„Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júlí 2025 12:16 Halldór Árnason er vel stemmdur fyrir stórleiknum í Póllandi. vísir Breiðablik spilar í kvöld fjölmennasta leik í sögu félagsins, á útivelli gegn pólsku meisturunum Lech Poznan í undankeppni Meistaradeildarinnar. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir Blikana ætla að halda í sín gildi, pressa stíft og stefna á sína allra bestu frammistöðu, svo verði bara að koma í ljós hverju það skilar þeim. Klárir í slaginn og kunna ekki að halda leikjum lokuðum „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Mjög spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni. Risastórt evrópskt atvinnumannalið, pólskir meistarar og virkilega gott lið, en við erum klárir og hungraðir í góða frammistöðu“ sagði Halldór í símtali við Vísi í morgun. Þið byrjið úti í Póllandi á þeirra heimavelli, má búast við því að þið reynið að halda leiknum frekar lokuðum í kvöld og reynið að opna hann frekar heima hjá ykkur á Kópavogsvelli í næstu viku? „Við kunnum það ekkert, að halda leikjum lokuðum. Við þurfum bara að vera trúir okkur og halda í okkar gildi. Við leggjum bara upp með okkar aggressívu pressu og erum mjög sterkir varnarlega. Þannig að ef leikurinn er lokaður að því leitinu til, við fáum ekki mörg færi á okkur, þá er það jákvætt. En við ætlum bara að vera trúir okkar gildum“ sagði Halldór einnig. Erfitt að lesa í andstæðinginn Blikarnir ætla greinilega að mæta óhræddir, pressa stíft og sjá hvernig pólski andstæðingurinn bregst við en Halldór átti erfitt með að lesa í hvernig þeir munu leysa pressuna. „Það verður bara að koma í ljós. Þeir hafa verið að spila aðeins öðruvísi núna fyrstu leiki þessa tímabils. Urðu meistarar í fyrra en eru aðeins að prófa sig áfram með marga nýja leikmenn. Við spilum auðvitað maður á mann þannig að okkar pressa fylgir bara þeirra uppstillingu. Við verðum klárir með plan A og B, svo kemur bara í ljós hvernig þeir stilla þessu upp.“ Uppalinn Bliki spilar með Lech Poznan Hjá Lech Poznan er uppalinn Bliki, Gísli Gottskálk Þórðarson, sem er búinn að jafna sig af axlarmeiðslum og gæti spilað í kvöld. „Frábært að sjá Gísla, enn einn uppalinn Blika, fara og spila í flottum atvinnumannaklúbbi í Evrópu. Við erum bara stoltir af honum og samgleðjumst honum að vera kominn á þennan stað á sínum ferli. Það væri sannarlega fínt krydd ef hann spilar leikinn, ekki spurning.“ Gísli Gottskálk hefur verið í endurhæfingu eftir axlarmeiðsli undanfarna mánuði en er nú mættur aftur og byrjaði inni á í síðasta leik Lech Poznan. Mynd: Lech Poznan Meiðsli og stutt milli leikja Eitthvað er um meiðsli í leikmannahópi Breiðabliks og sömuleiðis mjög stutt milli leikja þessa dagana þannig að menn hafa ekki mikinn tíma til að jafna sig. „Davíð Ingvarsson og Andri Yeoman eru ennþá frá. Aron Bjarnason er ennþá að glíma við sín vandamál en er til taks. Aðrir eru í toppstandi en auðvitað bara tveir dagar síðan við spiluðum deildarleik. Við erum búnir að endurheimta vel og gera menn klára, flestir bara á mjög góðum stað.“ Aron Bjarnason er enn að glíma við meiðsli en gæti spilað ef neyðin krefur.vísir Fjölmennasti leikur í sögu félagsins Leikurinn í kvöld verður væntanlega sá fjölmennasti í sögu Breiðabliks. Blikarnir hafa spilað fyrir framan tuttugu þúsund manns á Parken í Kaupmannahöfn en von er á fleira fólki í kvöld. „Þeir eiga von á rúmlega tuttugu þúsund, jafnvel hátt í þrjátíu þúsund manns. Ef það fer yfir tuttugu þúsund verður það fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað. Það verður spennandi, 43 þúsund manna leikvangur, alveg meiriháttar og gerir þetta ennþá skemmtilegra… Leikvangurinn í Poznan tekur 43 þúsund manns í sæti. ...Þetta er aðeins öðruvísi en í síðustu umferð. Þó það hafi verið hörkuandstæðingur og fínar aðstæður, þá er þetta á allt öðrum skala. Þetta er bara í hæsta flokki í Evrópu, algjörlega sturlaður leikvangur… Skemmtilegt en samt á þann hátt að við erum ekki bara að mæta þeim til að vera með. Við ætlum að eiga okkar bestu frammistöðu og sjá hverju það skilar“ sagði Halldór að lokum. Leikur Lech Poznan og Breiðabliks hefst klukkan hálf sjö í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Pólland Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira
Klárir í slaginn og kunna ekki að halda leikjum lokuðum „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Mjög spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni. Risastórt evrópskt atvinnumannalið, pólskir meistarar og virkilega gott lið, en við erum klárir og hungraðir í góða frammistöðu“ sagði Halldór í símtali við Vísi í morgun. Þið byrjið úti í Póllandi á þeirra heimavelli, má búast við því að þið reynið að halda leiknum frekar lokuðum í kvöld og reynið að opna hann frekar heima hjá ykkur á Kópavogsvelli í næstu viku? „Við kunnum það ekkert, að halda leikjum lokuðum. Við þurfum bara að vera trúir okkur og halda í okkar gildi. Við leggjum bara upp með okkar aggressívu pressu og erum mjög sterkir varnarlega. Þannig að ef leikurinn er lokaður að því leitinu til, við fáum ekki mörg færi á okkur, þá er það jákvætt. En við ætlum bara að vera trúir okkar gildum“ sagði Halldór einnig. Erfitt að lesa í andstæðinginn Blikarnir ætla greinilega að mæta óhræddir, pressa stíft og sjá hvernig pólski andstæðingurinn bregst við en Halldór átti erfitt með að lesa í hvernig þeir munu leysa pressuna. „Það verður bara að koma í ljós. Þeir hafa verið að spila aðeins öðruvísi núna fyrstu leiki þessa tímabils. Urðu meistarar í fyrra en eru aðeins að prófa sig áfram með marga nýja leikmenn. Við spilum auðvitað maður á mann þannig að okkar pressa fylgir bara þeirra uppstillingu. Við verðum klárir með plan A og B, svo kemur bara í ljós hvernig þeir stilla þessu upp.“ Uppalinn Bliki spilar með Lech Poznan Hjá Lech Poznan er uppalinn Bliki, Gísli Gottskálk Þórðarson, sem er búinn að jafna sig af axlarmeiðslum og gæti spilað í kvöld. „Frábært að sjá Gísla, enn einn uppalinn Blika, fara og spila í flottum atvinnumannaklúbbi í Evrópu. Við erum bara stoltir af honum og samgleðjumst honum að vera kominn á þennan stað á sínum ferli. Það væri sannarlega fínt krydd ef hann spilar leikinn, ekki spurning.“ Gísli Gottskálk hefur verið í endurhæfingu eftir axlarmeiðsli undanfarna mánuði en er nú mættur aftur og byrjaði inni á í síðasta leik Lech Poznan. Mynd: Lech Poznan Meiðsli og stutt milli leikja Eitthvað er um meiðsli í leikmannahópi Breiðabliks og sömuleiðis mjög stutt milli leikja þessa dagana þannig að menn hafa ekki mikinn tíma til að jafna sig. „Davíð Ingvarsson og Andri Yeoman eru ennþá frá. Aron Bjarnason er ennþá að glíma við sín vandamál en er til taks. Aðrir eru í toppstandi en auðvitað bara tveir dagar síðan við spiluðum deildarleik. Við erum búnir að endurheimta vel og gera menn klára, flestir bara á mjög góðum stað.“ Aron Bjarnason er enn að glíma við meiðsli en gæti spilað ef neyðin krefur.vísir Fjölmennasti leikur í sögu félagsins Leikurinn í kvöld verður væntanlega sá fjölmennasti í sögu Breiðabliks. Blikarnir hafa spilað fyrir framan tuttugu þúsund manns á Parken í Kaupmannahöfn en von er á fleira fólki í kvöld. „Þeir eiga von á rúmlega tuttugu þúsund, jafnvel hátt í þrjátíu þúsund manns. Ef það fer yfir tuttugu þúsund verður það fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað. Það verður spennandi, 43 þúsund manna leikvangur, alveg meiriháttar og gerir þetta ennþá skemmtilegra… Leikvangurinn í Poznan tekur 43 þúsund manns í sæti. ...Þetta er aðeins öðruvísi en í síðustu umferð. Þó það hafi verið hörkuandstæðingur og fínar aðstæður, þá er þetta á allt öðrum skala. Þetta er bara í hæsta flokki í Evrópu, algjörlega sturlaður leikvangur… Skemmtilegt en samt á þann hátt að við erum ekki bara að mæta þeim til að vera með. Við ætlum að eiga okkar bestu frammistöðu og sjá hverju það skilar“ sagði Halldór að lokum. Leikur Lech Poznan og Breiðabliks hefst klukkan hálf sjö í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Pólland Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira