Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2025 12:01 Olíubrák liggur yfir bílaplaninu við kirkjuna og Sigurður Már Hannesson sóknarprestur er þreyttur á stöðunni. Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Í vikunni var hundruð lítrum af olíu stolið úr flutningabílum flutningafyrirtækisins Fraktlausna auk þess sem vörubílstjóri greip þjóf glóðvolgan í slíkum erindagjörðum í Bústaðahverfi um miðja nótt. Framkvæmdastjóri Fraktlausna sagði fleiri fyrirtæki hafa lent í slíkum þjófnaði og að hann teldi höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum. Fréttastofa greindi frá einum slíkum við Miklubraut í maí síðastliðnum. Annar slíkur bíll fullur af brúsum er á bílaplani við Seljakirkju í Reykjavík. Sigurður Már Hannesson sóknarprestur segir bílinn hafa verið þar svo mánuðum skiptir. „Þessi bíll og fleiri hafa verið á planinu hjá okkur lengi vel. Rauninni höfum við verið í allt sumar í sambandi við bæði Reykjavíkurborg, við lögregluna, við heilbrigðiseftirlitið til þess að reyna að fá þessa bíla fjarlægða,“ segir Sigurður sem segir augljóst að slíkur bíll geti valdið mikilli eldhættu á bílastæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Áður hefur lögregla hvatt vörubílstjóra til að láta vita verði þeir fyrir þjófnaði á díseolíu og sagt um þjófafaraldur að ræða. Sigurður segir þetta hvimleitt vandamál. „Það gerist oft að plön eins og þessi, bílaplön, að það hrannist upp bílar og verði til þessir „bílakirkjugarðar,“ ef við getum orðað það svoleiðis. Og yfirvöld hafa verið svolítið sein að grípa í taumana og fjarlæga þessa bíla.“ Hann segir líkt og lögreglan að bílarnir hafi einn af öðrum horfið af bílaplaninu en ekki nógu margir. „Og þessi bíll og nokkrir aðrir eru þarna eftir. Við vitum náttúrulega ekkert hvort þetta séu sömu menn, sömu bílar, sama fólk og hafa verið í þessum þjófnaði þarna umrædda en við verðum að bíða átekta hvað þetta varðar.“ Lögreglumál Reykjavík Þjóðkirkjan Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Í vikunni var hundruð lítrum af olíu stolið úr flutningabílum flutningafyrirtækisins Fraktlausna auk þess sem vörubílstjóri greip þjóf glóðvolgan í slíkum erindagjörðum í Bústaðahverfi um miðja nótt. Framkvæmdastjóri Fraktlausna sagði fleiri fyrirtæki hafa lent í slíkum þjófnaði og að hann teldi höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum. Fréttastofa greindi frá einum slíkum við Miklubraut í maí síðastliðnum. Annar slíkur bíll fullur af brúsum er á bílaplani við Seljakirkju í Reykjavík. Sigurður Már Hannesson sóknarprestur segir bílinn hafa verið þar svo mánuðum skiptir. „Þessi bíll og fleiri hafa verið á planinu hjá okkur lengi vel. Rauninni höfum við verið í allt sumar í sambandi við bæði Reykjavíkurborg, við lögregluna, við heilbrigðiseftirlitið til þess að reyna að fá þessa bíla fjarlægða,“ segir Sigurður sem segir augljóst að slíkur bíll geti valdið mikilli eldhættu á bílastæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. Áður hefur lögregla hvatt vörubílstjóra til að láta vita verði þeir fyrir þjófnaði á díseolíu og sagt um þjófafaraldur að ræða. Sigurður segir þetta hvimleitt vandamál. „Það gerist oft að plön eins og þessi, bílaplön, að það hrannist upp bílar og verði til þessir „bílakirkjugarðar,“ ef við getum orðað það svoleiðis. Og yfirvöld hafa verið svolítið sein að grípa í taumana og fjarlæga þessa bíla.“ Hann segir líkt og lögreglan að bílarnir hafi einn af öðrum horfið af bílaplaninu en ekki nógu margir. „Og þessi bíll og nokkrir aðrir eru þarna eftir. Við vitum náttúrulega ekkert hvort þetta séu sömu menn, sömu bílar, sama fólk og hafa verið í þessum þjófnaði þarna umrædda en við verðum að bíða átekta hvað þetta varðar.“
Lögreglumál Reykjavík Þjóðkirkjan Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20
Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent