„Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. júlí 2025 16:58 Halldór Árnason, þjálfari Blika, var eðlilega sáttur með sigurinn í dag. Vísir/Anton Brink Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var sáttur eftir sigur sinna manna á Vestra í dag, 1-0. Með sigrinum eru Blikar komnir upp að hlið Víkinga á toppnum. „Góð frammistaða. Héldum þeim ágætlega frá markinu okkar og sköpuðum urmul dauðafæra sem við verðum að nýta betur. Það þarf ekkert nema eitt langt innkast eða fast leikatriði eða eitthvað undir lokin til þess að missa þetta niður, þannig að ég hefði gjarnan viljað ganga frá leiknum fyrr,“ sagði Halldór. „Það vantaði upp á færanýtinguna og betri ákvarðanatöku í stöðum þegar við komumst niður að endalínu. Menn eru í dauðafæri inn í teignum en við erum að bíða lengi með sendinguna, velja rangan vinkil. Stundum er það bara þannig. Í síðasta leik fór það allt inn en nú er það stöngin út, en þrjú stig gegn góðu liði og við tökum því.“ Lið Breiðabliks fer út í fyrramálið klukkan sex til Póllands þar sem liðið mun mæta Lech Poznan á þriðjudaginn. Halldór segir þann leik ekki hafa truflað liðið í undirbúningi fyrir þennan leik. „Síðan Egnatia leikurinn kláraðist þá erum við bara búnir að fókúsera á þennan leik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við fórum yfir það. Við reynum yfirleitt ekki að tala upp leiki en umferðin hefur bara þróast þannig að liðin í topp sex eru búin að vera tapa stigum og svo eru innbyrðis leikir í umferðinni og Vestri líka búnir að vera í topp sex. Þessi umferð bara raðaðist upp þannig að við þurftum að vinna í dag og gerðum það. Nú bara tekur við endurheimt og ferðarleg sem fer reyndar ekki mjög vel saman, en það er eins og það er en við verðum klárir á þriðjudaginn.“ Damir Muminovic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag eftir að hafa komið frá Brúnei. Var hann í byrjunarliðinu í leiknum, en Halldór sagði fyrir leik að vegna leikbanna hjá varnarmönnum liðsins skapaðist tækifæri fyrir Damir í liðinu. Halldór var mjög sáttur með leik Damirs, en hann og Viktor Örn stóðu í miðri vörninni með miðjumanninn Anton Loga í vinstri bakverðinum og sóknarsinnaða kantmanninn Ágúst Orra í hægri bakverðinum. „Það var eins og hann hafði aldrei farið. Hann var bara frábær, meiri háttar flottur. Við stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu í leiknum með tvo varnarmenn inn á og kannski full opnir til baka í fyrri hálfleik en við leystum það ágætlega. Við þéttum þetta svo aðeins í seinni. Damir var meira í comfortzone-inu sínu þar og þeir og bara allt liðið frábærir.“ Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
„Góð frammistaða. Héldum þeim ágætlega frá markinu okkar og sköpuðum urmul dauðafæra sem við verðum að nýta betur. Það þarf ekkert nema eitt langt innkast eða fast leikatriði eða eitthvað undir lokin til þess að missa þetta niður, þannig að ég hefði gjarnan viljað ganga frá leiknum fyrr,“ sagði Halldór. „Það vantaði upp á færanýtinguna og betri ákvarðanatöku í stöðum þegar við komumst niður að endalínu. Menn eru í dauðafæri inn í teignum en við erum að bíða lengi með sendinguna, velja rangan vinkil. Stundum er það bara þannig. Í síðasta leik fór það allt inn en nú er það stöngin út, en þrjú stig gegn góðu liði og við tökum því.“ Lið Breiðabliks fer út í fyrramálið klukkan sex til Póllands þar sem liðið mun mæta Lech Poznan á þriðjudaginn. Halldór segir þann leik ekki hafa truflað liðið í undirbúningi fyrir þennan leik. „Síðan Egnatia leikurinn kláraðist þá erum við bara búnir að fókúsera á þennan leik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við fórum yfir það. Við reynum yfirleitt ekki að tala upp leiki en umferðin hefur bara þróast þannig að liðin í topp sex eru búin að vera tapa stigum og svo eru innbyrðis leikir í umferðinni og Vestri líka búnir að vera í topp sex. Þessi umferð bara raðaðist upp þannig að við þurftum að vinna í dag og gerðum það. Nú bara tekur við endurheimt og ferðarleg sem fer reyndar ekki mjög vel saman, en það er eins og það er en við verðum klárir á þriðjudaginn.“ Damir Muminovic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag eftir að hafa komið frá Brúnei. Var hann í byrjunarliðinu í leiknum, en Halldór sagði fyrir leik að vegna leikbanna hjá varnarmönnum liðsins skapaðist tækifæri fyrir Damir í liðinu. Halldór var mjög sáttur með leik Damirs, en hann og Viktor Örn stóðu í miðri vörninni með miðjumanninn Anton Loga í vinstri bakverðinum og sóknarsinnaða kantmanninn Ágúst Orra í hægri bakverðinum. „Það var eins og hann hafði aldrei farið. Hann var bara frábær, meiri háttar flottur. Við stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu í leiknum með tvo varnarmenn inn á og kannski full opnir til baka í fyrri hálfleik en við leystum það ágætlega. Við þéttum þetta svo aðeins í seinni. Damir var meira í comfortzone-inu sínu þar og þeir og bara allt liðið frábærir.“
Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira