá áhorfendum. Áhorfendur reyna að brjóta sér leið í gegnum læst hlið. (AP Photo/Gustavo Garello) Slagsmál brutust margsinnis út, bareflum var beitt og hnífar mundaðir. Sílesku stuðningsmennirnir köstuðu aðskotahlutum, steinum og heimatilbúnum sprengjum í átt að þeim argentínsku, sem voru á heimavelli og svöruðu jafnóðum fyrir sig. Hálfleikurinn dugði ekki til að að róa menn niður og gerði jafnvel illt verra því á 48. mínútu var leiknum hætt og hann hófst ekki aftur. Stuðningsmaður sýnir steinana sem hann hyggst kasta. (AP Photo/Gustavo Garello) Þá mátti sjá blóðuga áhorfendur brjóta sér leið í gegnum lögregluliðið sem reyndi að stía mannskapinn í sundur. Samkvæmt lögreglu voru um níutíu stuðningsmenn handteknir og tíu voru fluttir slasaðir á spítala eftir hnífsstungur, einn alvarlega. Slasaður stuðningsmaður í stúkunni. (AP Photo/Gustavo Garello) „Öryggisgæsla og lögregla getur ekki tryggt öryggi áhorfenda og því verður að aflýsa leiknum“ sagði suðurameríska knattspyrnusambandið í yfirlýsingu eftir leik. Barbarie en Argentina 🇦🇷 ⚽️ El partido de #CopaSudamericana en Estadio Libertadores fue cancelado👥 Unos 100 aficionados de Independiente atacaron a menos de 10 hinchas de la Universidad de Chile 🚨 Hay tres heridos de gravedad¡El fútbol es un juego!📹: Ya hay detenidos pic.twitter.com/Ud7IDaTFh5— Fernando Pérez Corona (@ferperezcorona) August 21, 2025 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óeirðir brjótast á leikjum í Suður-Ameríkubikarnum og í apríl fyrr á þessu ári létust tveir áhorfendur á leik Colo Colo frá Síle og Fortaleza frá Brasilíu. Argentína Síle Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
Argentínska liðið Independiente og Universidad de Chile voru að spila seinni leikinn í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar, síleska liðið var 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en hætti þurfti leik snemma í seinni hálfleik vegna óeirða hjá áhorfendum. Áhorfendur reyna að brjóta sér leið í gegnum læst hlið. (AP Photo/Gustavo Garello) Slagsmál brutust margsinnis út, bareflum var beitt og hnífar mundaðir. Sílesku stuðningsmennirnir köstuðu aðskotahlutum, steinum og heimatilbúnum sprengjum í átt að þeim argentínsku, sem voru á heimavelli og svöruðu jafnóðum fyrir sig. Hálfleikurinn dugði ekki til að að róa menn niður og gerði jafnvel illt verra því á 48. mínútu var leiknum hætt og hann hófst ekki aftur. Stuðningsmaður sýnir steinana sem hann hyggst kasta. (AP Photo/Gustavo Garello) Þá mátti sjá blóðuga áhorfendur brjóta sér leið í gegnum lögregluliðið sem reyndi að stía mannskapinn í sundur. Samkvæmt lögreglu voru um níutíu stuðningsmenn handteknir og tíu voru fluttir slasaðir á spítala eftir hnífsstungur, einn alvarlega. Slasaður stuðningsmaður í stúkunni. (AP Photo/Gustavo Garello) „Öryggisgæsla og lögregla getur ekki tryggt öryggi áhorfenda og því verður að aflýsa leiknum“ sagði suðurameríska knattspyrnusambandið í yfirlýsingu eftir leik. Barbarie en Argentina 🇦🇷 ⚽️ El partido de #CopaSudamericana en Estadio Libertadores fue cancelado👥 Unos 100 aficionados de Independiente atacaron a menos de 10 hinchas de la Universidad de Chile 🚨 Hay tres heridos de gravedad¡El fútbol es un juego!📹: Ya hay detenidos pic.twitter.com/Ud7IDaTFh5— Fernando Pérez Corona (@ferperezcorona) August 21, 2025 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óeirðir brjótast á leikjum í Suður-Ameríkubikarnum og í apríl fyrr á þessu ári létust tveir áhorfendur á leik Colo Colo frá Síle og Fortaleza frá Brasilíu.
Argentína Síle Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira