Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 12:01 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. vísir/Ívar Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verður tryggð á kjörtímabilinu að sögn fjármálaráðherra. Verð fyrir sálfræðiþjónustu fer hækkandi og áætlað er að kostnaður ríkisins geti numið um þremur milljörðum á ári. Þegar Viðreisn var í stjórnarandstöðu árið 2020 náði flokkurinn í gegn frumvarpi til laga sem veitir stjórnvöldum heimild til þess að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Nú fimm árum síðar hefur það hins vegar enn ekki verið gert. Niðurgreiðslan var meðal kosningaloforða Viðreisnar en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er þó ekki sérstaklega minnst á það - heldur einungis rætt um aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að hún verði tryggð. „Það er alveg klárt mál að við munum ljúka því á kjörtímabilinu,“ segir Daði og bætir við að undirbúningsvinna sé langt komin. „Það mun finnast fjármagn til þess að loka þessu.“ Á dögunum ræddi fréttastofa við formann Sálfræðingafélagsins um verðhækkanir fyrir sálfræðiþjónustu. Hann sagði marga sálfræðinga vera að hækka verð fyrir viðtalstíma um þessar mundir og einn tími kostar nú allt að 26 þúsund krónur. Fari einstaklingur í tvo sálfræðitíma á mánuði getur kostnaðurinn því numið ríflega 600 þúsund krónum á ári. Áætlanir um mögulegan kostnað ríkisins við niðurgreiðslu liggja fyrir að sögn Daða. „Þetta hleypur á svona tveimur og hálfum til þremur milljörðum og eins og ég segi, það er okkar markmið að finna það fjármagn.“ Daði segir þó ekki skýrt hvenær á kjörtímabilinu verði hægt að klára málið. Það fari eftir stöðu ríkisfjármála. „Það var okkar meginmarkmið og loforð í kosningabaráttunni að tryggja sjálfbærni í rekstri ríkisins, það er forgangsmál. Síðan eru mörg góð mál sem við munum leggja áherslu á að styðja eftir það.“ Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þegar Viðreisn var í stjórnarandstöðu árið 2020 náði flokkurinn í gegn frumvarpi til laga sem veitir stjórnvöldum heimild til þess að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Nú fimm árum síðar hefur það hins vegar enn ekki verið gert. Niðurgreiðslan var meðal kosningaloforða Viðreisnar en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er þó ekki sérstaklega minnst á það - heldur einungis rætt um aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að hún verði tryggð. „Það er alveg klárt mál að við munum ljúka því á kjörtímabilinu,“ segir Daði og bætir við að undirbúningsvinna sé langt komin. „Það mun finnast fjármagn til þess að loka þessu.“ Á dögunum ræddi fréttastofa við formann Sálfræðingafélagsins um verðhækkanir fyrir sálfræðiþjónustu. Hann sagði marga sálfræðinga vera að hækka verð fyrir viðtalstíma um þessar mundir og einn tími kostar nú allt að 26 þúsund krónur. Fari einstaklingur í tvo sálfræðitíma á mánuði getur kostnaðurinn því numið ríflega 600 þúsund krónum á ári. Áætlanir um mögulegan kostnað ríkisins við niðurgreiðslu liggja fyrir að sögn Daða. „Þetta hleypur á svona tveimur og hálfum til þremur milljörðum og eins og ég segi, það er okkar markmið að finna það fjármagn.“ Daði segir þó ekki skýrt hvenær á kjörtímabilinu verði hægt að klára málið. Það fari eftir stöðu ríkisfjármála. „Það var okkar meginmarkmið og loforð í kosningabaráttunni að tryggja sjálfbærni í rekstri ríkisins, það er forgangsmál. Síðan eru mörg góð mál sem við munum leggja áherslu á að styðja eftir það.“
Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira