Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Hörður Unnsteinsson skrifar 27. júlí 2025 18:32 Patrick Pedersen er orðinn jafnmarkahæsti leikmaður efstu deildar á Íslandi frá upphafi. vísir Valsmenn unnu öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti FH í Bestu-deildar karla í kvöld. Þetta var fimmti deildarsigur liðsins í röð, Patrick Pedersen jafnaði markametið og Valsmenn sitja einir á toppnum. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og náðu forystunni strax á 10. mínútu leiksins. Þá átti Lúkas Logi Heimisson góða stungusendingu inn fyrir vörn FH sem markahrókurinn Patrick Pedersen klárar snyrtilega í fjærhornið framhjá Mathias Rosenorn í markinu. Með markinu jafnaði Patrick markamet Tryggva Guðmundssonar í efstu deild. Mark númer 131 hjá Dananum magnaða. Eftir markið unnu FH sig vel inn í leikinn og voru hættulegri aðilinn þar sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Frederik Schram markvörður Vals átti í fullu fangi með að stöðva góðar tilraunir FH. Hann varði skalla frá Ísak Óla á 28. mínútu og svo aftur gott skot Kjartans Kára nokkrum mínútum síðar. Staðan þó 1-0 í hálfleik heimamönnum í vil. FH héldu áfram uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks og settu pressu á heimamenn. Eftir hornspyrnu á 56. mínútu á Ísak Óli tvö skot inn á vítateig Valsara sem Frederik ver bæði. Sjaldgæf tvöföld markvarsla. Það virkaði eins og FH væri fyrirmunað koma boltanum framhjá Frederik í markinu, ein besta frammistaða markmanns sem við höfum séð í sumar. Lúkas Logi Heimisson tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 58. mínútu með góðu skoti af markteig. Jakob Franz átti fasta sendingu inn á teig sem átti viðkomu í varnarmanni FH og féll fyrir fætur Lúkasar. Virkilega góð afgreiðsla hjá Lúkas, mark og stoðsending frá honum í kvöld. Lúkas Logi Heimisson tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 58. mínútu með góðu skoti af markteig. Jakob Franz átti fasta sendingu inn á teig sem átti viðkomu í varnarmanni FH og féll fyrir fætur Lúkasar. Virkilega góð afgreiðsla hjá Lúkas, mark og stoðsending frá honum í kvöld. FH hélt áfram að banka á dyrnar og það skilaði sér loksins í marki á 71. mínútu. Þá var Frederik múrinn loksins brotinn þegar Sigurður Bjartur Hallsson skallaði fyrirgjöf Kjartans Kára í hornið. Snoturt mark hjá þeim félögum. FH menn hótuðu því nokkrum sinnum að gera alvöru spennu úr leiknum á síðustu 20 mínútunum en allt kom fyrir ekki. Þægilegur 3-1 sigur Valsara staðreynd, í leik þar sem þeir voru klárlega síðri aðilinn. Atvik leiksins Leiksins verður eflaust aðallega minnst fyrir fyrsta markið. Patrick Pederson skoraði mark númer 131 í efstu deild og jafnaði þar með markamet Tryggva Guðmundssonar. Patrick fékk annað ágætis færi í fyrri hálfleiknum sem hann nýtti ekki, áður en hann fór svo meiddur af velli í upphafi síðari hálfleiks. Hann náði því ekki að bæta metið að þessu sinni, það bíður enn betri tíma. Stjörnur og skúrkar Frederik Schram er óumdeild stjarna þessa leiks. Hann átti nokkrar magnaðar vörslur í fyrri hálfleiki, og toppaði svo leik sinn í byrjun þess síðari þegar hann varði tvöfalt frá Ísak Óla. Erfitt að kalla hann skúrk, en á öðrum degi hefði Ísak Óli verið með minnst tvö mörk í þessum leik. Hann hlýtur að hugsa Frederik þegjandi þörfina eftir þennan leik. Dómarar Jóhann Ingi var full spjaldaglaður að mínu mati. Harkan í leiknum var ekki yfir suðumarki og óþarfi að gefa 7 gul spjöld fannst mér. Hann negldi þó allar stórar ákvarðanir og komst ágætlega frá sínu yfir það heila. Besta deild karla Valur FH
Valsmenn unnu öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti FH í Bestu-deildar karla í kvöld. Þetta var fimmti deildarsigur liðsins í röð, Patrick Pedersen jafnaði markametið og Valsmenn sitja einir á toppnum. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og náðu forystunni strax á 10. mínútu leiksins. Þá átti Lúkas Logi Heimisson góða stungusendingu inn fyrir vörn FH sem markahrókurinn Patrick Pedersen klárar snyrtilega í fjærhornið framhjá Mathias Rosenorn í markinu. Með markinu jafnaði Patrick markamet Tryggva Guðmundssonar í efstu deild. Mark númer 131 hjá Dananum magnaða. Eftir markið unnu FH sig vel inn í leikinn og voru hættulegri aðilinn þar sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Frederik Schram markvörður Vals átti í fullu fangi með að stöðva góðar tilraunir FH. Hann varði skalla frá Ísak Óla á 28. mínútu og svo aftur gott skot Kjartans Kára nokkrum mínútum síðar. Staðan þó 1-0 í hálfleik heimamönnum í vil. FH héldu áfram uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks og settu pressu á heimamenn. Eftir hornspyrnu á 56. mínútu á Ísak Óli tvö skot inn á vítateig Valsara sem Frederik ver bæði. Sjaldgæf tvöföld markvarsla. Það virkaði eins og FH væri fyrirmunað koma boltanum framhjá Frederik í markinu, ein besta frammistaða markmanns sem við höfum séð í sumar. Lúkas Logi Heimisson tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 58. mínútu með góðu skoti af markteig. Jakob Franz átti fasta sendingu inn á teig sem átti viðkomu í varnarmanni FH og féll fyrir fætur Lúkasar. Virkilega góð afgreiðsla hjá Lúkas, mark og stoðsending frá honum í kvöld. Lúkas Logi Heimisson tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 58. mínútu með góðu skoti af markteig. Jakob Franz átti fasta sendingu inn á teig sem átti viðkomu í varnarmanni FH og féll fyrir fætur Lúkasar. Virkilega góð afgreiðsla hjá Lúkas, mark og stoðsending frá honum í kvöld. FH hélt áfram að banka á dyrnar og það skilaði sér loksins í marki á 71. mínútu. Þá var Frederik múrinn loksins brotinn þegar Sigurður Bjartur Hallsson skallaði fyrirgjöf Kjartans Kára í hornið. Snoturt mark hjá þeim félögum. FH menn hótuðu því nokkrum sinnum að gera alvöru spennu úr leiknum á síðustu 20 mínútunum en allt kom fyrir ekki. Þægilegur 3-1 sigur Valsara staðreynd, í leik þar sem þeir voru klárlega síðri aðilinn. Atvik leiksins Leiksins verður eflaust aðallega minnst fyrir fyrsta markið. Patrick Pederson skoraði mark númer 131 í efstu deild og jafnaði þar með markamet Tryggva Guðmundssonar. Patrick fékk annað ágætis færi í fyrri hálfleiknum sem hann nýtti ekki, áður en hann fór svo meiddur af velli í upphafi síðari hálfleiks. Hann náði því ekki að bæta metið að þessu sinni, það bíður enn betri tíma. Stjörnur og skúrkar Frederik Schram er óumdeild stjarna þessa leiks. Hann átti nokkrar magnaðar vörslur í fyrri hálfleiki, og toppaði svo leik sinn í byrjun þess síðari þegar hann varði tvöfalt frá Ísak Óla. Erfitt að kalla hann skúrk, en á öðrum degi hefði Ísak Óli verið með minnst tvö mörk í þessum leik. Hann hlýtur að hugsa Frederik þegjandi þörfina eftir þennan leik. Dómarar Jóhann Ingi var full spjaldaglaður að mínu mati. Harkan í leiknum var ekki yfir suðumarki og óþarfi að gefa 7 gul spjöld fannst mér. Hann negldi þó allar stórar ákvarðanir og komst ágætlega frá sínu yfir það heila.
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn