Fótbolti

Ólafur og Ás­mundur kalla þetta gott með lands­liðinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ásmundur og Ólafur verða ekki hluti af íslenska teyminu fyrir undankeppni HM.
Ásmundur og Ólafur verða ekki hluti af íslenska teyminu fyrir undankeppni HM. KSÍ

Ásmundur Haraldsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna í fótbolta. Þá hefur Ólafur Pétursson hefur látið af störfum sem markmannsþjálfari liðsins. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá.

Í færslu á samfélagsmiðlum KSÍ segir: 

„Ásmundur Haraldsson lætur nú af störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna. Ásmundur gegndi starfi aðstoðarþjálfara liðsins árin 2013-2018, tók aftur við stöðunni árið 2021 og hefur verið í þjálfarateymi íslenska liðsins á þremur stórmótum – EM 2017, EM 2022 og EM 2025.“

Þá er Ásmundi þakkað fyrir og honum óskað velfarnaðar í komandi verkefnum. 

Þar segir jafnframt um Ólaf: 

„Eftir tólf ár samfleytt í starfinu (frá 2013) lætur Ólafur Pétursson markmannsþjálfari A-landsliðs kvenna nú af störfum hjá liðinu. Ólafur var í þjálfarateymi íslenska liðsins á þremur stórmótum - EM 2017, EM 2022 og EM 2025.“

Ólafi er einnig þakkað fyrir og honum óskað velfarnaðar í komandi verkefnum.

„Leit að eftirmönnum Ásmundar og Ólafs er hafin. Ekki verða gerðar aðrar breytingar á þjálfarateyminu,“ segir á vef KSÍ um ákvörðunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×