„Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júlí 2025 12:46 Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti. vísir Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. Greint var frá því í gær að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en formlegt samtal EES-ríkja við Evrópusambandið varðandi tollanna mun nú fara í hönd þegar að tillaga hefur verið lögð fram. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kísiljárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða gífurlega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. „Of snemmt til að tala í fyrirsögnum“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega og fá fram nákvæmlega í hverju þessar aðgerðir felast. Tímalengdin, umfangið og svo framvegis. Ég held að það sé of snemmt til að tala í fyrirsögnum.“ Þetta segir Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, spurð um yfirvofandi tolla. Hún bendir á að þó að það sé almennt óheimilt að leggja nýja tolla á innflutning og útflutning samkvæmt EES-samningnum sé undanþága til staðar. „Hins vegar felur samningurinn líka í sér heimild samningsaðila til að grípa til svokallaðra öryggisráðstafana við sérstakar aðstæður. Það er til dæmis samkvæmt 112. grein samningsins og það er ákvæði sem við beittum til dæmis þegar að við lögðum á gjaldeyrishöft,“ segir hún og vísar til gjaldheyrishafta sem Ísland lagði á í kjölfar efnahagshrunsins. Þurfi að gæta jafnræðis Aðspurð kveðst Dóra ekki muna eftir dæmi um að ESB nýti umrætt undanþáguákvæði. Hún segir óljóst með hvaða hætti sé hægt að bregðast við verði tollarnir að veruleika. „Það er rétt kannski að hafa það í huga að EES samningurinn nær ekki til tollabandalags Evrópusambandsins. Evrópusambandið er með tollabandalag og sameiginlega viðskiptastefnu. Þau svið falla ekki undir EES-samninginn. Það er í raun og veru útfærsluatriði hvort að það séu einhverjar ráðstafanir sem hægt er grípa til til að koma til móts við þessa sérstöku tolla sem við vitum ekki enn þá umfangið eða eðlið á.“ Spurð hvers vegna Evrópusambandið beini spjótum sínum að Íslandi og Noregi þegar að stærstur hluti framleiðslu á kísilmálmum fari fram í Kína segir Dóra: „Samkvæmt almennum reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þá eru almenn ákvæði um að gæta jafnræðis. Menn gætu verið að horfa á það þannig að út frá öðrum fríverslunarsamningum sem ESB hefur gert þá sé erfitt fyrir þá að sleppa bara þessum tveimur löndum.“ Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Greint var frá því í gær að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en formlegt samtal EES-ríkja við Evrópusambandið varðandi tollanna mun nú fara í hönd þegar að tillaga hefur verið lögð fram. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kísiljárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða gífurlega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. „Of snemmt til að tala í fyrirsögnum“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega og fá fram nákvæmlega í hverju þessar aðgerðir felast. Tímalengdin, umfangið og svo framvegis. Ég held að það sé of snemmt til að tala í fyrirsögnum.“ Þetta segir Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, spurð um yfirvofandi tolla. Hún bendir á að þó að það sé almennt óheimilt að leggja nýja tolla á innflutning og útflutning samkvæmt EES-samningnum sé undanþága til staðar. „Hins vegar felur samningurinn líka í sér heimild samningsaðila til að grípa til svokallaðra öryggisráðstafana við sérstakar aðstæður. Það er til dæmis samkvæmt 112. grein samningsins og það er ákvæði sem við beittum til dæmis þegar að við lögðum á gjaldeyrishöft,“ segir hún og vísar til gjaldheyrishafta sem Ísland lagði á í kjölfar efnahagshrunsins. Þurfi að gæta jafnræðis Aðspurð kveðst Dóra ekki muna eftir dæmi um að ESB nýti umrætt undanþáguákvæði. Hún segir óljóst með hvaða hætti sé hægt að bregðast við verði tollarnir að veruleika. „Það er rétt kannski að hafa það í huga að EES samningurinn nær ekki til tollabandalags Evrópusambandsins. Evrópusambandið er með tollabandalag og sameiginlega viðskiptastefnu. Þau svið falla ekki undir EES-samninginn. Það er í raun og veru útfærsluatriði hvort að það séu einhverjar ráðstafanir sem hægt er grípa til til að koma til móts við þessa sérstöku tolla sem við vitum ekki enn þá umfangið eða eðlið á.“ Spurð hvers vegna Evrópusambandið beini spjótum sínum að Íslandi og Noregi þegar að stærstur hluti framleiðslu á kísilmálmum fari fram í Kína segir Dóra: „Samkvæmt almennum reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þá eru almenn ákvæði um að gæta jafnræðis. Menn gætu verið að horfa á það þannig að út frá öðrum fríverslunarsamningum sem ESB hefur gert þá sé erfitt fyrir þá að sleppa bara þessum tveimur löndum.“
Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira