Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 21:27 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipun hans í embætti ríkisskattstjóra eftir langar umræður fyrr í sumar. AP Donald Trump hefur tilnefnt nýjan sendiherra á Íslandi. Sá heitir Billy Long og var fyrr í dag rekinn úr embætti ríkisskattstjóra eftir aðeins tvo mánuði í starfi. Skipun hans í embætti ríkisskattstjóra vakti furðu meðal margra. Hann hafði litla sem enga reynslu af skattamálum. Þar að auki studdi hann frumvarp um að leggja skattstofu Bandaríkjanna niður þegar hann sat á Bandaríkjaþingi sem fulltrúi Missouriríkis. Samkvæmt umfjöllun New York Times er Long dyggur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þó hafði hann átt í skærum við Scott Bessent fjármálaráðherra á stuttri embættistíð sinni. Þáði talsverðar upphæðir frá hagsmunaaðilum Skattstofa Bandaríkjanna hefur komið ansi illa út úr róttækri niðurskurðarstefnu Trump. Um fjórðungur mannafla hennar, sem rúmlega 25 þúsund manns, hafa lokið störfum þar á undanförnum mánuðum og mikil velta hefur verið á starfandi ríkisskattstjórum frá embættistöku Trump. Samkvæmt umfjöllun Times er það aðallega vegna krafna ríkisstjórnar Trump um að skatturinn deili með sér persónuupplýsingum í vörslu skattsins svo hægt sé að reka mislöglega innflytjendur skilvirkar úr landi. Einnig kemur fram í umfjöllun miðilsins bandaríska að hann hafi ítrekað sent tölvupósta á alla starfsmenn skattsins þar sem hann leyfði þeim að fara fyrr heim á föstudögum. Demókratar í öldungadeildinni gagnrýndu skipun Long í embætti ríkisskattstjóra harkalega.Getty „Farið heim 70 mínútum fyrr á morgun. Þannig verðið þið vel hvíld fyrir sjötugsafmælið mitt á mánudaginn!“ hefur Times eftir einum póstinum sem hann á að hafa sent í gær. Þegar umræður um staðfestingu Long í embætti ríkisskattstjóra stóðu yfir í öldungadeildinni kom einnig á daginn að hann hefði þegið talsverðar fjárhæðir frá skattaráðgjafarfyrirtækjum. Fjárhæðirnar numu tæpum sautján milljónum króna og fóru, samkvæmt Politico, að mestu í að greiða niður skuldir sem hann hafði safnað í misheppnuðu framboði hans til öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2022. Fjárgjafirnar hafi byrjað að hrannast inn þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Long í embættið. Upp á öldungadeildina kominn Tilnefningu hans í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi greinir miðillinn þó ekki frá en það gerir Billy Long sjálfur í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum á níunda tímanum í kvöld. „Það er heiður að þjóna vini mínum, Trump forseta, og ég hlakka til að taka við nýju hlutverki mínu sem sendiherra á Íslandi. Ég svara kalli hans með tilhlökkun og er staðráðinn í að vinna að metnaðarfullri stefnu hans. Spennandi tímar framundan!“ skrifar Billy Long. Sjá einnig: Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Enn sem komið er er Long aðeins tilnefndur í þetta embætti þar sem öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun sendiherra. Það gæti því dregist eitthvað á langinn að sendiherrann komi sér fyrir á Sólvallagötunni. Öldungadeildin fór í mánaðarlangt sumarfrí 3. ágúst síðastliðinn og það í talsverðu hasti. Trump sjálfur brást ókvæða við þessu uppátæki öldunganna og sagði leiðtoga demókrata í öldungadeildinni meðal annars að fara til fjandans. Það tók talsverða umræðu fyrir öldungadeildina að staðfesta loks skipun Long í embætti ríkisskattstjóra. Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Skipun hans í embætti ríkisskattstjóra vakti furðu meðal margra. Hann hafði litla sem enga reynslu af skattamálum. Þar að auki studdi hann frumvarp um að leggja skattstofu Bandaríkjanna niður þegar hann sat á Bandaríkjaþingi sem fulltrúi Missouriríkis. Samkvæmt umfjöllun New York Times er Long dyggur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þó hafði hann átt í skærum við Scott Bessent fjármálaráðherra á stuttri embættistíð sinni. Þáði talsverðar upphæðir frá hagsmunaaðilum Skattstofa Bandaríkjanna hefur komið ansi illa út úr róttækri niðurskurðarstefnu Trump. Um fjórðungur mannafla hennar, sem rúmlega 25 þúsund manns, hafa lokið störfum þar á undanförnum mánuðum og mikil velta hefur verið á starfandi ríkisskattstjórum frá embættistöku Trump. Samkvæmt umfjöllun Times er það aðallega vegna krafna ríkisstjórnar Trump um að skatturinn deili með sér persónuupplýsingum í vörslu skattsins svo hægt sé að reka mislöglega innflytjendur skilvirkar úr landi. Einnig kemur fram í umfjöllun miðilsins bandaríska að hann hafi ítrekað sent tölvupósta á alla starfsmenn skattsins þar sem hann leyfði þeim að fara fyrr heim á föstudögum. Demókratar í öldungadeildinni gagnrýndu skipun Long í embætti ríkisskattstjóra harkalega.Getty „Farið heim 70 mínútum fyrr á morgun. Þannig verðið þið vel hvíld fyrir sjötugsafmælið mitt á mánudaginn!“ hefur Times eftir einum póstinum sem hann á að hafa sent í gær. Þegar umræður um staðfestingu Long í embætti ríkisskattstjóra stóðu yfir í öldungadeildinni kom einnig á daginn að hann hefði þegið talsverðar fjárhæðir frá skattaráðgjafarfyrirtækjum. Fjárhæðirnar numu tæpum sautján milljónum króna og fóru, samkvæmt Politico, að mestu í að greiða niður skuldir sem hann hafði safnað í misheppnuðu framboði hans til öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2022. Fjárgjafirnar hafi byrjað að hrannast inn þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Long í embættið. Upp á öldungadeildina kominn Tilnefningu hans í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi greinir miðillinn þó ekki frá en það gerir Billy Long sjálfur í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum á níunda tímanum í kvöld. „Það er heiður að þjóna vini mínum, Trump forseta, og ég hlakka til að taka við nýju hlutverki mínu sem sendiherra á Íslandi. Ég svara kalli hans með tilhlökkun og er staðráðinn í að vinna að metnaðarfullri stefnu hans. Spennandi tímar framundan!“ skrifar Billy Long. Sjá einnig: Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Enn sem komið er er Long aðeins tilnefndur í þetta embætti þar sem öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun sendiherra. Það gæti því dregist eitthvað á langinn að sendiherrann komi sér fyrir á Sólvallagötunni. Öldungadeildin fór í mánaðarlangt sumarfrí 3. ágúst síðastliðinn og það í talsverðu hasti. Trump sjálfur brást ókvæða við þessu uppátæki öldunganna og sagði leiðtoga demókrata í öldungadeildinni meðal annars að fara til fjandans. Það tók talsverða umræðu fyrir öldungadeildina að staðfesta loks skipun Long í embætti ríkisskattstjóra.
Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira