Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2025 12:46 Sarina Wiegman knúsar Michelle Agyemang sem skoraði mikilvæg jöfnunarmörk gegn bæði Svíþjóð og Ítalíu til að knýja fram framlengingu. Alexander Hassenstein/Getty Images Sarina Wiegman stýrði Englandi í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í gærkvöld. Það ætti að koma fáum á óvart, enda fara hennar lið ávallt í úrslit. Enska liðið vann annan nauma sigurinn í röð á EM í Sviss í gærkvöld. Eftir að hafa slegið Svía út í 8-liða úrslitum eftir vítakeppni vann England 2-1 sigur á Ítölum í undanúrslitum vegna marks Chloe Kelly í framlengingu sem fylgdi eftir eigin klúðruðu vítaspyrnu á 119. mínútu. England lenti undir í báðum leikjum, 2-0 undir gegn Svíum og 1-0 gegn Ítölum, en sýndi karakter að snúa taflinu við og fara með herkjum í úrslit. Hin hollenska Wiegman þekkir vel til þess að fara í úrslitaleiki á stórmótum. Um er að ræða fimmta stórmót hennar sem þjálfari og í fimmta sinn leikur lið undir hennar stjórn til úrslita. Áður en hún tók við Englandi árið 2021 var hún þjálfari Hollands frá 2016 til 2021. Hún stýrði þeim hollensku til sigurs á EM 2017 sem fram fór í Hollandi og liðið lenti í öðru sæti á HM 2019 eftir tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitum. Næsta Evrópumót færðist um ár, til sumarsins 2022, vegna kórónuveirufaraldurs og aftur vann hennar lið EM á heimavelli; England varð Evrópumeistari á Wembley í Lundúnum. Þær ensku fóru þá í úrslit á HM 2023 en töpuðu fyrir Spáni í úrslitum. Líklegt þykir að England og Spánn mætist öðru sinni í úrslitaleik í ár en Spánn mætir Þýskalandi í undanúrslitum í kvöld. Nú er að sjá hvort Wiegman geti stýrt sínu liði til sigurs á stórmóti þegar hennar konur eru ekki á heimavelli. Árangur Wiegman á stórmótum: EM 2017 í Hollandi: Sigurvegari (Holland 4-2 Danmörk í úrslitum) HM 2019 í Frakklandi: 2. sæti (Holland 0-2 Bandaríkin í úrslitum) EM 2022 á Englandi: Sigurvegari (England 2-1 Þýskaland í úrslitum) HM 2023 í Ástralíu: 2. sæti (England 0-1 Spánn í úrslitum) EM 2025 í Sviss: Úrslit EM 2025 í Sviss Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Enska liðið vann annan nauma sigurinn í röð á EM í Sviss í gærkvöld. Eftir að hafa slegið Svía út í 8-liða úrslitum eftir vítakeppni vann England 2-1 sigur á Ítölum í undanúrslitum vegna marks Chloe Kelly í framlengingu sem fylgdi eftir eigin klúðruðu vítaspyrnu á 119. mínútu. England lenti undir í báðum leikjum, 2-0 undir gegn Svíum og 1-0 gegn Ítölum, en sýndi karakter að snúa taflinu við og fara með herkjum í úrslit. Hin hollenska Wiegman þekkir vel til þess að fara í úrslitaleiki á stórmótum. Um er að ræða fimmta stórmót hennar sem þjálfari og í fimmta sinn leikur lið undir hennar stjórn til úrslita. Áður en hún tók við Englandi árið 2021 var hún þjálfari Hollands frá 2016 til 2021. Hún stýrði þeim hollensku til sigurs á EM 2017 sem fram fór í Hollandi og liðið lenti í öðru sæti á HM 2019 eftir tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitum. Næsta Evrópumót færðist um ár, til sumarsins 2022, vegna kórónuveirufaraldurs og aftur vann hennar lið EM á heimavelli; England varð Evrópumeistari á Wembley í Lundúnum. Þær ensku fóru þá í úrslit á HM 2023 en töpuðu fyrir Spáni í úrslitum. Líklegt þykir að England og Spánn mætist öðru sinni í úrslitaleik í ár en Spánn mætir Þýskalandi í undanúrslitum í kvöld. Nú er að sjá hvort Wiegman geti stýrt sínu liði til sigurs á stórmóti þegar hennar konur eru ekki á heimavelli. Árangur Wiegman á stórmótum: EM 2017 í Hollandi: Sigurvegari (Holland 4-2 Danmörk í úrslitum) HM 2019 í Frakklandi: 2. sæti (Holland 0-2 Bandaríkin í úrslitum) EM 2022 á Englandi: Sigurvegari (England 2-1 Þýskaland í úrslitum) HM 2023 í Ástralíu: 2. sæti (England 0-1 Spánn í úrslitum) EM 2025 í Sviss: Úrslit
EM 2025 í Sviss Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira