Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2025 18:30 Guðlaugur Þór Þórðarson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast. Hann segir forsætisráðherra ganga á bak orða sinna. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með utanríkisráðherra að beiðni nefndarmeðlima minnihlutans í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Minnihlutinn vildi meðal annars fá svör við því hvað ráðherra ræddi við forsetann. Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat fundinn, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Allar áhyggjur minnihlutans hafi verið staðfestar. „Þetta leikrit er hafið. Núverandi forsætisráðherra sagði fyrir kosningar að hún vildi ekki ræða ESB-málin því það ætti ekki að kljúfa þjóðina. Það verður gert. Þetta eru engar tilviljanir þegar kemur bæði að orðræðu og framgöngu forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þó það sé gott að fá góða gesti er það þannig að ríkisstjórnin er farin á fullt,“ segir Guðlaugur. „Þessi hræðsluáróður er hafinn og við munum sjá meira af honum núna næstu mánuði og ár. Það er mjög mikilvægt að við grípum til varna.“ Von der Leyen sagt hvað hún ætti að segja Mikið hefur verið þrætt um hvort umsókn Íslands í ESB frá 2009 sé enn í gildi eða ekki, en von der Leyen vill meina að hún sé gild, þvert á það sem minnihlutinn hér segir. „Trúðu mér. Ursula er ekki að segja að umsóknin sé enn þá gild, nema vegna þess að því hafi verið komið af af íslensku ríkisstjórninni og forystumönnum hennar,“ segir Guðlaugur. Flokkur fólksins láti allt yfir sig ganga Hann segir ljóst að Samfylking og Viðreisn standi ein að verki, en samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn, Flokkur fólksins, vill ekki ganga í sambandið. Þingmaður flokksins birti færslu um helgina þar sem hann sagði umsóknarríki ESB vera púðurtunnur sem ekki sé ráð að bindast nánari böndum. „Það er mjög áhugavert að sjá þetta hjá ríkisstjórn með Flokk fólksins innanborðs. Þeir láta nú augljóslega allt yfir sig ganga og þegar þeirra málum er hent út kenna þeir stjórnarandstöðunni um eins og aðrir stjórnarliðar. Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að flestir, ef ekki allir, hafi trúað forsætisráðherra þegar hún sagði það ekki vera skynsamlegt að fara þessa leið. Við sjáum þau lönd sem við berum okkur saman við sem eru ekki í ESB, þau eru ekki að sækja um. Meðal annars vegna þess að þau telja það ekki skynsamlegt að kljúfa sínar þjóðir,“ segir Guðlaugur. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Utanríkismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Utanríkismálanefnd fundaði í dag með utanríkisráðherra að beiðni nefndarmeðlima minnihlutans í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Minnihlutinn vildi meðal annars fá svör við því hvað ráðherra ræddi við forsetann. Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat fundinn, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Allar áhyggjur minnihlutans hafi verið staðfestar. „Þetta leikrit er hafið. Núverandi forsætisráðherra sagði fyrir kosningar að hún vildi ekki ræða ESB-málin því það ætti ekki að kljúfa þjóðina. Það verður gert. Þetta eru engar tilviljanir þegar kemur bæði að orðræðu og framgöngu forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þó það sé gott að fá góða gesti er það þannig að ríkisstjórnin er farin á fullt,“ segir Guðlaugur. „Þessi hræðsluáróður er hafinn og við munum sjá meira af honum núna næstu mánuði og ár. Það er mjög mikilvægt að við grípum til varna.“ Von der Leyen sagt hvað hún ætti að segja Mikið hefur verið þrætt um hvort umsókn Íslands í ESB frá 2009 sé enn í gildi eða ekki, en von der Leyen vill meina að hún sé gild, þvert á það sem minnihlutinn hér segir. „Trúðu mér. Ursula er ekki að segja að umsóknin sé enn þá gild, nema vegna þess að því hafi verið komið af af íslensku ríkisstjórninni og forystumönnum hennar,“ segir Guðlaugur. Flokkur fólksins láti allt yfir sig ganga Hann segir ljóst að Samfylking og Viðreisn standi ein að verki, en samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn, Flokkur fólksins, vill ekki ganga í sambandið. Þingmaður flokksins birti færslu um helgina þar sem hann sagði umsóknarríki ESB vera púðurtunnur sem ekki sé ráð að bindast nánari böndum. „Það er mjög áhugavert að sjá þetta hjá ríkisstjórn með Flokk fólksins innanborðs. Þeir láta nú augljóslega allt yfir sig ganga og þegar þeirra málum er hent út kenna þeir stjórnarandstöðunni um eins og aðrir stjórnarliðar. Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að flestir, ef ekki allir, hafi trúað forsætisráðherra þegar hún sagði það ekki vera skynsamlegt að fara þessa leið. Við sjáum þau lönd sem við berum okkur saman við sem eru ekki í ESB, þau eru ekki að sækja um. Meðal annars vegna þess að þau telja það ekki skynsamlegt að kljúfa sínar þjóðir,“ segir Guðlaugur.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Utanríkismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira