Gylfi Ægisson er látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2025 10:25 Gylfi Ægisson samdi meðal annars smellinn Minning um mann árið 1973, sama ár og gaus í Heimaey. Gylfi Viðar Ægisson, einn afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, er látinn 78 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi. Selma Hrönn Maríudóttir, dóttir Gylfa, greinir frá þessu á samfélagsmiðlum. Gylfi fæddist þann 10. nóvember 1946. Hann ólst upp á Siglufirði á tímum Síldarævintýrisins og stundaði sjómennsku ungur að árum. „Sjór og söngur heilluðu hann þegar hann óx úr grasi og varð rumur hinn mesti, rammur að afli og háskalegur útlits. En innra með honum bærðist rómantískt hjarta og ljúf sál. Snemma fékk hann útrás, á einmanalegum stundum úti á hafi, við að setja saman lög og texta,“ skrifaði Þorsteinn Eggertsson á textablað plötunnar Meira Salt um Gylfa. Gylfi kom víða við. Á meðal fyrstu hljómsveitanna sem hann lék með voru Berkir frá Bolungarvík og Eymenn frá Vestmannaeyjum. Fyrsta lagið sem samið var af Gylfa og gefið var út á hljómplötu var hið ástsæla Í sól og sumaryl. Það kom út á plötu hljómsveitar Ingimars Eydal árið 1972. Það lag mun Gylfi hafa samið í Lystigarðinum á Akureyri árið áður. Árin á eftir komu út mörg sígild lög eftir Gylfa. Þar má nefna Jibbý jei, sem hljómsveitin Svanfríður flutti og Minning um mann, sem Logar frá Vestmannaeyjum gáfu út. Þá samdi hann Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 1974, Eyjan mín bjarta, en þá var hátíðin haldið í tvöhundraðasta sinn. Gylfi, í slagtogi við sjálfan Rúnar Júlíusson og fjölda landsþekktra listamanna, stofnaði árið 1980 hljómsveitina Áhöfnin á Halastjörnunni. Eitt vinsælasta lag Gylfa, Stolt siglir fleyið mitt, gaf hljómsveitin út sama ár á áðurnefndri plötu, Meira salt. Eitt sígildasta lag Gylfa, Sjúdderari rei, kom út árið 1988 á samnefndri plötu. Þess má geta að ævisaga Gylfa eftir Sólmund Hólm Sólmundarson sem kom út árið 2009 heitir þessu sama nafni. Gylfi gaf einnig út fjölda hljómplata með svokölluðum Söngævintýrum. Þær voru ætlaðar börnum, en í þeim var fengist við sígild ævintýri. Samkvæmt Glatkistunni voru sólóplötur Gylfa á fjórða tug, og þar eru ekki taldar með plötur Halastjörnunnar eða fjöldi annarra platna þar sem hann kom fyrir. Þá segir að safnplötur með lögum eftir Gylfa séu löngu orðnar óteljandi. Eftir hann liggja líklega hundruð dægurlaga. Í þættinum á Tali með Hemma Gunn árið 1990 var Gylfi spurður hvernig lagasmíðarnar gengu fyrir sig. „Stundum bíð ég og bíð ég og reyni og reyni og ekkert gengur. Og svo stundum kemur þetta í grænum hvelli,“ sagði hann. Gylfi vakti reglulega athygli í þjóðfélagsumræðunni. Sumar skoðanir hans féllu ekki í kramið hjá mörgum, sérstaklega í seinni tíð. Þá talaði hann opinskátt um baráttu sína við brennivínið. Gylfi fór í margt tónleikaferðalagið á ferli sínum. Í seinni tíð flakkaði hann meðal annars um landið með Bubba Morthens og Pöpunum. Rætt var við Gylfa í Íslandi í dag í tilefni þess. Þá var hann meðal þeirra sem mótmæltu Icesave-lögunum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2009. Að neðan má innslag úr fréttum Stöðvar 2 þar sem þeir Matti Matt syngja lag Gylfa, Út á gólfið, við Austurvöll. Hann fór líka á flakk með Megasi og Rúnari Þór Péturssyni en hér að neðan má sjá þá félaga taka lagið Spáðu í mig. Sem tónlistarmaður var Gylfi einhverskonar tákn íslenskrar sjómennsku. Ansi mörg laga hans fjalla einmitt um sjómennskuna og lífið henni tengdri. Hann kom gjarnan fram með mikilfenglegan skipstjórahatt, oft annað hvort í sjómannajakka í stíl eða svörtum leðurjakka. Gylfi lætur eftir sig fjögur börn, þau Berglindi, Óskar, Selmu Hrönn og Sigurð Friðhólm. Að neðan má sjá lista yfir 25 af þekktustu lögum Gylfa Ægissonar: Minning um mann Ég sá þig Í sól og sumaryl Jibby jei Stolt siglir fleyið mitt Einn ég hugsa Út á gólfið Ég hvísla yfir hafið Blindi drengurinn Helgarfrí Íslensku sjómennirnir Móðurminning Drykkjumaðurinn Í stuði Kalli bóndi Hinsta bón blökkukonunnar Ef þig langar út Sjúddirari rei Elsku hjartans anginn minn Gústi guðsmaður Ég hugsa til pabba Fallery Litla frænka Til móður minnar Kátur ég geng Andlát Vestmannaeyjar Fjallabyggð Akureyri Tónlist Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Selma Hrönn Maríudóttir, dóttir Gylfa, greinir frá þessu á samfélagsmiðlum. Gylfi fæddist þann 10. nóvember 1946. Hann ólst upp á Siglufirði á tímum Síldarævintýrisins og stundaði sjómennsku ungur að árum. „Sjór og söngur heilluðu hann þegar hann óx úr grasi og varð rumur hinn mesti, rammur að afli og háskalegur útlits. En innra með honum bærðist rómantískt hjarta og ljúf sál. Snemma fékk hann útrás, á einmanalegum stundum úti á hafi, við að setja saman lög og texta,“ skrifaði Þorsteinn Eggertsson á textablað plötunnar Meira Salt um Gylfa. Gylfi kom víða við. Á meðal fyrstu hljómsveitanna sem hann lék með voru Berkir frá Bolungarvík og Eymenn frá Vestmannaeyjum. Fyrsta lagið sem samið var af Gylfa og gefið var út á hljómplötu var hið ástsæla Í sól og sumaryl. Það kom út á plötu hljómsveitar Ingimars Eydal árið 1972. Það lag mun Gylfi hafa samið í Lystigarðinum á Akureyri árið áður. Árin á eftir komu út mörg sígild lög eftir Gylfa. Þar má nefna Jibbý jei, sem hljómsveitin Svanfríður flutti og Minning um mann, sem Logar frá Vestmannaeyjum gáfu út. Þá samdi hann Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 1974, Eyjan mín bjarta, en þá var hátíðin haldið í tvöhundraðasta sinn. Gylfi, í slagtogi við sjálfan Rúnar Júlíusson og fjölda landsþekktra listamanna, stofnaði árið 1980 hljómsveitina Áhöfnin á Halastjörnunni. Eitt vinsælasta lag Gylfa, Stolt siglir fleyið mitt, gaf hljómsveitin út sama ár á áðurnefndri plötu, Meira salt. Eitt sígildasta lag Gylfa, Sjúdderari rei, kom út árið 1988 á samnefndri plötu. Þess má geta að ævisaga Gylfa eftir Sólmund Hólm Sólmundarson sem kom út árið 2009 heitir þessu sama nafni. Gylfi gaf einnig út fjölda hljómplata með svokölluðum Söngævintýrum. Þær voru ætlaðar börnum, en í þeim var fengist við sígild ævintýri. Samkvæmt Glatkistunni voru sólóplötur Gylfa á fjórða tug, og þar eru ekki taldar með plötur Halastjörnunnar eða fjöldi annarra platna þar sem hann kom fyrir. Þá segir að safnplötur með lögum eftir Gylfa séu löngu orðnar óteljandi. Eftir hann liggja líklega hundruð dægurlaga. Í þættinum á Tali með Hemma Gunn árið 1990 var Gylfi spurður hvernig lagasmíðarnar gengu fyrir sig. „Stundum bíð ég og bíð ég og reyni og reyni og ekkert gengur. Og svo stundum kemur þetta í grænum hvelli,“ sagði hann. Gylfi vakti reglulega athygli í þjóðfélagsumræðunni. Sumar skoðanir hans féllu ekki í kramið hjá mörgum, sérstaklega í seinni tíð. Þá talaði hann opinskátt um baráttu sína við brennivínið. Gylfi fór í margt tónleikaferðalagið á ferli sínum. Í seinni tíð flakkaði hann meðal annars um landið með Bubba Morthens og Pöpunum. Rætt var við Gylfa í Íslandi í dag í tilefni þess. Þá var hann meðal þeirra sem mótmæltu Icesave-lögunum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2009. Að neðan má innslag úr fréttum Stöðvar 2 þar sem þeir Matti Matt syngja lag Gylfa, Út á gólfið, við Austurvöll. Hann fór líka á flakk með Megasi og Rúnari Þór Péturssyni en hér að neðan má sjá þá félaga taka lagið Spáðu í mig. Sem tónlistarmaður var Gylfi einhverskonar tákn íslenskrar sjómennsku. Ansi mörg laga hans fjalla einmitt um sjómennskuna og lífið henni tengdri. Hann kom gjarnan fram með mikilfenglegan skipstjórahatt, oft annað hvort í sjómannajakka í stíl eða svörtum leðurjakka. Gylfi lætur eftir sig fjögur börn, þau Berglindi, Óskar, Selmu Hrönn og Sigurð Friðhólm. Að neðan má sjá lista yfir 25 af þekktustu lögum Gylfa Ægissonar: Minning um mann Ég sá þig Í sól og sumaryl Jibby jei Stolt siglir fleyið mitt Einn ég hugsa Út á gólfið Ég hvísla yfir hafið Blindi drengurinn Helgarfrí Íslensku sjómennirnir Móðurminning Drykkjumaðurinn Í stuði Kalli bóndi Hinsta bón blökkukonunnar Ef þig langar út Sjúddirari rei Elsku hjartans anginn minn Gústi guðsmaður Ég hugsa til pabba Fallery Litla frænka Til móður minnar Kátur ég geng
Andlát Vestmannaeyjar Fjallabyggð Akureyri Tónlist Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira