Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 11:00 Gísli Gottskálk Þórðarson í leik með Lech Poznan í 7-1 sigri á Blikum í fyrri leiknum. Getty/Grzegorz Wajda Gísli Gottskálk Þórðarson kom hingað til lands ásamt félögum hans í liði Lech Poznan í dag. Hann segir sérstaka tilfinningu að mæta íslensku liði í Evrópukeppni. Gísli Gottskálk er að komast aftur á fullt eftir meiðsli sem hafa plagað hann síðustu misseri. Hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla og ökklinn að stríða honum í sumar. Hann virðist þó vera að stimpla sig inn og skoraði auk þess að leggja upp í sigri í pólsku deildinni um helgina. Eftir það er skemmtilegt að kíkja aðeins heim til Íslands. Hann kemur heim í alíslenskar aðstæður. „Maður fékk smá hraun frá liðsfélögunum fyrir veðrið hérna en ég þurfti bara að taka það á kassann því ég get ekkert gert mikið í því,“ sagði Gísli Gottskálk í samtali við Val Pál Eiríksson. Er ekkert skrýtið að koma hingað og vera að fara á spila á móti íslensku liði fyrir hönd erlends liðs. „Jú, það er alveg skrýtin tilfinning. Mér finnst það frekar furðulegt en gaman líka. Þetta er meira skemmtilegt heldur en ekki,“ sagði Gísli. Fyrri leikurinn ytra var þá merkilegur. Poznan-liðar hreinlega völtuðu yfir Blika, unnu þá 7-1 þar sem Breiðablik var manni færra stóran hluta leiksins. Gísli kom inn sem varamaður um miðjan fyrri hálfleik og sagði það einnig sérstaka tilfinningu. „Mér fannst þetta smá skrýtið. Þetta var ekki eins og ég væri að spila venjulegan leik. Það var skrýtið að spila á móti vinum sínum erlendis en svo reynir maður bara að venjast því,“ sagði Gísli. Finnur hann traust frá þjálfara Lech Poznan nú þegar hann er að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli. „Ég byrjaði fyrsta leikinn í deildinni en það eru margir leikir og það er mikið af róteringum. Ég upplifi mikið traust og ég veit að ég mun fá stórt hlutverk núna. Ég reyni að skila því eins vel og ég get,“ sagði Gísli. Leikur Breiðabliks og Lech Poznan hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Pólland Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira
Gísli Gottskálk er að komast aftur á fullt eftir meiðsli sem hafa plagað hann síðustu misseri. Hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla og ökklinn að stríða honum í sumar. Hann virðist þó vera að stimpla sig inn og skoraði auk þess að leggja upp í sigri í pólsku deildinni um helgina. Eftir það er skemmtilegt að kíkja aðeins heim til Íslands. Hann kemur heim í alíslenskar aðstæður. „Maður fékk smá hraun frá liðsfélögunum fyrir veðrið hérna en ég þurfti bara að taka það á kassann því ég get ekkert gert mikið í því,“ sagði Gísli Gottskálk í samtali við Val Pál Eiríksson. Er ekkert skrýtið að koma hingað og vera að fara á spila á móti íslensku liði fyrir hönd erlends liðs. „Jú, það er alveg skrýtin tilfinning. Mér finnst það frekar furðulegt en gaman líka. Þetta er meira skemmtilegt heldur en ekki,“ sagði Gísli. Fyrri leikurinn ytra var þá merkilegur. Poznan-liðar hreinlega völtuðu yfir Blika, unnu þá 7-1 þar sem Breiðablik var manni færra stóran hluta leiksins. Gísli kom inn sem varamaður um miðjan fyrri hálfleik og sagði það einnig sérstaka tilfinningu. „Mér fannst þetta smá skrýtið. Þetta var ekki eins og ég væri að spila venjulegan leik. Það var skrýtið að spila á móti vinum sínum erlendis en svo reynir maður bara að venjast því,“ sagði Gísli. Finnur hann traust frá þjálfara Lech Poznan nú þegar hann er að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli. „Ég byrjaði fyrsta leikinn í deildinni en það eru margir leikir og það er mikið af róteringum. Ég upplifi mikið traust og ég veit að ég mun fá stórt hlutverk núna. Ég reyni að skila því eins vel og ég get,“ sagði Gísli. Leikur Breiðabliks og Lech Poznan hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Pólland Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira