Innlent

Nokkuð um hávaðaút­köll

Atli Ísleifsson skrifar
Alls gista sjö manns fangageymslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina.
Alls gista sjö manns fangageymslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina.

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var nokkrum sinnum kölluð út vegna hvers kyns hávaða í gærkvöldi og í nótt.

Frá þessu greinir í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að í miðborg Reykjavíkur hafi verið tilkynnt um tónlistarhávaða á heimili þar sem húsráðandi hafi verið beðinn um að lækka.

Einnig voru tvö slík útköll til víðbótar austar í borginni. Þar var sömuleiðis óskað eftir aðstoð lögreglu vegna framkvæmdarhávaða eftir leyfilegan tíma, en þar fór lögregla á vettvang og bað aðila að hætta vinnu.

Í miðborg Reykjavíkur var lögregla kölluð út vegna slagsmála, en þegar lögreglu bar að garði voru viðkomandi farnir af vettvangi.

Alls gista sjö manns fangageymslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Nokkuð var um að ökumenn hafi verið handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×