Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 11:22 Strangtrúaðir gyðingar biðja við eitt að hliðunum að Musterishæðinni. Gyðingar mega samkvæmt gömlu samkomulagi heimsækja svæðið en ekki biðja þar. AP Photo/Ohad Zwigenberg) Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Yfirvöld í Jórdaníu hafa í raun stjórn á Musterishæðinni vegna gamals samkomulags og samkvæmt óskrifuðu samkomulagi milli Jórdana og Ísraela mega gyðingar heimsækja svæðið en ekki biðja þar. Undanfarin ár hefur ítrekað komið til átaka á þessu svæði en þó Jórdanar fari með formlega stjórn á því eru inngangar að því mannaðir ísraelskum lögregluþjónum og landamæravörðum. Sem þjóðaröryggisráðherra Ísrael er Ben Gvir hæst setti yfirmaður þeirra. Ráðamenn í Jórdaníu hafa þegar fordæmt bænastund Ben Gvir og segja hana blygðunarlaust brot á áðurnefndu samkomulagi og venjum, samkvæmt frétt Al Jazeera. Bænastundin hefur einnig verið fordæmd af leiðtogum Palestínu og ráðamönnum í Sádi-Arabíu. Í færslu sem hann birti í kjölfarið á samfélagsmiðlum kallaði Ben Gvir enn og aftur eftir því að Ísraelar hernæmu alla Gasaströndina og að Palestínumönnum yrði gert að yfirgefa svæðið. Sagði hann það einu leiðina til að bjarga þeim gíslum er enn eru í haldi Hamas og að sigra Hamas. Sjá einnig: Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja sex manns hafa dáið úr hungri í dag. Í heildina er fjöldi þeirra sem dáið hafa úr hungri kominn í 175 og þar af eru 93 börn. Að minnsta kosti 23 Palestínumenn voru þar að auki skotnir til bana í morgun, við það að reyna að verða sér út um matvæli og aðrar nauðsynjar. Slíkt hefur ítrekað gerst á undanförnum vikum. Segir stefnu Ísrael ekki hafa breyst Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sendi samkvæmt Times of Israel út yfirlýsingu eftir bænastundina umdeildu og staðhæfði þar að opinber stefna Ísraelsríkis væri að viðhalda samkomulaginu við Jórdaníu um Musterishæð. Það hefði ekki og myndi ekki breytast. Ben Gvir hefur þó allt frá því hann varð þjóðaröryggisráðherra árið 2022 ítrekað sagt opinberlega að hann vilji að gyðingar megi biðja á Musterishæðinni. Þetta var þó í fyrsta sinn sem hann gerir það með opinberum hætti en með honum voru um 1.250 aðrir gyðingar, samkvæmt stofnuninni sem stýrir Musterishæðinni fyrir hönd Jórdana. תיעוד מהר הבית: בן גביר הוביל את התפילה, עשרות רקדו ושרו https://t.co/5OEwX8dJ5a pic.twitter.com/CTKuuPOcL7— ערוץ 7 (@arutz7heb) August 3, 2025 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Yfirvöld í Jórdaníu hafa í raun stjórn á Musterishæðinni vegna gamals samkomulags og samkvæmt óskrifuðu samkomulagi milli Jórdana og Ísraela mega gyðingar heimsækja svæðið en ekki biðja þar. Undanfarin ár hefur ítrekað komið til átaka á þessu svæði en þó Jórdanar fari með formlega stjórn á því eru inngangar að því mannaðir ísraelskum lögregluþjónum og landamæravörðum. Sem þjóðaröryggisráðherra Ísrael er Ben Gvir hæst setti yfirmaður þeirra. Ráðamenn í Jórdaníu hafa þegar fordæmt bænastund Ben Gvir og segja hana blygðunarlaust brot á áðurnefndu samkomulagi og venjum, samkvæmt frétt Al Jazeera. Bænastundin hefur einnig verið fordæmd af leiðtogum Palestínu og ráðamönnum í Sádi-Arabíu. Í færslu sem hann birti í kjölfarið á samfélagsmiðlum kallaði Ben Gvir enn og aftur eftir því að Ísraelar hernæmu alla Gasaströndina og að Palestínumönnum yrði gert að yfirgefa svæðið. Sagði hann það einu leiðina til að bjarga þeim gíslum er enn eru í haldi Hamas og að sigra Hamas. Sjá einnig: Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja sex manns hafa dáið úr hungri í dag. Í heildina er fjöldi þeirra sem dáið hafa úr hungri kominn í 175 og þar af eru 93 börn. Að minnsta kosti 23 Palestínumenn voru þar að auki skotnir til bana í morgun, við það að reyna að verða sér út um matvæli og aðrar nauðsynjar. Slíkt hefur ítrekað gerst á undanförnum vikum. Segir stefnu Ísrael ekki hafa breyst Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sendi samkvæmt Times of Israel út yfirlýsingu eftir bænastundina umdeildu og staðhæfði þar að opinber stefna Ísraelsríkis væri að viðhalda samkomulaginu við Jórdaníu um Musterishæð. Það hefði ekki og myndi ekki breytast. Ben Gvir hefur þó allt frá því hann varð þjóðaröryggisráðherra árið 2022 ítrekað sagt opinberlega að hann vilji að gyðingar megi biðja á Musterishæðinni. Þetta var þó í fyrsta sinn sem hann gerir það með opinberum hætti en með honum voru um 1.250 aðrir gyðingar, samkvæmt stofnuninni sem stýrir Musterishæðinni fyrir hönd Jórdana. תיעוד מהר הבית: בן גביר הוביל את התפילה, עשרות רקדו ושרו https://t.co/5OEwX8dJ5a pic.twitter.com/CTKuuPOcL7— ערוץ 7 (@arutz7heb) August 3, 2025
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira