Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2025 19:30 Sigurður kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við og bjóði eldri borgurum sem verða fyrir ofbeldi upp á alvöru úrræði. Vísir/Bjarni Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. Alvarlegt ofbeldi ættingja gegn eldri borgurum er það heimilisofbeldi sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkahlíð sem ræddi málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilefnið er andlát áttræðs karlmanns sem lést í apríl eftir næturlanga líkamsárás dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru á hendur dótturinni lét hún högg og spörk dynja á foreldrum sínum í tíu klukkustundir áður en maðurinn örmagnaðist og lést á flótta af heimili sínu. Áður en dóttir mannsins varð honum að bana þann 11. apríl síðastliðinn hafði hann og móðir hennar margsinnis leitað sér aðstoð lækna vegna árásarinnar. Örfáum dögum fyrir andlátið hafði hann legið inni á spítala í tvo daga eftir alvarlega árás. Geti hvergi leitað Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður Landssambands eldri borgara segir málið sýna svart á hvítu að eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi fjölskyldumeðlima geti hvergi leitað. „Þegar lögreglan mætir á staðinn þá getur hún ekkert vísað málinu til einhvers sem tæki við málinu heldur fer þetta bara í skýrslubunka,“ segir Sigurður sem segist vilja sjá sambærileg úrræði standa öldruðum til boða og býst börnum sem verða fyrir ofbeldi. „Þegar lögregla mætir á staðinn og það er grunur um ofbeldi gegn barni þá er kallaður til fulltrúi frá Barnavernd sem kemur á staðinn þannig lögregla fer ekki af staðnum fyrr en sá fulltrúi er kominn og tekur við málinu. Það er til umboðsmaður barna. Af hverju getur sá sami aðili ekki líka verið umboðsmaður eldri borgara?“ Hann segir ljóst að um falið vandamál sé að ræða, rannsóknir erlendis frá sýni að tilkynnt brot séu einungis toppurinn á ísjakanum. „Og það er talað um að sextán prósent á aldrinum sextíu ára plús verði fyrir ofbeldi og ef við uppfærum þetta á Ísland erum að tala um um og yfir þúsund tilfelli á ári.“ Lögreglumál Eldri borgarar Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Alvarlegt ofbeldi ættingja gegn eldri borgurum er það heimilisofbeldi sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkahlíð sem ræddi málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilefnið er andlát áttræðs karlmanns sem lést í apríl eftir næturlanga líkamsárás dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru á hendur dótturinni lét hún högg og spörk dynja á foreldrum sínum í tíu klukkustundir áður en maðurinn örmagnaðist og lést á flótta af heimili sínu. Áður en dóttir mannsins varð honum að bana þann 11. apríl síðastliðinn hafði hann og móðir hennar margsinnis leitað sér aðstoð lækna vegna árásarinnar. Örfáum dögum fyrir andlátið hafði hann legið inni á spítala í tvo daga eftir alvarlega árás. Geti hvergi leitað Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður Landssambands eldri borgara segir málið sýna svart á hvítu að eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi fjölskyldumeðlima geti hvergi leitað. „Þegar lögreglan mætir á staðinn þá getur hún ekkert vísað málinu til einhvers sem tæki við málinu heldur fer þetta bara í skýrslubunka,“ segir Sigurður sem segist vilja sjá sambærileg úrræði standa öldruðum til boða og býst börnum sem verða fyrir ofbeldi. „Þegar lögregla mætir á staðinn og það er grunur um ofbeldi gegn barni þá er kallaður til fulltrúi frá Barnavernd sem kemur á staðinn þannig lögregla fer ekki af staðnum fyrr en sá fulltrúi er kominn og tekur við málinu. Það er til umboðsmaður barna. Af hverju getur sá sami aðili ekki líka verið umboðsmaður eldri borgara?“ Hann segir ljóst að um falið vandamál sé að ræða, rannsóknir erlendis frá sýni að tilkynnt brot séu einungis toppurinn á ísjakanum. „Og það er talað um að sextán prósent á aldrinum sextíu ára plús verði fyrir ofbeldi og ef við uppfærum þetta á Ísland erum að tala um um og yfir þúsund tilfelli á ári.“
Lögreglumál Eldri borgarar Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00