Fótbolti

Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvu­póstinn hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Belgíski þjálfarinn Marc Brys segist vera fórnarlamb tölvuhakkara.
Belgíski þjálfarinn Marc Brys segist vera fórnarlamb tölvuhakkara. Getty/Plumb Images

Marc Brys segir það ekki rétt að hann sé hættur sem þjálfari kamerúnska landsliðsins í fótbolta þrátt fyrir að knattspyrnusambandið, FECAFOOT, hafi sjálft staðfest slíkar fréttir.

Belgíski þjálfarinn segir að einhver hafi brotist inn í tölvupóstinn hans og sent afsagnarbréf í hans nafni.

Þetta er enn nýr kaflinn í deilum Brys og kamerúnska knattspyrnusambandsins síðan Íþróttasamband Kamerún réði þjálfarann í apríl 2024 í trássi við knattspyrnusambandið.

Forráðamenn knattspyrnusambandsins hafa síðan gert Brys lífið leitt.

Umrætt bréf er frá 21. júlí og var það sent til beggja sambanda. Samkvæmt því ákvað Brys að hætta vegna þess að hann og starfslið hans hafi ekki fengið borgað.

Knattspyrnusambandið gaf það út í framhaldinu að Brys væri hættur en bæði hann sjálfur og Íþróttasamband landsins hafi þvertekið fyrir það.

Íþróttasamband Kamerún hefur síðan staðfest það að Brys sé enn þjálfari landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×