Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 07:31 Lucy Bronze spilaði í gegnum meiðsli sem myndu halda flestum frá fótboltavellinum. Getty/Leiting Gao Lucy Bronze er ein af hetjum enska kvennalandsliðsins sem tryggði sér Evrópumeistartitilinn í gær en hún bjó líklegast til nýja skilgreiningu á því á þessu móti hvað það þýðir að harka af sér. Bronze sagði frá því í viðtali eftir úrslitaleikinn á móti Spáni að hún hafi spilað fótbrotin á mótinu. Bronze er með sprungu í sköflungnum en lét það ekki stoppa sig heldur spilaði í gegnum meiðslin. Bronze er 33 ára gömul og er elst í enska liðinu. Það er líklegt að þetta sé hennar síðasta Evrópumót. Hún ætlaði ekki að missa af því. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Bronze átti mikinn þátt í endurkomunni á móti Svíum í átta liða úrslitunum þar sem hún skoraði mikilvægt mark eftir að Svíar komust í 2-0. Hún skoraði svo aftur úr sínu víti í vítakeppninni. Bronze þurfti að yfirgefa völlinn í úrslitaleiknum en það var vegna annarra meiðsla og meiðsla á hinum fætinum. „Ég hef reyndar spilað allt mótið með sprungu í sköflungnum og svo náði ég að meiða mig á hnénu á hinum fætinum,“ sagði Lucy Bronze við BBC. „Þess vegna fékk ég svo mikið hrós frá stelpunum eftir Svíaleikinn. Þetta hefur verið mjög sársaukafullt. Þetta er samt bara það sem það kostar þig að spila fyrir England og ég er til í það,“ sagði hin ótrúlega Bronze. Hún viðurkenndi samt að þetta hafi verið hrikalega vont. „Við misstum aldrei trúna á okkur sjálfar. Það var mikill hávaði fyrir utan liðið en við þjöppuðum okkur saman og grófum djúpt. Það er svo mikill innblástur að fá að vera hluti af þessu liði. Það er ótrúlegt hvað við höfum afrekað,“ sagði Bronze. „Það er stórkostleg tilfinning sem fylgir því að vinna í vítakeppni en það er líka hræðilegt að tapa úrslitaleik þannig. Ég þekki vel margar af þessum Barcelona stelpum sem klikkuðu á víti. Það er mjög erfitt en ég var líka í þessum sporum fyrir nokkrum árum,“ sagði Bronze. „Við áttum bara að vinna þetta mót og við sýndum mikla þrautseigju í dag. Við höfum sýnt öllum það á þessu móti að þú verður alltaf að trúa á þig sjálfan sama hvað aðrir segja um þig,“ sagði Bronze. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) EM 2025 í Sviss Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Bronze sagði frá því í viðtali eftir úrslitaleikinn á móti Spáni að hún hafi spilað fótbrotin á mótinu. Bronze er með sprungu í sköflungnum en lét það ekki stoppa sig heldur spilaði í gegnum meiðslin. Bronze er 33 ára gömul og er elst í enska liðinu. Það er líklegt að þetta sé hennar síðasta Evrópumót. Hún ætlaði ekki að missa af því. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Bronze átti mikinn þátt í endurkomunni á móti Svíum í átta liða úrslitunum þar sem hún skoraði mikilvægt mark eftir að Svíar komust í 2-0. Hún skoraði svo aftur úr sínu víti í vítakeppninni. Bronze þurfti að yfirgefa völlinn í úrslitaleiknum en það var vegna annarra meiðsla og meiðsla á hinum fætinum. „Ég hef reyndar spilað allt mótið með sprungu í sköflungnum og svo náði ég að meiða mig á hnénu á hinum fætinum,“ sagði Lucy Bronze við BBC. „Þess vegna fékk ég svo mikið hrós frá stelpunum eftir Svíaleikinn. Þetta hefur verið mjög sársaukafullt. Þetta er samt bara það sem það kostar þig að spila fyrir England og ég er til í það,“ sagði hin ótrúlega Bronze. Hún viðurkenndi samt að þetta hafi verið hrikalega vont. „Við misstum aldrei trúna á okkur sjálfar. Það var mikill hávaði fyrir utan liðið en við þjöppuðum okkur saman og grófum djúpt. Það er svo mikill innblástur að fá að vera hluti af þessu liði. Það er ótrúlegt hvað við höfum afrekað,“ sagði Bronze. „Það er stórkostleg tilfinning sem fylgir því að vinna í vítakeppni en það er líka hræðilegt að tapa úrslitaleik þannig. Ég þekki vel margar af þessum Barcelona stelpum sem klikkuðu á víti. Það er mjög erfitt en ég var líka í þessum sporum fyrir nokkrum árum,“ sagði Bronze. „Við áttum bara að vinna þetta mót og við sýndum mikla þrautseigju í dag. Við höfum sýnt öllum það á þessu móti að þú verður alltaf að trúa á þig sjálfan sama hvað aðrir segja um þig,“ sagði Bronze. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira