Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2025 07:13 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. VR Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. Ráðherrann, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, boðaði ný útlendingalög í haust í grein sem birtist á Vísi í gær, þar sem hún sagði meðal annars að endurskoða þyrfti reglur um dvalarleyfi. Í færslu á Facebook bendir Halla meðal annars á að langflestir innflytjendur á Íslandi komi frá löndum innan EES, þar af flestir frá Póllandi. Þeir þurfi ekki dvalarleyfi en sinni fjölda starfa sem haldi uppi samfélaginu. Flestir innflytjendur utan EES komi frá Úkraínu og Bandaríkjunum en þar fyrir utan frá Filippseyjum og þar séu filippseyskar konur helmingi fleiri en filippseyskir karlar. „Ein af ástæðunum er sú að filippseyskir hjúkrunarfræðingar halda uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi,“ segir Halla. „Dvalarleyfin sem dómsmálaráðherra ætlar að skera upp herör gegn eru í grunninn vegna starfa sem ekki fæst starfsfólk til að sinna á EES-svæðinu. Þar má nefna filippseysku hjúkrunarfræðingana en líka fjölda einstaklinga af afar ólíkum þjóðernum sem starfa hjá stórum fyrirtækjum á borð við Alvotech, Össur og CCP. Þessi fyrirtæki gætu tæplega starfað án einstaklinga utan EES,“ bætir hún við. Halla segir sannarlega þörf á jafnvægi og yfirvegun í umræðunni um útlendingamál. Ef markmiðið sé að fækka innflytjendum, sem sé hæpið í sjálfu sér, þurfi líklega að gera það í gegnum atvinnustefnu og þá sé spurning hvar grípa eigi niður. „Á að stuðla að minnkum ferðaþjónustunnar? Er hægt að fækka erlendu starfsfólki í byggingargeiranum? Hvernig má endurhanna fyrirtæki og stofnanir sem almennt reiða sig á erlent starfsfólk? Þetta eru stórar og aðkallandi spurningar og það má spyrja stjórnmálamenn hvort þeir séu tilbúnir að takast á við þær. Eða er kannski auðveldara að beina spjótunum bara að einstaklingum sem njóta hvað minnstra réttinda í samfélaginu?“ spyr Halla. „Í öllu falli virðist það vera lenskan.“ Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Ráðherrann, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, boðaði ný útlendingalög í haust í grein sem birtist á Vísi í gær, þar sem hún sagði meðal annars að endurskoða þyrfti reglur um dvalarleyfi. Í færslu á Facebook bendir Halla meðal annars á að langflestir innflytjendur á Íslandi komi frá löndum innan EES, þar af flestir frá Póllandi. Þeir þurfi ekki dvalarleyfi en sinni fjölda starfa sem haldi uppi samfélaginu. Flestir innflytjendur utan EES komi frá Úkraínu og Bandaríkjunum en þar fyrir utan frá Filippseyjum og þar séu filippseyskar konur helmingi fleiri en filippseyskir karlar. „Ein af ástæðunum er sú að filippseyskir hjúkrunarfræðingar halda uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi,“ segir Halla. „Dvalarleyfin sem dómsmálaráðherra ætlar að skera upp herör gegn eru í grunninn vegna starfa sem ekki fæst starfsfólk til að sinna á EES-svæðinu. Þar má nefna filippseysku hjúkrunarfræðingana en líka fjölda einstaklinga af afar ólíkum þjóðernum sem starfa hjá stórum fyrirtækjum á borð við Alvotech, Össur og CCP. Þessi fyrirtæki gætu tæplega starfað án einstaklinga utan EES,“ bætir hún við. Halla segir sannarlega þörf á jafnvægi og yfirvegun í umræðunni um útlendingamál. Ef markmiðið sé að fækka innflytjendum, sem sé hæpið í sjálfu sér, þurfi líklega að gera það í gegnum atvinnustefnu og þá sé spurning hvar grípa eigi niður. „Á að stuðla að minnkum ferðaþjónustunnar? Er hægt að fækka erlendu starfsfólki í byggingargeiranum? Hvernig má endurhanna fyrirtæki og stofnanir sem almennt reiða sig á erlent starfsfólk? Þetta eru stórar og aðkallandi spurningar og það má spyrja stjórnmálamenn hvort þeir séu tilbúnir að takast á við þær. Eða er kannski auðveldara að beina spjótunum bara að einstaklingum sem njóta hvað minnstra réttinda í samfélaginu?“ spyr Halla. „Í öllu falli virðist það vera lenskan.“
Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira