Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júlí 2025 19:27 Henry segir að líklega þurfi stjórnmálamenn að sætta sig við að verða fyrir barðinu á gervigreindarmyndböndum þar sem þeim eru eignuð orð sem þeir sögðu ekki. Hins vegar sé alvarlegra þegar slík myndbönd sýni fréttamenn eða aðra sem þurfi í hlutverkum sínum að treysta á trúverðugleika. Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. Í myndbandinu má meðal annars sjá Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul á Sýn, fara með tölfræði um þá sem fengu fjárhagsaðstoð frá borginni. Það er bara einn hængur á: Hún sagði þetta aldrei, en með hjálp gervigreindar er nokkuð auðvelt að láta líta út fyrir að hún hafi gert það. Fleiri þekktum andlitum bregður fyrir í myndbandinu, sem birtist með fyrirvara um að það væri gert með gervigreind. Þau eru mislík fyrirmyndum sínum og raddbeitingin ekki fullkomin í öllum tilfellum. Henry Alexander Henrysson er heimspekingur. Vísir/Sigurjón Bjóst við áhrifunum fyrr Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir þróun í þessa átt áhyggjuefni, en kveðst hissa á að hún hafi ekki komið fram fyrr. „Ég bjóst við þessu á síðasta ári, jafnvel í kringum allar þær kosningar sem voru á síðasta ári. Þetta er byrjað núna af miklum krafti, kannski meira erlendis, en núna komið til Íslands. Ég hugsa að við sjáum miklu meira af þessu á komandi misserum,“ segir Henry Alexander Henrysson. Samfélagið sé ekki undir það búið að tækninni fleygi fram, og erfiðara verði að greina á milli raunverulegra myndbanda og gervigreindar. „Þetta sýnir enn og aftur fram á mikilvægi hefðbundinnar fjölmiðlunar. Þegar fólk heldur að það geti bara fengið sínar fréttir með klippum á samfélagsmiðlum. Þú getur með engu móti í framtíðinni vitað hvaða klippur eru réttar og hverjar ekki.“ Kosningar framtíðarinnar undirlagðar af gervigreindarefni Þróuninni verði ekki snúið við, en auka þurfi meðvitund í samfélaginu. „Það er spurning hvort við getum fengið einhvers konar samfélagssáttmála, að það sé til dæmis litið niður á það og það verði ekki samþykkt að svona sé gert með fréttamönnum og þeir látnir segja svona hluti. Ég hugsa að stjórnmálamenn þurfi að þola það að þeim verði lögð orð í munn, en þeim hafa líka verið lögð orð í munn lengi.“ Kosningar framtíðarinnar kunni að litast verulega af tækniframförum sem hafa orðið í gervigreind. „Ég hélt að á síðasta ári myndum við sjá miklu meira um þetta og miklu meiri truflun á kosningunum með aðstoð skapandi gervigreindar. Það gerðist ekki en það mun gerast í framtíðinni.“ Miklu máli skipti hvernig gervigreindin verði notuð þegar fram líða stundir. Listamenn og grínistar muni sennilega í auknum mæli nýta tæknina í verkum sínum. „En þegar það er verið að nota hana til að búa til ákveðna upplýsingaóreiðu og draga inn ákveðnar starfsstéttir sem byggja á sínum trúverðugleika, þá verður þetta miklu alvarlegra,“ segir Henry Alexander. Gervigreind Tækni Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira
Í myndbandinu má meðal annars sjá Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul á Sýn, fara með tölfræði um þá sem fengu fjárhagsaðstoð frá borginni. Það er bara einn hængur á: Hún sagði þetta aldrei, en með hjálp gervigreindar er nokkuð auðvelt að láta líta út fyrir að hún hafi gert það. Fleiri þekktum andlitum bregður fyrir í myndbandinu, sem birtist með fyrirvara um að það væri gert með gervigreind. Þau eru mislík fyrirmyndum sínum og raddbeitingin ekki fullkomin í öllum tilfellum. Henry Alexander Henrysson er heimspekingur. Vísir/Sigurjón Bjóst við áhrifunum fyrr Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir þróun í þessa átt áhyggjuefni, en kveðst hissa á að hún hafi ekki komið fram fyrr. „Ég bjóst við þessu á síðasta ári, jafnvel í kringum allar þær kosningar sem voru á síðasta ári. Þetta er byrjað núna af miklum krafti, kannski meira erlendis, en núna komið til Íslands. Ég hugsa að við sjáum miklu meira af þessu á komandi misserum,“ segir Henry Alexander Henrysson. Samfélagið sé ekki undir það búið að tækninni fleygi fram, og erfiðara verði að greina á milli raunverulegra myndbanda og gervigreindar. „Þetta sýnir enn og aftur fram á mikilvægi hefðbundinnar fjölmiðlunar. Þegar fólk heldur að það geti bara fengið sínar fréttir með klippum á samfélagsmiðlum. Þú getur með engu móti í framtíðinni vitað hvaða klippur eru réttar og hverjar ekki.“ Kosningar framtíðarinnar undirlagðar af gervigreindarefni Þróuninni verði ekki snúið við, en auka þurfi meðvitund í samfélaginu. „Það er spurning hvort við getum fengið einhvers konar samfélagssáttmála, að það sé til dæmis litið niður á það og það verði ekki samþykkt að svona sé gert með fréttamönnum og þeir látnir segja svona hluti. Ég hugsa að stjórnmálamenn þurfi að þola það að þeim verði lögð orð í munn, en þeim hafa líka verið lögð orð í munn lengi.“ Kosningar framtíðarinnar kunni að litast verulega af tækniframförum sem hafa orðið í gervigreind. „Ég hélt að á síðasta ári myndum við sjá miklu meira um þetta og miklu meiri truflun á kosningunum með aðstoð skapandi gervigreindar. Það gerðist ekki en það mun gerast í framtíðinni.“ Miklu máli skipti hvernig gervigreindin verði notuð þegar fram líða stundir. Listamenn og grínistar muni sennilega í auknum mæli nýta tæknina í verkum sínum. „En þegar það er verið að nota hana til að búa til ákveðna upplýsingaóreiðu og draga inn ákveðnar starfsstéttir sem byggja á sínum trúverðugleika, þá verður þetta miklu alvarlegra,“ segir Henry Alexander.
Gervigreind Tækni Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira