Fótbolti

Kol­beinn lagði upp sigur­markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Þórðarson var maðurinn á bak við sigurmark IFK Gautaborgar í dag.
Kolbeinn Þórðarson var maðurinn á bak við sigurmark IFK Gautaborgar í dag. Getty/Tom Goyvaerts

Íslenski miðjumaðurinn Kolbeinn Þórðarson og félagar í IFK Gautaborg unnu góðan útisigur í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

IFK Gautaborg vann sótti þá 1-0 sigur á Sirius og fagnaði sínum fjórða sigri í síðustu sex deildarleikjum.

Liðið er áfram í sjöunda sæti deildarinnar.

Kolbeinn var í byrjunarliðinu og lagði upp sigurmarkið fyrir David Kruse á 59. mínútu. Kruse skoraði úr skoti í teignum eftir hornspyrnu. 

Kolbeinn var tekinn af velli tveimur mínútum síðar vegna meiðsla en þau eru vonandi ekki alvarleg.

Þetta var fyrsta stoðsendingin hjá Kolbeini í sænsku deildinni í sumar en hann er búinn að skora sjálfur fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×