Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:01 Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir rannsókn lögreglu á þjófnaðinum. Sýn Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar. Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar aðfaranótt mánudags. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 en þjófarnir notuðu gröfu sem þeir stálu af framkvæmdasvæði í Blikastaðalandi til að stela hraðbankanum. Grafan fannst skammt frá. Ekki eru til upptökur af þjófnaðinum sjálfum en til eru einhverjar upptökur af þjófunum aka gröfunni í gegnum bæinn á leið sinni í Þverholt. Húsleit með sérsveit Lögregla framkvæmdi í gær, með aðstoð sérsveitar, tvær húsleitir í tengslum við rannsókn sína á málinu. Önnur var á heimili Stefáns Blackburn. Stefán er einn fimm sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða og var ákærður fyrir manndráp, fjárkúgun og frelsissviptingu og er því í gæsluvarðhaldi og var ekki heima þegar húsleitin fór fram. Stefáni er í málinu gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Hjördís sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að engar vísbendingar væru um tengsl í þessum tveimur málum. Hún sagði jafnframt lögreglu hafa fengið fjölda ábendinga og vinni að því að fara í gegnum myndefni sem þeim hefur borist af þjófunum við verknaðinn. Hún sagði jafnframt lögreglu hafa ákveðna einstaklinga grunaða en enginn hefur enn verið handtekinn. Mosfellsbær Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag. 19. ágúst 2025 14:28 Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Í hádegisfréttum verður rætt við sérfræðing í alþjóðamálum sem leggur mat á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja í gær. Allt strandi á afstöðu Rússlands. 19. ágúst 2025 11:34 Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött. 19. ágúst 2025 15:21 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar aðfaranótt mánudags. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 en þjófarnir notuðu gröfu sem þeir stálu af framkvæmdasvæði í Blikastaðalandi til að stela hraðbankanum. Grafan fannst skammt frá. Ekki eru til upptökur af þjófnaðinum sjálfum en til eru einhverjar upptökur af þjófunum aka gröfunni í gegnum bæinn á leið sinni í Þverholt. Húsleit með sérsveit Lögregla framkvæmdi í gær, með aðstoð sérsveitar, tvær húsleitir í tengslum við rannsókn sína á málinu. Önnur var á heimili Stefáns Blackburn. Stefán er einn fimm sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða og var ákærður fyrir manndráp, fjárkúgun og frelsissviptingu og er því í gæsluvarðhaldi og var ekki heima þegar húsleitin fór fram. Stefáni er í málinu gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Hjördís sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að engar vísbendingar væru um tengsl í þessum tveimur málum. Hún sagði jafnframt lögreglu hafa fengið fjölda ábendinga og vinni að því að fara í gegnum myndefni sem þeim hefur borist af þjófunum við verknaðinn. Hún sagði jafnframt lögreglu hafa ákveðna einstaklinga grunaða en enginn hefur enn verið handtekinn.
Mosfellsbær Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag. 19. ágúst 2025 14:28 Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Í hádegisfréttum verður rætt við sérfræðing í alþjóðamálum sem leggur mat á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja í gær. Allt strandi á afstöðu Rússlands. 19. ágúst 2025 11:34 Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött. 19. ágúst 2025 15:21 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Húsleit á heimili þekkts brotamanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag. 19. ágúst 2025 14:28
Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Í hádegisfréttum verður rætt við sérfræðing í alþjóðamálum sem leggur mat á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja í gær. Allt strandi á afstöðu Rússlands. 19. ágúst 2025 11:34
Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött. 19. ágúst 2025 15:21