„Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2025 14:06 Átakið „Ökum slóðann” er framlag Ferðaklúbbsins 4×4 til að sporna við akstri utan slóða en það hefur verið eitt af baráttumálum klúbbsins í gegnum tíðina. Prentuð hafa verið út plaköt á íslensku, ensku, frönsku, pólsku og kínversku, sem er verið að dreifa, sem víðast. Aðsend Utanvegaakstur er vandamál víða á hálendinu en til að bregðast við því hefur Ferðaklúbburinn 4x4 hleypt af stað átakinu “Ökum slóðann”, sem er verkefni til að koma í veg fyrir akstur utan vega. Utanvegaakstur er mál, sem kemur reglulega upp í fréttum en síðustu áratugi hefur meðvitund fólks gagnvart skemmdum á landi gjörbreyst og almennt er vilji fólks mikill til að vernda náttúruna. Þó koma upp slæm tilvik á hverju ári, sem flest má rekja til gáleysi eða þekkingarleysi. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4 x 4 hefur nú hleypt af stað sérstöku átaki gegn utanvegaakstri en það kallast “Ökum slóðann”. Snædís Arnardóttir er formaður umhverfisnefndar klúbbsins. „Þetta snýst aðallega um það að fá fólk til að huga að því hvernig maður á að ganga um slóðana okkar. Til dæmis að maður eigi ekki að beygja fram hjá erfiðum torleiðum á vegum, heldur eigi maður að láta á það reyna ef það er hægt á meðan það velur ekki neinum skemmdum,” segir Snædís og bætir við. „Já og búa til í rauninni meiri meðvitund á meðal fólks að þetta sé ólöglegt og að það þurfi að gæta að því að skemma ekki hálendið okkar og vegina.” En er mikið um utanvegaakstur á hálendi Íslands eða hvað? „Já á ákveðnum stöðum er þetta vandamál, sem er alveg hægt að reyna að fyrirbyggja með því að fólk sé meðvitað og koma í veg fyrir utanvegaakstur af gáleysi,” segir Snædís. Snædís Arnardóttir, sem er formaður umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4 x 4.Aðsend En hvar er þetta helst vandamál? „Ég myndi segja í kringum þessa algengustu ferðamannastaði, þar sem er mikið af kannski minni bílum á ferðinni, sem eru að forðast erfið svæði.” Er þetta vankunnátta ökumanna eða er þetta einhver töffaraskapur? „Ég myndi segja að þetta væri bæði, þetta er tvíþætt. Annars vegar eru náttúrulega alltaf einhverjir, sem ætla sér að gera þetta af því að þeir geta það og vita að þetta sé ólöglegt eða ekki. Svo er það hitt, að þekkja ekki hvernig maður á að eiga við til dæmis torfærur á veginum eða einhver lítil snjóskafl, sem þú getur kannski reynt að fara yfir hvort er eða það að fólks sé ekki á nógu vel búnum bílum til að ferðast um þann veg,” segir Snædís. „Ökum slóðann“ verkefni hefur farið mjög vel af stað segir Snædís og allir mjög jákvæðir fyrir því.Aðsend Heimasíða Ferðaklúbbsins 4 x 4 Ferðalög Utanvegaakstur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Utanvegaakstur er mál, sem kemur reglulega upp í fréttum en síðustu áratugi hefur meðvitund fólks gagnvart skemmdum á landi gjörbreyst og almennt er vilji fólks mikill til að vernda náttúruna. Þó koma upp slæm tilvik á hverju ári, sem flest má rekja til gáleysi eða þekkingarleysi. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4 x 4 hefur nú hleypt af stað sérstöku átaki gegn utanvegaakstri en það kallast “Ökum slóðann”. Snædís Arnardóttir er formaður umhverfisnefndar klúbbsins. „Þetta snýst aðallega um það að fá fólk til að huga að því hvernig maður á að ganga um slóðana okkar. Til dæmis að maður eigi ekki að beygja fram hjá erfiðum torleiðum á vegum, heldur eigi maður að láta á það reyna ef það er hægt á meðan það velur ekki neinum skemmdum,” segir Snædís og bætir við. „Já og búa til í rauninni meiri meðvitund á meðal fólks að þetta sé ólöglegt og að það þurfi að gæta að því að skemma ekki hálendið okkar og vegina.” En er mikið um utanvegaakstur á hálendi Íslands eða hvað? „Já á ákveðnum stöðum er þetta vandamál, sem er alveg hægt að reyna að fyrirbyggja með því að fólk sé meðvitað og koma í veg fyrir utanvegaakstur af gáleysi,” segir Snædís. Snædís Arnardóttir, sem er formaður umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4 x 4.Aðsend En hvar er þetta helst vandamál? „Ég myndi segja í kringum þessa algengustu ferðamannastaði, þar sem er mikið af kannski minni bílum á ferðinni, sem eru að forðast erfið svæði.” Er þetta vankunnátta ökumanna eða er þetta einhver töffaraskapur? „Ég myndi segja að þetta væri bæði, þetta er tvíþætt. Annars vegar eru náttúrulega alltaf einhverjir, sem ætla sér að gera þetta af því að þeir geta það og vita að þetta sé ólöglegt eða ekki. Svo er það hitt, að þekkja ekki hvernig maður á að eiga við til dæmis torfærur á veginum eða einhver lítil snjóskafl, sem þú getur kannski reynt að fara yfir hvort er eða það að fólks sé ekki á nógu vel búnum bílum til að ferðast um þann veg,” segir Snædís. „Ökum slóðann“ verkefni hefur farið mjög vel af stað segir Snædís og allir mjög jákvæðir fyrir því.Aðsend Heimasíða Ferðaklúbbsins 4 x 4
Ferðalög Utanvegaakstur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira