Fótbolti

Rúnar Kristins­son: Glaðir með stigið

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Rúnar Kristinsson er þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson er þjálfari Fram Vísir/Diego

„Víkingur er með ofboðslega gott lið og eftir að þeir skoruðu þá tóku þeir gjörsamlega yfir leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Víkingum í kvöld.

„Við vorum heppnir að komast inn í hálfleikinn í stöðunni 1-1, skoruðum frábært mark eftir skyndisókn en það var eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leikinn að við ætluðum að reyna að nýta okkur.“

„Fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik voru í lagi en svo taka þeir gjörsamlega yfir og við erum bara heppnir að staðan hafi bara verið 2-1 þegar þeir skora loksins annað markið sitt því Viktor Freyr Sigurðsson var búinn að verja alveg stórkostlega. Við tókum svo alla sénsa í heiminum í restina til þess að jafna og við gerum það. Ég segi ekki að við höfum átt það skilið en engu að síður erum við mjög glaðir að hafa náð stigi.“

Framarar eru í 4. sæti með 24 stig eftir leikinn og taplausir í síðustu 6 leikjum í deildinni. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem ná að halda sér nálægt topp sætunum.

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir sjálfstraustið að halda því á góðum stað og hafa trú á því sem við erum að gera. Víkingar eru með frábæran mannskap og vel samhæft lið og það er erfitt við þá að eiga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×