Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2025 06:51 Eins og sakir standa eru einstaklingar nokkuð úrræðalausir gagnvart djúpfölsunum, sem nánast hver sem er getur framleitt með gervigreindinni. Hjördís Halldórsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður Höfundarréttarfélags Íslands, segir að forvitnilegt verði að fylgjast með þróun frumvarps sem nú liggur fyrir í Danmörku, þar sem tryggja á einstaklingum höfundarréttinn að eigin persónu og rödd. Hvaða leiðir sem verða fyrir valinu sé ljóst að breyta verði lögum til að taka á mögulegri misnotkun með aðstoð gervigreindar. Vísir greindi frá því á dögunum að stjórnvöld í Danmörku hygðust bregðast við aukningu í fölsuðum myndum og myndskeiðum vegna framþróunar gervigreindar með því að tryggja einstaklingum réttinn yfir eigin persónu og rödd. Eins og sakir standa er afar auðvelt að búa til myndir og myndskeið sem sýna raunverulegar persónur í óraunverulegum aðstæðum en erfitt fyrir einstaklinga að leita réttar síns. Breytingunum er ætlað að tryggja að einstaklingar geti krafist þess að vefsíður og miðlar fjarlægi falsað efni þar sem viðkomandi kemur við sögu. Þá er gert ráð fyrir því að þeim verði gert kleift að sækja bætur. Hjördís segir að forvitnilegt verði að fylgjast með málinu þar sem höfundarréttur hafi hingað til ekki náð yfir persónur heldur það sem hún kallar andleg sköpunarverk. Markmiðið sé að tryggja einstaklinga og vernda gegn djúpfölsunum og borðleggjandi að huga að réttindum fólks, þótt það sé ekki endilega á grundvelli höfundarréttarlaga. Danir virðist í raun ætla að nýta sér Evrópulöggjöf, svokallað Digital Services Act, til að taka á málum. „Sú löggjöf, sem að verður einhvern tímann innleidd á Íslandi, færir miklu meiri ábyrgð á til dæmis samfélagsmiðla og Google og aðra slíka að fjarlægja efni að viðlagðri ábyrgð. Þar með talið höfundarréttarefni,“ segir Hjördís. „Og það er í raun fyrst og fremst þetta sem ég held að Danir séu að hugsa til; að fólk fái sterk úrræði til þess að vernda sjálft sig gegn djúpfölsunum þar sem verið er að notast við þeirra ímynd.“ Löggjöfin muni mögulega miða að því að vernda meira en bara einstaklinga sem slíka, heldur sé ekki síður þörf á því að vernda stofnanir, ef svo má að orði komast, til að mynda ráðamenn sem nú er hægt að láta syngja og dansa að vild með aðstoð gervigreindar. Og segja hvað sem er. Hjördís segir gervigreindina kalla á breytta löggjöf, hvernig sem það verður gert. Íslendingar hafi til að mynda hingað til reitt sig á persónuverndarlöggjöfina og lög um friðhelgi einkalífsins en það dugi varla til. „Það er alveg góðra gjalda vert að vera með sérstök ákvæði, í hvaða lögum sem það er, sem veitir okkur meiri vernd þegar kemur að misnotkun eigin ímyndar og raddar,“ segir Hjördís. „Það er alveg full þörf á því.“ Höfundar- og hugverkaréttur Gervigreind Persónuvernd Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Hvaða leiðir sem verða fyrir valinu sé ljóst að breyta verði lögum til að taka á mögulegri misnotkun með aðstoð gervigreindar. Vísir greindi frá því á dögunum að stjórnvöld í Danmörku hygðust bregðast við aukningu í fölsuðum myndum og myndskeiðum vegna framþróunar gervigreindar með því að tryggja einstaklingum réttinn yfir eigin persónu og rödd. Eins og sakir standa er afar auðvelt að búa til myndir og myndskeið sem sýna raunverulegar persónur í óraunverulegum aðstæðum en erfitt fyrir einstaklinga að leita réttar síns. Breytingunum er ætlað að tryggja að einstaklingar geti krafist þess að vefsíður og miðlar fjarlægi falsað efni þar sem viðkomandi kemur við sögu. Þá er gert ráð fyrir því að þeim verði gert kleift að sækja bætur. Hjördís segir að forvitnilegt verði að fylgjast með málinu þar sem höfundarréttur hafi hingað til ekki náð yfir persónur heldur það sem hún kallar andleg sköpunarverk. Markmiðið sé að tryggja einstaklinga og vernda gegn djúpfölsunum og borðleggjandi að huga að réttindum fólks, þótt það sé ekki endilega á grundvelli höfundarréttarlaga. Danir virðist í raun ætla að nýta sér Evrópulöggjöf, svokallað Digital Services Act, til að taka á málum. „Sú löggjöf, sem að verður einhvern tímann innleidd á Íslandi, færir miklu meiri ábyrgð á til dæmis samfélagsmiðla og Google og aðra slíka að fjarlægja efni að viðlagðri ábyrgð. Þar með talið höfundarréttarefni,“ segir Hjördís. „Og það er í raun fyrst og fremst þetta sem ég held að Danir séu að hugsa til; að fólk fái sterk úrræði til þess að vernda sjálft sig gegn djúpfölsunum þar sem verið er að notast við þeirra ímynd.“ Löggjöfin muni mögulega miða að því að vernda meira en bara einstaklinga sem slíka, heldur sé ekki síður þörf á því að vernda stofnanir, ef svo má að orði komast, til að mynda ráðamenn sem nú er hægt að láta syngja og dansa að vild með aðstoð gervigreindar. Og segja hvað sem er. Hjördís segir gervigreindina kalla á breytta löggjöf, hvernig sem það verður gert. Íslendingar hafi til að mynda hingað til reitt sig á persónuverndarlöggjöfina og lög um friðhelgi einkalífsins en það dugi varla til. „Það er alveg góðra gjalda vert að vera með sérstök ákvæði, í hvaða lögum sem það er, sem veitir okkur meiri vernd þegar kemur að misnotkun eigin ímyndar og raddar,“ segir Hjördís. „Það er alveg full þörf á því.“
Höfundar- og hugverkaréttur Gervigreind Persónuvernd Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira