Fótbolti

Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Bodö/Glimt fagna einu af fimm mörkum sínum í kvöld.
Leikmenn Bodö/Glimt fagna einu af fimm mörkum sínum í kvöld. EPA/MATS TORBERGSEN

Bodö/Glimt er í frábærum málum eftir fyrri leikinn í umspili um sæti í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld en sigurmark var dæmt af danska liðinu FC Kaupmannahöfn í lokin.

Bodö/Glimt vann 5-0 sigur á heimavelli á móti austurríska félaginu Sturm Graz.

Norska liðið var komið í 3-0 eftir aðeins 25 mínútna leik. Kasper Waarts Högh, Odin Lurås Björtuft, Ulrik Saltnes og Håkon Evjen skoruðu mörkin en síðasta markið var sjálfsmark.

FC Kaupmannahöfn hélt að það hefði tryggt sér útisigur á móti Basel í Sviss en Varsjáin dæmdi af mark Andreas Cornelius á lokamínútunum.

Leikurinn endaði því með 1-1 jafntefli en seinni leikurinn verður í Danmörku þannig að FCK er í ágætum málum.

Xherdan Shaqiri kom Basel í 1-0 á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu en Gabriel Pereira jafnaði metin í uppbótatíma fyrri hálfleiks.

Það urðu markalaus jafntefli í báðum hinum leikjum kvöldsins.

Celtic náði bara markalausu jafntefli á heimavelli á móti Kairat frá Kasakstan og leikur Fenerbahçe og Benfica í Tyrklandi endaði líka markalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×