Fótbolti

Andri Fannar til Tyrk­lands

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mættur til Tyrklands.
Mættur til Tyrklands. Kasımpaşa Spor Kulübü

Tyrkneska efstu deildarliðið Kasımpaşa Spor Kulübü hefur fest kaup á íslenska miðjumanninum Andra Fannari Baldurssyni. Hann kemur frá Bologna sem leikur í efstu deild Ítalíu en þar hafa tækifærin verið af skornum skammti.

Hinn 23 ára gamli Andri Fannar á að baki tíu A-landsleiki en hefur ekki verið í myndinni undanfarin misseri. Hann lék síðast með sænska liðinu Elfsborg en Bologna lánaði hann einnig til FC Kaupmannahafnar í Danmörku og NEC Nijmegen í Hollandi.

Fyrir skemmstu ákvað Bologna að nýja ákvæði í samningi Andra Fannars og framlengja samning hans um eitt ár. Því þurfti Kasımpaşa, sem endaði í 10. sæti efstu deildar Tyrklands á síðustu leiktíð, að kaupa hann af ítalska liðinu. Kaupverðið kemur þó hvergi fram.

Andri Fannar skrifar undir þriggja ára samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×