Endurgalt forsetanum greiðann með málverkum 31. október 2009 08:00 Gylfi ásamt forsetahjónunum Kristjáni og Halldóru Eldjárn eftir að hafa afhent þeim 5.000 krónurnar og málverkin. „Ég held að hann hafi verið mjög ánægður. Kristján var ofsa góður maður,“ segir tónlistarmaðurinn og málarinn Gylfi Ægisson. Eitt af síðustu embættisverkum forsetans Kristjáns Eldjárns árið 1980 var að taka við tveimur málverkum sem Gylfi málaði handa honum og forsetafrúnni Halldóru Eldjárn á síldartunnulok. Gylfi var að sýna Kristjáni þakklætisvott fyrir 5.000 króna lán sem hann sló hjá honum nokkrum árum áður á óregluárum sínum. „Þetta var seglskúta sem ég gaf Kristjáni og hús í snjó sem ég gaf henni. Þetta var málað bara spes fyrir þau áður en ég fór til þeirra. Þau voru mjög gestrisin og sýndu okkur bara staðinn og allt,“ segir Gylfi, sem mætti á Bessastaði með þáverandi sambýliskonu sinni. Sagt er frá fundinum í ævisögu Gylfa sem er væntanleg um miðjan nóvember. Gylfi rekur söguna þegar hann var blankur fylliraftur, svangur og illa til reika í ónýtum skóm og datt í hug að leita ásjár hjá sjálfum forsetanum, þótt hann þekkti hann ekki neitt. Í bókinni stendur orðrétt: „Nokkrum árum áður, þegar ég var á Svani frá Vestmannaeyjum, hafði ég kynnst Þórarni Stefánssyni, Tóta, systursyni Kristjáns Eldjárn forseta. Ég vissi að eftir að bera fór á mínu nafni í fjölmiðlum hafði Tóti sagt Kristjáni að hann þekkti mig. Af þeirri ástæðu þótti mér rökrétt að hringja niður í Stjórnarráð og spyrja um forsetann. Svona nokkuð gat manni dottið í hug í vitleysunni“. Kristján vorkenndi Gylfa og gaf honum 5.000 krónur. Síðan greip forsetinn í hann og spurði hvenær hann ætlaði að hætta þessari vitleysu. Þegar Gylfi hætti að drekka nokkrum árum síðar borgaði hann forsetanum peningana aftur og gaf honum málverkin í kaupbæti. „Þetta sat rosalega mikið í mér,“ segir hann um fyrsta fundinn með forsetanum. „Ég hélt áfram að drekka í einhvern tíma en samt hefur þetta aldrei horfið úr mínu minni. Mér fannst þetta frábærlega gert hjá Kristjáni.“ Á þessum árum voru 5.000 krónur töluverður peningur en hvað gerði Gylfi eiginlega við hann? „Ég fór náttúrulega beint í ríkið. Ég keypti mér ekki skó alla vega,“ segir hann og hlær. Þess má geta að Gylfi reyndi eitt sinn að slá lán hjá fjármálaráðherra Íslands, sem hann vill reyndar ekki nefna á nafn. Þá vantaði hann peninga til að komast til Vestmannaeyja. „Ég var að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að fara að þessu og þá datt mér í hug fjármálaráðuneytið. Þegar ég kom þar inn kom einn og ætlaði að henda mér út. Mér tókst að komast að fjármálaráðherra og hann laumaði að mér 5.000 kalli en ég gleymdi reyndar að borga hann aftur.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
„Ég held að hann hafi verið mjög ánægður. Kristján var ofsa góður maður,“ segir tónlistarmaðurinn og málarinn Gylfi Ægisson. Eitt af síðustu embættisverkum forsetans Kristjáns Eldjárns árið 1980 var að taka við tveimur málverkum sem Gylfi málaði handa honum og forsetafrúnni Halldóru Eldjárn á síldartunnulok. Gylfi var að sýna Kristjáni þakklætisvott fyrir 5.000 króna lán sem hann sló hjá honum nokkrum árum áður á óregluárum sínum. „Þetta var seglskúta sem ég gaf Kristjáni og hús í snjó sem ég gaf henni. Þetta var málað bara spes fyrir þau áður en ég fór til þeirra. Þau voru mjög gestrisin og sýndu okkur bara staðinn og allt,“ segir Gylfi, sem mætti á Bessastaði með þáverandi sambýliskonu sinni. Sagt er frá fundinum í ævisögu Gylfa sem er væntanleg um miðjan nóvember. Gylfi rekur söguna þegar hann var blankur fylliraftur, svangur og illa til reika í ónýtum skóm og datt í hug að leita ásjár hjá sjálfum forsetanum, þótt hann þekkti hann ekki neitt. Í bókinni stendur orðrétt: „Nokkrum árum áður, þegar ég var á Svani frá Vestmannaeyjum, hafði ég kynnst Þórarni Stefánssyni, Tóta, systursyni Kristjáns Eldjárn forseta. Ég vissi að eftir að bera fór á mínu nafni í fjölmiðlum hafði Tóti sagt Kristjáni að hann þekkti mig. Af þeirri ástæðu þótti mér rökrétt að hringja niður í Stjórnarráð og spyrja um forsetann. Svona nokkuð gat manni dottið í hug í vitleysunni“. Kristján vorkenndi Gylfa og gaf honum 5.000 krónur. Síðan greip forsetinn í hann og spurði hvenær hann ætlaði að hætta þessari vitleysu. Þegar Gylfi hætti að drekka nokkrum árum síðar borgaði hann forsetanum peningana aftur og gaf honum málverkin í kaupbæti. „Þetta sat rosalega mikið í mér,“ segir hann um fyrsta fundinn með forsetanum. „Ég hélt áfram að drekka í einhvern tíma en samt hefur þetta aldrei horfið úr mínu minni. Mér fannst þetta frábærlega gert hjá Kristjáni.“ Á þessum árum voru 5.000 krónur töluverður peningur en hvað gerði Gylfi eiginlega við hann? „Ég fór náttúrulega beint í ríkið. Ég keypti mér ekki skó alla vega,“ segir hann og hlær. Þess má geta að Gylfi reyndi eitt sinn að slá lán hjá fjármálaráðherra Íslands, sem hann vill reyndar ekki nefna á nafn. Þá vantaði hann peninga til að komast til Vestmannaeyja. „Ég var að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að fara að þessu og þá datt mér í hug fjármálaráðuneytið. Þegar ég kom þar inn kom einn og ætlaði að henda mér út. Mér tókst að komast að fjármálaráðherra og hann laumaði að mér 5.000 kalli en ég gleymdi reyndar að borga hann aftur.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira