Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2025 14:30 Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Höfuðstöðvar hennar eru á Akureyri. Vísir/Viktor Freyr Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnefndu á hana. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur ómerkti vegna mistaka hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Úrskurðurinn hefur verið birtur á vef Landsréttar. Þar kemur fram að amman hafi miðvikudaginn 30. júlí ræst neyðarhnapp á heimili sínu og kallað eftir aðstoð lögreglu. Fólk sem talið er í mikilli hættu getur fengið slíkan neyðarhnapp til að ná á augnabliki sambandi við lögreglu. Amman segir ágreining hafa komið upp á milli hennar og fullorðinnar dóttur hennar en þær búa á sama heimili auk ólögráða stúlku, barnabarns ömmunnar. Rifrildið mun hafa snúið að því að dóttir hennar heimtaði lyf móður sinnar og síma. Taldi andardrættina sína síðustu Amman segist hafa verið uppi í rúmi með símann í tösku um hálsinn. Dóttir hennar hafi gripið töskuna og dregið móður sína til í rúminu. Svo hafi hún læst fingrum sínum í andlit móður sinnar og klipið eins fast og hún gat. Í framhaldinu hafi hún tekið fyrir vit hennar. Amman lýsir því að hafa náð að anda en liðið hræðilega og haldið að um væri að ræða sína síðustu andardrætti. Hún lýsir ítrekuðu ofbeldi af hálfu dóttur sinnar svo áratugum skiptir. Það hafi bæði verið mjög alvarlegt líkamlegt ofbeldi en einnig andlegt og fjárhagslegt. Í læknisvottorði sem Lögreglan á Norðurlandi eystra lagði fram við kröfu um nálgunarbann á hendur dótturinni og brottvísun af heimili kemur fram að lýsingar ömmunnar á áverkum samræmist frásögn ömmunnar af árásinni. Fram kemur að amman sé haldin alvarlegum sjúkdómi en húsið sem mæðgurnar og ömmustúlkan búa í er í eigu ömmunnar. Gleymdist að skipa réttargæslumann Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að amman yrði ekki vernduð með öðrum hætti en að vísa dóttur hennar af heimilinu og úrskurða hana í nálgunarbann út ágúst. Dóttirin væri grunuð um alvarlegt ofbeldisbrot sem gæti varðað allt að sex ára eða sextán ára fangelsi. Dóttirin kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem ómerkti niðurstöðu héraðsdóms vegna þess að ömmunni hafði ekki verið skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins. Það væri alvarlegu annmarki á meðferð málsins hjá lögreglu og sömuleiðis fyrir héraðsdómi. Nokkuð hefur verið fjallað um ofbeldi afkvæma gagnvart eldri foreldrum sínum á liðnum vikum í tengslum við manndrápsmálið í Súlunesi í Garðabæ. Tæplega þrítug kona er grunuð um að hafa orðið áttræðum föður sínum að bana og er sömuleiðis ákærð fyrir að reyna að bana sjötugri móður sinni. Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkarhlíð sem ræddi vandamálið í fréttum Sýnar á dögunum. Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Úrskurðurinn hefur verið birtur á vef Landsréttar. Þar kemur fram að amman hafi miðvikudaginn 30. júlí ræst neyðarhnapp á heimili sínu og kallað eftir aðstoð lögreglu. Fólk sem talið er í mikilli hættu getur fengið slíkan neyðarhnapp til að ná á augnabliki sambandi við lögreglu. Amman segir ágreining hafa komið upp á milli hennar og fullorðinnar dóttur hennar en þær búa á sama heimili auk ólögráða stúlku, barnabarns ömmunnar. Rifrildið mun hafa snúið að því að dóttir hennar heimtaði lyf móður sinnar og síma. Taldi andardrættina sína síðustu Amman segist hafa verið uppi í rúmi með símann í tösku um hálsinn. Dóttir hennar hafi gripið töskuna og dregið móður sína til í rúminu. Svo hafi hún læst fingrum sínum í andlit móður sinnar og klipið eins fast og hún gat. Í framhaldinu hafi hún tekið fyrir vit hennar. Amman lýsir því að hafa náð að anda en liðið hræðilega og haldið að um væri að ræða sína síðustu andardrætti. Hún lýsir ítrekuðu ofbeldi af hálfu dóttur sinnar svo áratugum skiptir. Það hafi bæði verið mjög alvarlegt líkamlegt ofbeldi en einnig andlegt og fjárhagslegt. Í læknisvottorði sem Lögreglan á Norðurlandi eystra lagði fram við kröfu um nálgunarbann á hendur dótturinni og brottvísun af heimili kemur fram að lýsingar ömmunnar á áverkum samræmist frásögn ömmunnar af árásinni. Fram kemur að amman sé haldin alvarlegum sjúkdómi en húsið sem mæðgurnar og ömmustúlkan búa í er í eigu ömmunnar. Gleymdist að skipa réttargæslumann Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að amman yrði ekki vernduð með öðrum hætti en að vísa dóttur hennar af heimilinu og úrskurða hana í nálgunarbann út ágúst. Dóttirin væri grunuð um alvarlegt ofbeldisbrot sem gæti varðað allt að sex ára eða sextán ára fangelsi. Dóttirin kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem ómerkti niðurstöðu héraðsdóms vegna þess að ömmunni hafði ekki verið skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins. Það væri alvarlegu annmarki á meðferð málsins hjá lögreglu og sömuleiðis fyrir héraðsdómi. Nokkuð hefur verið fjallað um ofbeldi afkvæma gagnvart eldri foreldrum sínum á liðnum vikum í tengslum við manndrápsmálið í Súlunesi í Garðabæ. Tæplega þrítug kona er grunuð um að hafa orðið áttræðum föður sínum að bana og er sömuleiðis ákærð fyrir að reyna að bana sjötugri móður sinni. Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkarhlíð sem ræddi vandamálið í fréttum Sýnar á dögunum.
Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira