Spánn skiptir þjálfaranum út Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. ágúst 2025 17:18 Montse Toma tók við á erfiðum tíma hjá spænska landsliðinu og starf hennar hefur einkennst af átökum við leikmenn. EPA/Chema Moya Montse Tome mun ekki halda áfram störfum sem landsliðsþjálfari Spánar en samningur hennar rennur út um næstu mánaðamót. Sonia Bermudez stígur upp og tekur við eftir að hafa þjálfað yngri landslið Spánar undanfarin ár. Spænska knattspyrnusambandið ákvað í dag að samningur Tome yrði ekki framlengdur. Ákvörðunin er tekin fimmtán dögum eftir að Spánn tapaði úrslitaleik Evrópumótsins, í vítaspyrnukeppni, gegn Englandi. Hún tók við starfinu á miklum umrótartímum, árið 2023. Spánn var þá nýorðinn heimsmeistari en þjálfari liðsins, Jorge Vilda, var rekinn fyrir að standa með forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, sem braut kynferðislega á leikmanni liðsins með óumbeðnum kossi í verðlaunaafhendingunni. Tone hafði áður verið aðstoðarmaður Vilda og fékk stöðuhækkun. Hún stýrði Spáni til sigurs í Þjóðadeildinni árið 2024 en lenti í átökum við leikmenn á leiðinni. Tone valdi Jenni Hermoso ekki í fyrsta landsliðshópinn en hún er markahæsti leikmaður Spánar frá upphafi og sú sem fékk kossinn óumbeðna frá forsetanum. Þær sættust síðan en Tone lenti upp á kant við fleiri leikmenn liðsins; Irene Paredes og Misa Rodriguez voru ekki valdar í landsliðsverkefni síðasta vetur, þrátt fyrir að hafa verið valdar fyrirliðar af öðrum leikmönnum. Eftir mikið drama veturinn á undan tókst Spáni ekki að verða Evrópumeistari í sumar og Tone hættir nú störfum. Sonia Bermudez, fertugur fyrrum leikmaður Barcelona, tekur við en hún hefur þjálfað yngri landslið Spánar undanfarin ár. Síðast var hún með undir 23 ára liðið en áður hefur hún tvisvar orðið Evrópumeistari með undir 19 ára liðið. Spænski boltinn EM 2025 í Sviss Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið ákvað í dag að samningur Tome yrði ekki framlengdur. Ákvörðunin er tekin fimmtán dögum eftir að Spánn tapaði úrslitaleik Evrópumótsins, í vítaspyrnukeppni, gegn Englandi. Hún tók við starfinu á miklum umrótartímum, árið 2023. Spánn var þá nýorðinn heimsmeistari en þjálfari liðsins, Jorge Vilda, var rekinn fyrir að standa með forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, sem braut kynferðislega á leikmanni liðsins með óumbeðnum kossi í verðlaunaafhendingunni. Tone hafði áður verið aðstoðarmaður Vilda og fékk stöðuhækkun. Hún stýrði Spáni til sigurs í Þjóðadeildinni árið 2024 en lenti í átökum við leikmenn á leiðinni. Tone valdi Jenni Hermoso ekki í fyrsta landsliðshópinn en hún er markahæsti leikmaður Spánar frá upphafi og sú sem fékk kossinn óumbeðna frá forsetanum. Þær sættust síðan en Tone lenti upp á kant við fleiri leikmenn liðsins; Irene Paredes og Misa Rodriguez voru ekki valdar í landsliðsverkefni síðasta vetur, þrátt fyrir að hafa verið valdar fyrirliðar af öðrum leikmönnum. Eftir mikið drama veturinn á undan tókst Spáni ekki að verða Evrópumeistari í sumar og Tone hættir nú störfum. Sonia Bermudez, fertugur fyrrum leikmaður Barcelona, tekur við en hún hefur þjálfað yngri landslið Spánar undanfarin ár. Síðast var hún með undir 23 ára liðið en áður hefur hún tvisvar orðið Evrópumeistari með undir 19 ára liðið.
Spænski boltinn EM 2025 í Sviss Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira