Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 09:03 Hannah Hampton fagnar í leikslok ásamt varamarkverði sínum Khiöru Keating sem hefur hoppað upp í fangið á henni. Getty/Harriet Lander Enska kvennalandsliðið í fótbolta varði Evrópumeistaratitil sinn í gær eftir sigur á heimsmeisturum Spánar í vítakeppni í Basel. Hetja liðsins var ásamt fleirum markvörðurinn Hannah Hampton. Hannah Hampton varði tvær af fyrstu þremur vítaspyrnum Spánverja í vítakeppninni og sú fjórða fór síðan framhjá. Spekingarnir í útsendingu norska ríkisútvarpsins komu augu á brellu Englendinga sem gæti hafa átt stóran þátt í sigrinum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Starfsmenn enska landsliðsins undirbjuggu Hampton með sérstökum hætti fyrir vítakeppnina. Þeir klipptu hluta af markmannstreyju Hampton og límdu á hana miða með upplýsingum um vítaskyttur spænska liðsins. „Það er svo klassískt að Englendingum detti svona í hug. Þeir vilja alltaf gera hlutina aðeins öðruvísi,“ sagði Andrine Hegerberg, knattspyrnusérfræðingur NRK. Það er þekkt að markverðir séu með upplýsingar um vítaskyttur mótherjanna á vatnsflöskum sínum en enska liðið fór aðra leið að þessu sinni. „Þetta er frábært. Allir ættu að hafa þetta á vatnsflöskunni en staðreyndin er sú að þú gleymir oft því sem þú varst að skoða í spenningnum, þegar þú lætur frá þér flöskuna. Þarna getur hún bara skoðað miðann á hendinni rétt fyrir spyrnuna og hún er með allt á hreinu,“ sagði Kristoffer Løkberg, annar sérfræðingur NRK. Hannah Hampton er 24 ára gömul og leikmaður Chelsea. Saga hennar er stórmerkileg því sem ung stúlka var því spáð að hún gæti ekki spilað fótbolta vegna augnsjúkdóms. Hún fór í margar aðgerðir og gafst aldrei upp. Hún var í EM-hópnum á síðasta Evrópumóti líka en spilaði þá ekki leik því Mary Earps var þá aðalmarkvörður liðsins. Earps gaf ekki lengur kost á sér í landsliðið þegar landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman ýjaði að því að Hampton væri aðeins á undan henni í vetur. Hampton nýtti tækifærið og átti mikinn þátt í sigrum enska liðsins í tveimur vítakeppnum á mótinu. Hún varði líka margoft vel í leikjum enska liðsins. Enska þjóðin saknar því ekki Mary Earps mikið í dag. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Hannah Hampton varði tvær af fyrstu þremur vítaspyrnum Spánverja í vítakeppninni og sú fjórða fór síðan framhjá. Spekingarnir í útsendingu norska ríkisútvarpsins komu augu á brellu Englendinga sem gæti hafa átt stóran þátt í sigrinum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Starfsmenn enska landsliðsins undirbjuggu Hampton með sérstökum hætti fyrir vítakeppnina. Þeir klipptu hluta af markmannstreyju Hampton og límdu á hana miða með upplýsingum um vítaskyttur spænska liðsins. „Það er svo klassískt að Englendingum detti svona í hug. Þeir vilja alltaf gera hlutina aðeins öðruvísi,“ sagði Andrine Hegerberg, knattspyrnusérfræðingur NRK. Það er þekkt að markverðir séu með upplýsingar um vítaskyttur mótherjanna á vatnsflöskum sínum en enska liðið fór aðra leið að þessu sinni. „Þetta er frábært. Allir ættu að hafa þetta á vatnsflöskunni en staðreyndin er sú að þú gleymir oft því sem þú varst að skoða í spenningnum, þegar þú lætur frá þér flöskuna. Þarna getur hún bara skoðað miðann á hendinni rétt fyrir spyrnuna og hún er með allt á hreinu,“ sagði Kristoffer Løkberg, annar sérfræðingur NRK. Hannah Hampton er 24 ára gömul og leikmaður Chelsea. Saga hennar er stórmerkileg því sem ung stúlka var því spáð að hún gæti ekki spilað fótbolta vegna augnsjúkdóms. Hún fór í margar aðgerðir og gafst aldrei upp. Hún var í EM-hópnum á síðasta Evrópumóti líka en spilaði þá ekki leik því Mary Earps var þá aðalmarkvörður liðsins. Earps gaf ekki lengur kost á sér í landsliðið þegar landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman ýjaði að því að Hampton væri aðeins á undan henni í vetur. Hampton nýtti tækifærið og átti mikinn þátt í sigrum enska liðsins í tveimur vítakeppnum á mótinu. Hún varði líka margoft vel í leikjum enska liðsins. Enska þjóðin saknar því ekki Mary Earps mikið í dag. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira