Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júlí 2025 12:14 Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, segir sjálfsagt að taka málið fyrir þegar nefndin kemur saman í ágúst. Vísir/Anton Brink Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar og Costas Kadis sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, skrifuðu undir viljayfirlýsingu á þriðjudaginn í síðustu viku um aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er viljayfirlýsingin sögð grunnur að auknu framtíðarsamstarfi með tilliti til sjálfbærra fiskveiða, vísindarannsókna og verndun hafsins. Segir það gagnrýnisvert að bera ekki málið undir þingið Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í morgun eftir fundi í atvinnuveganefnd með atvinnuvegaráðherra og segir brýnt að fá nánari upplýsingar um hvað felst í yfirlýsingunni. Hann reiknar þó ekki með fundi fyrr en um miðjan ágúst. Ekki er gert ráð fyrir fundum nefndarinnar um sumar í þingsköpum Alþingis. Miklir hagsmunir séu undir. „Þetta eru stór og mikil mál sem eru þarna undir. Þar á meðal er talað um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins. Við höfum til dæmis átt í deilum við Evrópusambandið um deilistofna eins og makrílinn um langt skeið. Svo það er gott að fá fram hvað hefur komið fram tengt þessu.“ Að mati Njáls er það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi ekki borið yfirlýsinguna undir þingið áður en hún var undirrituð. „Það er bara mikilvægt að þegar að framkvæmdarvaldið fer í að skrifa undir svona viljayfirlýsingu við Evrópusambandið að þingið fái upplýsingar og góða umræðu um hvað viljayfirlýsingin snúist um. Og mikilvægt að þingið hafi aðkomu að málinu og sé að minnsta kosti vel upplýst.“ Formaðurinn veit lítið hvað felst í yfirlýsingunni Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins, segir sjálfsagt að taka málið fyrir þegar þing kemur saman. Að hans mati væri ráð að óska eftir minnisblaði um málið. „Ég held að það sé nú bara hefðbundið að ráðherra skrifi undir viljayfirlýsingu um gott samstarf við aðrar þjóðir. Sérstaklega helstu viðskiptalönd þjóðarinnar.“ Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra gaf ekki kost á viðtali vegna málsins en sagði að hún myndi auðvitað mæta á fund nefndarinnar komi formleg ósk um það. Spurður hvort honum hugnist viljayfirlýsingin segir Sigurjón erfitt að svara því enda viti hann lítið um hvað felist í yfirlýsingunni. Telur pólitíska vinda blása gegn ESB Aðspurður ítrekar hann skoðanir sínar á Evrópusambandinu. „Ég er ekki fylgjandi því að ganga inn í Evrópusambandið. Það er á hreinu. Mér finnst það stundum lykta af því að við ætlum að leysa okkar vandamál með því að ganga inn í Evrópusambandið. Í stað þess að einbeita okkur að því að leysa þau vandamál sem blasa við í þjóðfélaginu. Það eru mörg mál sem við þurfum að leysa úr sem leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið. Hvort sem það eru húsnæðismálin, sjávarútvegsmálin eða útlendingamálin. Ég held einmitt að lykillinn að því að ganga inn í Evrópusambandið fyrir þá sem styðja það núna sé að við gerum betur í útlendingamálum.“ Spurður hvað hann eigi við með því segir Sigurjón brýnt að taka til í þeim málaflokki áður en talað er um að ganga í Evrópusambandið. „Til dæmis þau mál sem voru stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Til dæmis útlendingalög og að taka á þeim málaflokki. Að hér sé ekki fólk sem er búið að brottvísa. Á meðan þau mál eru ókláruð þá tel ég að pólitískir vindar muni blása á móti Evrópusambandinu. Ég held að það sé lykillinn að taka á þessum málum.“ Spurður hvað honum finnist um umræðuna um Evrópusambandið undanfarna daga eftir komu Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, hingað til lands segir Sigurjón: „Hún hefur farið í ýmsar áttir þessi umræða. Menn eru stundum að gera of mikið úr litlu. Þá á ég bæði við þá sem eru mjög fylgjandi og þeir sem eru mjög andsnúnir Evrópusambandinu. Ég held að það sé þó alveg ljóst hvað ríkisstjórnin stendur fyrir. Hvort sem að þessum aðildarviðræðum hafi verið kirfilega slitið eða ekki þá er alveg ljóst að ef það á að halda áfram með málið þá er betra að vera með ferska stuðningsyfirlýsingu frá þjóðinni,“ segir hann og bætir við að að hans mati hafi aðildarviðræðunum verið slitið fyrir rúmlega tíu árum síðan. Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Evrópusambandið Flokkur fólksins Alþingi Utanríkismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar og Costas Kadis sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, skrifuðu undir viljayfirlýsingu á þriðjudaginn í síðustu viku um aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er viljayfirlýsingin sögð grunnur að auknu framtíðarsamstarfi með tilliti til sjálfbærra fiskveiða, vísindarannsókna og verndun hafsins. Segir það gagnrýnisvert að bera ekki málið undir þingið Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í morgun eftir fundi í atvinnuveganefnd með atvinnuvegaráðherra og segir brýnt að fá nánari upplýsingar um hvað felst í yfirlýsingunni. Hann reiknar þó ekki með fundi fyrr en um miðjan ágúst. Ekki er gert ráð fyrir fundum nefndarinnar um sumar í þingsköpum Alþingis. Miklir hagsmunir séu undir. „Þetta eru stór og mikil mál sem eru þarna undir. Þar á meðal er talað um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins. Við höfum til dæmis átt í deilum við Evrópusambandið um deilistofna eins og makrílinn um langt skeið. Svo það er gott að fá fram hvað hefur komið fram tengt þessu.“ Að mati Njáls er það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi ekki borið yfirlýsinguna undir þingið áður en hún var undirrituð. „Það er bara mikilvægt að þegar að framkvæmdarvaldið fer í að skrifa undir svona viljayfirlýsingu við Evrópusambandið að þingið fái upplýsingar og góða umræðu um hvað viljayfirlýsingin snúist um. Og mikilvægt að þingið hafi aðkomu að málinu og sé að minnsta kosti vel upplýst.“ Formaðurinn veit lítið hvað felst í yfirlýsingunni Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Flokks fólksins, segir sjálfsagt að taka málið fyrir þegar þing kemur saman. Að hans mati væri ráð að óska eftir minnisblaði um málið. „Ég held að það sé nú bara hefðbundið að ráðherra skrifi undir viljayfirlýsingu um gott samstarf við aðrar þjóðir. Sérstaklega helstu viðskiptalönd þjóðarinnar.“ Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra gaf ekki kost á viðtali vegna málsins en sagði að hún myndi auðvitað mæta á fund nefndarinnar komi formleg ósk um það. Spurður hvort honum hugnist viljayfirlýsingin segir Sigurjón erfitt að svara því enda viti hann lítið um hvað felist í yfirlýsingunni. Telur pólitíska vinda blása gegn ESB Aðspurður ítrekar hann skoðanir sínar á Evrópusambandinu. „Ég er ekki fylgjandi því að ganga inn í Evrópusambandið. Það er á hreinu. Mér finnst það stundum lykta af því að við ætlum að leysa okkar vandamál með því að ganga inn í Evrópusambandið. Í stað þess að einbeita okkur að því að leysa þau vandamál sem blasa við í þjóðfélaginu. Það eru mörg mál sem við þurfum að leysa úr sem leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið. Hvort sem það eru húsnæðismálin, sjávarútvegsmálin eða útlendingamálin. Ég held einmitt að lykillinn að því að ganga inn í Evrópusambandið fyrir þá sem styðja það núna sé að við gerum betur í útlendingamálum.“ Spurður hvað hann eigi við með því segir Sigurjón brýnt að taka til í þeim málaflokki áður en talað er um að ganga í Evrópusambandið. „Til dæmis þau mál sem voru stöðvuð af stjórnarandstöðunni. Til dæmis útlendingalög og að taka á þeim málaflokki. Að hér sé ekki fólk sem er búið að brottvísa. Á meðan þau mál eru ókláruð þá tel ég að pólitískir vindar muni blása á móti Evrópusambandinu. Ég held að það sé lykillinn að taka á þessum málum.“ Spurður hvað honum finnist um umræðuna um Evrópusambandið undanfarna daga eftir komu Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, hingað til lands segir Sigurjón: „Hún hefur farið í ýmsar áttir þessi umræða. Menn eru stundum að gera of mikið úr litlu. Þá á ég bæði við þá sem eru mjög fylgjandi og þeir sem eru mjög andsnúnir Evrópusambandinu. Ég held að það sé þó alveg ljóst hvað ríkisstjórnin stendur fyrir. Hvort sem að þessum aðildarviðræðum hafi verið kirfilega slitið eða ekki þá er alveg ljóst að ef það á að halda áfram með málið þá er betra að vera með ferska stuðningsyfirlýsingu frá þjóðinni,“ segir hann og bætir við að að hans mati hafi aðildarviðræðunum verið slitið fyrir rúmlega tíu árum síðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Evrópusambandið Flokkur fólksins Alþingi Utanríkismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira