Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2025 14:23 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að taka verði til í innflytjendamálum. Laga- og regluleysi eyðileggi vinnumarkaðinn og geri vinnuveitendum auðveldara að svindla á verkafólki. Vísir/Einar Formaður Eflingar segir dvalarleyfiskerfið á Íslandi ónýtt og fagnar breytingum í málaflokknum. Hún segir dæmi um að fólk sem kemur til landsins á grundvelli dvalarleyfa, sér í lagi til að starfa á snyrtistofum, leiti í vændi til að ná endum saman. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum frumvarp til útlendingalaga sem hún hyggst leggja fram í haust. Frumvarpið felur í sér hertari reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist hafa látið sig umræðuna varða eftir að Halla Gunnarsdóttir formaður VR sagði margt að athuga við röksemdir Þorbjargar. Halla velti því upp hvort stjórnvöld séu að beina spjótum að einstaklingum sem njóta minnstra réttinda í samfélaginu. „Þegar ég skoðaði málflutning formanns VR þá stakk það mig mjög að mér finnst mjög að mér fannst málflutningurinn byggjast á einhvers konar þekkingarleysi og mögulega einhvers konar áhugaleysi á því hvað raunverulega er verið að fjalla um,“ segir Sólveig Anna en hún ræddi áform dómsmálaráðherra á Sprengisandi. Hélt að hreyfingin öll teldi kerfið meingallað Sólveig Anna segir frá vinnustaðaeftirliti Eflingar og annarra fagaðila, sem með sínu eftirliti og skoðunum hefur komist á snoðir um alvarleg mál tengd erlendu vinnuafli. Hún segir eftirlitið hafa verið lykilleikendur í að koma upp um málið sem leiddi til mansalsrannsóknar á viðskiptamanninum Quang Lé. „Ég taldi að það væri afdráttarlaus afstaða íslenskrar verkalýðshreyfingar, í það minnsta Alþýðusambandsmegin vegna þess að þetta snýst um fólk á almenna markaðnum, að þetta kerfi væri meingallað,“ segir Sólveig Anna. Það hafi því komið henni mikið á óvart að Halla hefði gert athugasemdir við breytingarnar sem dómsmálaráðherra boðaði. Vinnustaðaeftirlitið eigi í góðu samskipti við Alþýðusambandið, sem sé einnig lykilleikandi í að tryggja lög og reglu á vinnumarkaði. „Það er ekki nægilega mikil lög og regla á vinnumarkaði. Það er gríðarlega mikill launaþjófnaður, það er verið að misnota fólk með alls konar hætti. Það eru auðvitað ekki öll mál jafn alvarleg og Quang Lé málið en hvernig getur það verið afstaða einhvers innan verkalýðshreyfingarinnar að við ætlum að láta kerfið dinglast áfram eins og það er meingallað og handónýtt? Ætlum við að bíða eftir næsta risa mansalsmáli? Að sjálfsögðu ekki.“ Því sé nauðsynlegt að skoða málaflokkinn og Sólveig segist sammála dómsmálaráðherra um boðaðar aðgerðir, eins og til dæmis að hækka gjald fyrir dvalarleyfisveitingar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því í vikunni að slíkt gjald eru sextán þúsund krónur hér á landi en allt að 170 þúsund krónur í nágrannalöndunum. Snyrtistofur uppspretta vandamála Sólveig Anna segir ótal aðferðir til að bæta stöðu dvalarleyfishafa á vinnumarkaði. Brotamálum fari fjölgandi og samtal hennar við Alþýðusambandið og vinnustaðaeftirlit Eflingar beri þess merki. „Ég heyri sögurnar frá þeim, ég var síðast fyrir skemmstu að tala við þau. Þau eru til dæmis að segja að þessar snyrtistofur sem hér hafa sprottið út um allt, þær eru mikil uppspretta vandamála,“ segir Sólveig Anna. „Hér koma konur inn á svona leyfum, svo lendir allt í rugli á þeim vinnustað, það er ekki nægileg vinna eða þær eru í skuldafjötrum. Vændi er þá, auðvitað mjög erfið og hræðileg leið, en einföld leið til að afla þeirra tekna sem þarf að afla til að lifa á þessu ótrúlega dýra og erfiða landi.“ Stéttarfélög Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum frumvarp til útlendingalaga sem hún hyggst leggja fram í haust. Frumvarpið felur í sér hertari reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist hafa látið sig umræðuna varða eftir að Halla Gunnarsdóttir formaður VR sagði margt að athuga við röksemdir Þorbjargar. Halla velti því upp hvort stjórnvöld séu að beina spjótum að einstaklingum sem njóta minnstra réttinda í samfélaginu. „Þegar ég skoðaði málflutning formanns VR þá stakk það mig mjög að mér finnst mjög að mér fannst málflutningurinn byggjast á einhvers konar þekkingarleysi og mögulega einhvers konar áhugaleysi á því hvað raunverulega er verið að fjalla um,“ segir Sólveig Anna en hún ræddi áform dómsmálaráðherra á Sprengisandi. Hélt að hreyfingin öll teldi kerfið meingallað Sólveig Anna segir frá vinnustaðaeftirliti Eflingar og annarra fagaðila, sem með sínu eftirliti og skoðunum hefur komist á snoðir um alvarleg mál tengd erlendu vinnuafli. Hún segir eftirlitið hafa verið lykilleikendur í að koma upp um málið sem leiddi til mansalsrannsóknar á viðskiptamanninum Quang Lé. „Ég taldi að það væri afdráttarlaus afstaða íslenskrar verkalýðshreyfingar, í það minnsta Alþýðusambandsmegin vegna þess að þetta snýst um fólk á almenna markaðnum, að þetta kerfi væri meingallað,“ segir Sólveig Anna. Það hafi því komið henni mikið á óvart að Halla hefði gert athugasemdir við breytingarnar sem dómsmálaráðherra boðaði. Vinnustaðaeftirlitið eigi í góðu samskipti við Alþýðusambandið, sem sé einnig lykilleikandi í að tryggja lög og reglu á vinnumarkaði. „Það er ekki nægilega mikil lög og regla á vinnumarkaði. Það er gríðarlega mikill launaþjófnaður, það er verið að misnota fólk með alls konar hætti. Það eru auðvitað ekki öll mál jafn alvarleg og Quang Lé málið en hvernig getur það verið afstaða einhvers innan verkalýðshreyfingarinnar að við ætlum að láta kerfið dinglast áfram eins og það er meingallað og handónýtt? Ætlum við að bíða eftir næsta risa mansalsmáli? Að sjálfsögðu ekki.“ Því sé nauðsynlegt að skoða málaflokkinn og Sólveig segist sammála dómsmálaráðherra um boðaðar aðgerðir, eins og til dæmis að hækka gjald fyrir dvalarleyfisveitingar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því í vikunni að slíkt gjald eru sextán þúsund krónur hér á landi en allt að 170 þúsund krónur í nágrannalöndunum. Snyrtistofur uppspretta vandamála Sólveig Anna segir ótal aðferðir til að bæta stöðu dvalarleyfishafa á vinnumarkaði. Brotamálum fari fjölgandi og samtal hennar við Alþýðusambandið og vinnustaðaeftirlit Eflingar beri þess merki. „Ég heyri sögurnar frá þeim, ég var síðast fyrir skemmstu að tala við þau. Þau eru til dæmis að segja að þessar snyrtistofur sem hér hafa sprottið út um allt, þær eru mikil uppspretta vandamála,“ segir Sólveig Anna. „Hér koma konur inn á svona leyfum, svo lendir allt í rugli á þeim vinnustað, það er ekki nægileg vinna eða þær eru í skuldafjötrum. Vændi er þá, auðvitað mjög erfið og hræðileg leið, en einföld leið til að afla þeirra tekna sem þarf að afla til að lifa á þessu ótrúlega dýra og erfiða landi.“
Stéttarfélög Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira