Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Smári Jökull Jónsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 16. ágúst 2025 20:54 Stefnan er sett á að styðja Kraft um tíu milljónir króna. Sýn Jakkafataklæddur hlaupahópur ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl í næstu viku til styrktar Krafti. Eftir að farið var af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri. Hlaupahópurinn HHHC Boss er ekki að hlaupa vegalengd sem þessa í fyrsta sinn því fyrir tveimur árum hljóp hópurinn frá Akureyri til Reykjavíkur. Þeir segja tilhlökkun ríkja en alls mun hópurinn hlaupa sex maraþon á sex dögum. „Við erum gríðarlega spenntir eins og þú sérð, það er meira tilhlökkun heldur en kvíði. Við erum gríðarlega spenntir að safna fyrir flott málefni. Síðan eru þetta vinir sem ætlum að vera fimm daga á ferðinni saman þannig að við erum gríðarlega spenntir,“ segja Pétur Ívarsson og Jóhann Ottó Wathne, meðlimir hlaupahópsins. Einn meðlimur hópsins greindist nýlega Í hlaupinu safnar hópurinn pening fyrir Kraft - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein en stefnan er sett á að safna tíu milljónum. „Það er klárt, það gerir þetta mun auðveldara og stemmninguna miklu skemmtilegri þegar maður kemur inn í bíl, tékkar á símanum og sér hvað þetta hefur hækkað. Eins og ég segi, núna tengist þetta okkur enn nær að einn af félögum HHHC hafi greinst mjög nýlega,“ segir Pétur. Þeir segja undirbúninginn felast í áralangri þjálfun og ráðleggja ekki hverjum sem er að leggja í verkefni sem þetta. Hlaupið hefst á Akureyri en við Húnaver verður tekin beygja og hlaupið yfir Kjöl. Það sem meira er, þá ætlar hópurinn að fara alla þessa leið í jakkafötum. „Fólk hefur hlaupið yfir Kjöl og frá Akureyri en það hefur ekki gert það í jakkafötum. Þetta gerir þetta aðeins meira krefjandi og hafa gaman af þessu,“ segir Pétur. Jakkafötin komi út eins og ný Hvernig eru svo fötin eftir svona hlaup? „Þetta eru gæðaföt að sjálfsögðu þannig að þau verða bara eins og ný þegar þau eru komin úr þvottavélinni,“ segir Jóhann. Í tilefni hlaupsins skellti hópurinn sér í stúdíó og tók upp lag sem hægt er að sjá glefsu úr hér að ofan. Óhætt er að segja að stemmningin sé allsráðandi en hægt er að heita á hópinn á vefsíðunni Hlaupastyrkur.is. Hlaup Krabbamein Góðverk Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Hlaupahópurinn HHHC Boss er ekki að hlaupa vegalengd sem þessa í fyrsta sinn því fyrir tveimur árum hljóp hópurinn frá Akureyri til Reykjavíkur. Þeir segja tilhlökkun ríkja en alls mun hópurinn hlaupa sex maraþon á sex dögum. „Við erum gríðarlega spenntir eins og þú sérð, það er meira tilhlökkun heldur en kvíði. Við erum gríðarlega spenntir að safna fyrir flott málefni. Síðan eru þetta vinir sem ætlum að vera fimm daga á ferðinni saman þannig að við erum gríðarlega spenntir,“ segja Pétur Ívarsson og Jóhann Ottó Wathne, meðlimir hlaupahópsins. Einn meðlimur hópsins greindist nýlega Í hlaupinu safnar hópurinn pening fyrir Kraft - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein en stefnan er sett á að safna tíu milljónum. „Það er klárt, það gerir þetta mun auðveldara og stemmninguna miklu skemmtilegri þegar maður kemur inn í bíl, tékkar á símanum og sér hvað þetta hefur hækkað. Eins og ég segi, núna tengist þetta okkur enn nær að einn af félögum HHHC hafi greinst mjög nýlega,“ segir Pétur. Þeir segja undirbúninginn felast í áralangri þjálfun og ráðleggja ekki hverjum sem er að leggja í verkefni sem þetta. Hlaupið hefst á Akureyri en við Húnaver verður tekin beygja og hlaupið yfir Kjöl. Það sem meira er, þá ætlar hópurinn að fara alla þessa leið í jakkafötum. „Fólk hefur hlaupið yfir Kjöl og frá Akureyri en það hefur ekki gert það í jakkafötum. Þetta gerir þetta aðeins meira krefjandi og hafa gaman af þessu,“ segir Pétur. Jakkafötin komi út eins og ný Hvernig eru svo fötin eftir svona hlaup? „Þetta eru gæðaföt að sjálfsögðu þannig að þau verða bara eins og ný þegar þau eru komin úr þvottavélinni,“ segir Jóhann. Í tilefni hlaupsins skellti hópurinn sér í stúdíó og tók upp lag sem hægt er að sjá glefsu úr hér að ofan. Óhætt er að segja að stemmningin sé allsráðandi en hægt er að heita á hópinn á vefsíðunni Hlaupastyrkur.is.
Hlaup Krabbamein Góðverk Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira