Innlent

Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líf­fræði

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Merkúr Máni má vera stoltur af árangri sínum. Ekki á hverjum degi sem jafnlítil þjóð og Ísland kemst á pall í íþróttum eða öðrum greinum.
Merkúr Máni má vera stoltur af árangri sínum. Ekki á hverjum degi sem jafnlítil þjóð og Ísland kemst á pall í íþróttum eða öðrum greinum.

Merkúr Máni Hermannsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík, nældi sér í brons með íslenska landsliðinu í Ólympíukeppninni í líffræði í Filippseyjum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Ísland vinnur til verðlauna í keppninni.

Íslenska Ólympíuliðið í líffræði er skipað Ásu Dagrúnu Geirsdóttur, Jóakimi Una Arnaldarsyni, Merkúri Mána Hermannssyni og Muhammad Shayan Ijaz Sulehria. Þau voru valin eftir að hafa verið hlutskörpust í Landskeppni framhaldsskólanna þann 22. mars.

Merkúr, Muhammad, Ása og Jóakim eftir landskeppnina. 

Liðið var í ströngum æfingum í vor og í sumar áður en lagt var af stað í 44 klukkustunda ferðalag til Filippseyja þann 14. júlí síðastliðinn. Ólympíukeppnin fór síðan fram í Quezon frá 20. til 27. júlí og hófust formlega með opnunarhátíð síðastliðinn sunnudag. 

Keppnin hófst formlega á mánudag og var liðið í algjöru símabanni á meðan fram á fimmtudag þegar keppni lauk. Síðan þá hefur liðið fengið að slaka á, njóta menningar Filippseyja og ferðast um landið.

Landsliðið með tveimur af þremur íslenskum dómnefndarfulltrúum.

Þjálfarar liðsins eru þeir Ólafur Patrick Ólafsson, Magnús Máni Sigurgeirsson og Viktor Logi Þórisson sem jafnframt gegna hlutverki dómnefndarfulltrúa Íslands í keppninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×