Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2025 18:36 Það fer tvennum sögum um hvort tollarnir hafi verið ræddir á fundi utanríkismálanefndar. Vilhelm/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknar og meðlimur í utanríkismálanefnd segir fulltrúa minnihlutans í nefndinni sammála um að fyrirhugaðar tollahækkanir ESB á kísiljárn hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í kvöldfréttum í gær að tollahækkanirnar hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar Alþingis á dögunum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði aftur á móti í samtali við fréttastofu í dag að Guðlaugur færi með rangt mál: „Það kemur mér mjög á óvart að stjórnarandstaðan segi að það hafi ekki verið minnst á þetta. Þvert á móti þá minntist ég á þetta og sagði að vegna þessa viðkvæma máls yrðu fundir í vikunni. Í ljósi þess að stjórnarandstaðan hafði beðið um að það yrði ekki trúnaður á fundinum þá gat ég ekki farið dýpra í málið. Þetta var nefnt á þessum fundi og hún fer að verða svolítið hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar.“ Segir ekki minnst málið í minnisblaði Sigurður Ingi tekur í Facebookfærslu undir með Guðlaugi og fullyrðir að Þorgerður hafi ekkert rætt málið á fundinum. „Í samskiptum mínum við aðra fulltrúa minnihlutans í nefndinni hefur þessi skilningur verið staðfestur. Í viðtölum við fjölmiðla í dag hefur utanríkisráðherra lýst málinu á þann hátt sem samræmist ekki því sem fram fór á fundi nefndarinnar. Slík framsetning ráðherrans vekur upp áleitnar spurningar um orðræðu og upplýsingagjöf til þings og þjóðar,“ segir í færslunni. Þá segir hann að ekkert hafi verið minnst á málið í minnisblaði sem ráðherra sendi nefndarmönnum fyrir fundinn, það veki furðu. „Enn furðulegra er að málið hafi ekki verið rætt á fundi Utanríkismálanefndar, þar sem það hefði í raun átt að vera eitt helsta umræðuefnið í ljósi þess hversu gríðarlegir hagsmunir eru undir. Þetta mál kallar því á frekari útskýringar frá utanríkisráðherra.“ Framsóknarflokkurinn Utanríkismál Evrópusambandið Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. 25. júlí 2025 19:18 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í kvöldfréttum í gær að tollahækkanirnar hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar Alþingis á dögunum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði aftur á móti í samtali við fréttastofu í dag að Guðlaugur færi með rangt mál: „Það kemur mér mjög á óvart að stjórnarandstaðan segi að það hafi ekki verið minnst á þetta. Þvert á móti þá minntist ég á þetta og sagði að vegna þessa viðkvæma máls yrðu fundir í vikunni. Í ljósi þess að stjórnarandstaðan hafði beðið um að það yrði ekki trúnaður á fundinum þá gat ég ekki farið dýpra í málið. Þetta var nefnt á þessum fundi og hún fer að verða svolítið hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar.“ Segir ekki minnst málið í minnisblaði Sigurður Ingi tekur í Facebookfærslu undir með Guðlaugi og fullyrðir að Þorgerður hafi ekkert rætt málið á fundinum. „Í samskiptum mínum við aðra fulltrúa minnihlutans í nefndinni hefur þessi skilningur verið staðfestur. Í viðtölum við fjölmiðla í dag hefur utanríkisráðherra lýst málinu á þann hátt sem samræmist ekki því sem fram fór á fundi nefndarinnar. Slík framsetning ráðherrans vekur upp áleitnar spurningar um orðræðu og upplýsingagjöf til þings og þjóðar,“ segir í færslunni. Þá segir hann að ekkert hafi verið minnst á málið í minnisblaði sem ráðherra sendi nefndarmönnum fyrir fundinn, það veki furðu. „Enn furðulegra er að málið hafi ekki verið rætt á fundi Utanríkismálanefndar, þar sem það hefði í raun átt að vera eitt helsta umræðuefnið í ljósi þess hversu gríðarlegir hagsmunir eru undir. Þetta mál kallar því á frekari útskýringar frá utanríkisráðherra.“
Framsóknarflokkurinn Utanríkismál Evrópusambandið Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. 25. júlí 2025 19:18 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá. 27. júlí 2025 17:36
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03
ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. 25. júlí 2025 19:18