Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2025 10:15 George Baldock lést óvænt á síðasta ári. Andlát hans hefur nú verið úrskurðað sem slys. Crystal Pix/MB Media/Getty Images George Baldock, fyrrum leikmaður ÍBV sem spilaði einnig lengi í ensku úrvalsdeildinni, fannst látinn í október síðastliðnum. Rannsókn á málinu hefur nú leitt í ljós að hann drukknaði í sundlaug við heimili sitt í Aþenu í Grikklandi. Við krufningu fundust engin merki um áfengis- eða eiturlyfjaneyslu en hjarta Baldock var óvenjulegt stórt, sem gerði hann viðkvæman fyrir hjartsláttartruflunum. Tilraunir viðbragðsaðila til endurlífgunar báru ekki árangur og lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað. Dauði hans var úrskurðaður sem slys. Andlát Baldock bar óvænt að, aðeins þremur dögum eftir að hann spilaði leik með Panathinaikos gegn Olympiacos. Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon voru liðsfélagar hans hjá Panathinaikos. Baldock gekk til liðs við Panathinaikos frá Sheffield United en hann á að baki rúmlega 200 leiki með liði Sheffield United. Hann lék meðal annars með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2019-2021 og aftur á síðustu leiktíð. Baldock var hylltur af stuðningsmönnum Sheffield United á síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíðVísir/Getty Þegar samningur hans hjá Sheffield United rann út gekk hann til liðs við Panathinaikos í Grikklandi og hafði leikið þrjá leiki með liðinu á tímabilinu, þar á meðal gegn Olympiacos á sunnudaginn. Spilaði fyrir ÍBV sumarið 2012 Baldock lék með ÍBV sumarið 2012 undir stjórn Magnúsar Gylfasonar en hann var þá á láni frá Milton Keynes Dons. Hann lék 16 leiki með ÍBV og skoraði í þeim eitt mark. Baldock lék tólf landsleiki með gríska landsliðinu á sínum ferli en hann átti gríska ömmu og var því gjaldgengur með gríska liðinu. Hann hóf feril sinn með liði MK Dons og á leiki að baki í öllum fimm efstu deildum ensku knattspyrnunnar. Gríski boltinn ÍBV Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Við krufningu fundust engin merki um áfengis- eða eiturlyfjaneyslu en hjarta Baldock var óvenjulegt stórt, sem gerði hann viðkvæman fyrir hjartsláttartruflunum. Tilraunir viðbragðsaðila til endurlífgunar báru ekki árangur og lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað. Dauði hans var úrskurðaður sem slys. Andlát Baldock bar óvænt að, aðeins þremur dögum eftir að hann spilaði leik með Panathinaikos gegn Olympiacos. Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon voru liðsfélagar hans hjá Panathinaikos. Baldock gekk til liðs við Panathinaikos frá Sheffield United en hann á að baki rúmlega 200 leiki með liði Sheffield United. Hann lék meðal annars með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2019-2021 og aftur á síðustu leiktíð. Baldock var hylltur af stuðningsmönnum Sheffield United á síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíðVísir/Getty Þegar samningur hans hjá Sheffield United rann út gekk hann til liðs við Panathinaikos í Grikklandi og hafði leikið þrjá leiki með liðinu á tímabilinu, þar á meðal gegn Olympiacos á sunnudaginn. Spilaði fyrir ÍBV sumarið 2012 Baldock lék með ÍBV sumarið 2012 undir stjórn Magnúsar Gylfasonar en hann var þá á láni frá Milton Keynes Dons. Hann lék 16 leiki með ÍBV og skoraði í þeim eitt mark. Baldock lék tólf landsleiki með gríska landsliðinu á sínum ferli en hann átti gríska ömmu og var því gjaldgengur með gríska liðinu. Hann hóf feril sinn með liði MK Dons og á leiki að baki í öllum fimm efstu deildum ensku knattspyrnunnar.
Gríski boltinn ÍBV Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira