Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júlí 2025 19:27 Henry segir að líklega þurfi stjórnmálamenn að sætta sig við að verða fyrir barðinu á gervigreindarmyndböndum þar sem þeim eru eignuð orð sem þeir sögðu ekki. Hins vegar sé alvarlegra þegar slík myndbönd sýni fréttamenn eða aðra sem þurfi í hlutverkum sínum að treysta á trúverðugleika. Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. Í myndbandinu má meðal annars sjá Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul á Sýn, fara með tölfræði um þá sem fengu fjárhagsaðstoð frá borginni. Það er bara einn hængur á: Hún sagði þetta aldrei, en með hjálp gervigreindar er nokkuð auðvelt að láta líta út fyrir að hún hafi gert það. Fleiri þekktum andlitum bregður fyrir í myndbandinu, sem birtist með fyrirvara um að það væri gert með gervigreind. Þau eru mislík fyrirmyndum sínum og raddbeitingin ekki fullkomin í öllum tilfellum. Henry Alexander Henrysson er heimspekingur. Vísir/Sigurjón Bjóst við áhrifunum fyrr Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir þróun í þessa átt áhyggjuefni, en kveðst hissa á að hún hafi ekki komið fram fyrr. „Ég bjóst við þessu á síðasta ári, jafnvel í kringum allar þær kosningar sem voru á síðasta ári. Þetta er byrjað núna af miklum krafti, kannski meira erlendis, en núna komið til Íslands. Ég hugsa að við sjáum miklu meira af þessu á komandi misserum,“ segir Henry Alexander Henrysson. Samfélagið sé ekki undir það búið að tækninni fleygi fram, og erfiðara verði að greina á milli raunverulegra myndbanda og gervigreindar. „Þetta sýnir enn og aftur fram á mikilvægi hefðbundinnar fjölmiðlunar. Þegar fólk heldur að það geti bara fengið sínar fréttir með klippum á samfélagsmiðlum. Þú getur með engu móti í framtíðinni vitað hvaða klippur eru réttar og hverjar ekki.“ Kosningar framtíðarinnar undirlagðar af gervigreindarefni Þróuninni verði ekki snúið við, en auka þurfi meðvitund í samfélaginu. „Það er spurning hvort við getum fengið einhvers konar samfélagssáttmála, að það sé til dæmis litið niður á það og það verði ekki samþykkt að svona sé gert með fréttamönnum og þeir látnir segja svona hluti. Ég hugsa að stjórnmálamenn þurfi að þola það að þeim verði lögð orð í munn, en þeim hafa líka verið lögð orð í munn lengi.“ Kosningar framtíðarinnar kunni að litast verulega af tækniframförum sem hafa orðið í gervigreind. „Ég hélt að á síðasta ári myndum við sjá miklu meira um þetta og miklu meiri truflun á kosningunum með aðstoð skapandi gervigreindar. Það gerðist ekki en það mun gerast í framtíðinni.“ Miklu máli skipti hvernig gervigreindin verði notuð þegar fram líða stundir. Listamenn og grínistar muni sennilega í auknum mæli nýta tæknina í verkum sínum. „En þegar það er verið að nota hana til að búa til ákveðna upplýsingaóreiðu og draga inn ákveðnar starfsstéttir sem byggja á sínum trúverðugleika, þá verður þetta miklu alvarlegra,“ segir Henry Alexander. Gervigreind Tækni Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í myndbandinu má meðal annars sjá Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul á Sýn, fara með tölfræði um þá sem fengu fjárhagsaðstoð frá borginni. Það er bara einn hængur á: Hún sagði þetta aldrei, en með hjálp gervigreindar er nokkuð auðvelt að láta líta út fyrir að hún hafi gert það. Fleiri þekktum andlitum bregður fyrir í myndbandinu, sem birtist með fyrirvara um að það væri gert með gervigreind. Þau eru mislík fyrirmyndum sínum og raddbeitingin ekki fullkomin í öllum tilfellum. Henry Alexander Henrysson er heimspekingur. Vísir/Sigurjón Bjóst við áhrifunum fyrr Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir þróun í þessa átt áhyggjuefni, en kveðst hissa á að hún hafi ekki komið fram fyrr. „Ég bjóst við þessu á síðasta ári, jafnvel í kringum allar þær kosningar sem voru á síðasta ári. Þetta er byrjað núna af miklum krafti, kannski meira erlendis, en núna komið til Íslands. Ég hugsa að við sjáum miklu meira af þessu á komandi misserum,“ segir Henry Alexander Henrysson. Samfélagið sé ekki undir það búið að tækninni fleygi fram, og erfiðara verði að greina á milli raunverulegra myndbanda og gervigreindar. „Þetta sýnir enn og aftur fram á mikilvægi hefðbundinnar fjölmiðlunar. Þegar fólk heldur að það geti bara fengið sínar fréttir með klippum á samfélagsmiðlum. Þú getur með engu móti í framtíðinni vitað hvaða klippur eru réttar og hverjar ekki.“ Kosningar framtíðarinnar undirlagðar af gervigreindarefni Þróuninni verði ekki snúið við, en auka þurfi meðvitund í samfélaginu. „Það er spurning hvort við getum fengið einhvers konar samfélagssáttmála, að það sé til dæmis litið niður á það og það verði ekki samþykkt að svona sé gert með fréttamönnum og þeir látnir segja svona hluti. Ég hugsa að stjórnmálamenn þurfi að þola það að þeim verði lögð orð í munn, en þeim hafa líka verið lögð orð í munn lengi.“ Kosningar framtíðarinnar kunni að litast verulega af tækniframförum sem hafa orðið í gervigreind. „Ég hélt að á síðasta ári myndum við sjá miklu meira um þetta og miklu meiri truflun á kosningunum með aðstoð skapandi gervigreindar. Það gerðist ekki en það mun gerast í framtíðinni.“ Miklu máli skipti hvernig gervigreindin verði notuð þegar fram líða stundir. Listamenn og grínistar muni sennilega í auknum mæli nýta tæknina í verkum sínum. „En þegar það er verið að nota hana til að búa til ákveðna upplýsingaóreiðu og draga inn ákveðnar starfsstéttir sem byggja á sínum trúverðugleika, þá verður þetta miklu alvarlegra,“ segir Henry Alexander.
Gervigreind Tækni Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira