„Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. júlí 2025 16:58 Halldór Árnason, þjálfari Blika, var eðlilega sáttur með sigurinn í dag. Vísir/Anton Brink Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var sáttur eftir sigur sinna manna á Vestra í dag, 1-0. Með sigrinum eru Blikar komnir upp að hlið Víkinga á toppnum. „Góð frammistaða. Héldum þeim ágætlega frá markinu okkar og sköpuðum urmul dauðafæra sem við verðum að nýta betur. Það þarf ekkert nema eitt langt innkast eða fast leikatriði eða eitthvað undir lokin til þess að missa þetta niður, þannig að ég hefði gjarnan viljað ganga frá leiknum fyrr,“ sagði Halldór. „Það vantaði upp á færanýtinguna og betri ákvarðanatöku í stöðum þegar við komumst niður að endalínu. Menn eru í dauðafæri inn í teignum en við erum að bíða lengi með sendinguna, velja rangan vinkil. Stundum er það bara þannig. Í síðasta leik fór það allt inn en nú er það stöngin út, en þrjú stig gegn góðu liði og við tökum því.“ Lið Breiðabliks fer út í fyrramálið klukkan sex til Póllands þar sem liðið mun mæta Lech Poznan á þriðjudaginn. Halldór segir þann leik ekki hafa truflað liðið í undirbúningi fyrir þennan leik. „Síðan Egnatia leikurinn kláraðist þá erum við bara búnir að fókúsera á þennan leik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við fórum yfir það. Við reynum yfirleitt ekki að tala upp leiki en umferðin hefur bara þróast þannig að liðin í topp sex eru búin að vera tapa stigum og svo eru innbyrðis leikir í umferðinni og Vestri líka búnir að vera í topp sex. Þessi umferð bara raðaðist upp þannig að við þurftum að vinna í dag og gerðum það. Nú bara tekur við endurheimt og ferðarleg sem fer reyndar ekki mjög vel saman, en það er eins og það er en við verðum klárir á þriðjudaginn.“ Damir Muminovic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag eftir að hafa komið frá Brúnei. Var hann í byrjunarliðinu í leiknum, en Halldór sagði fyrir leik að vegna leikbanna hjá varnarmönnum liðsins skapaðist tækifæri fyrir Damir í liðinu. Halldór var mjög sáttur með leik Damirs, en hann og Viktor Örn stóðu í miðri vörninni með miðjumanninn Anton Loga í vinstri bakverðinum og sóknarsinnaða kantmanninn Ágúst Orra í hægri bakverðinum. „Það var eins og hann hafði aldrei farið. Hann var bara frábær, meiri háttar flottur. Við stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu í leiknum með tvo varnarmenn inn á og kannski full opnir til baka í fyrri hálfleik en við leystum það ágætlega. Við þéttum þetta svo aðeins í seinni. Damir var meira í comfortzone-inu sínu þar og þeir og bara allt liðið frábærir.“ Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
„Góð frammistaða. Héldum þeim ágætlega frá markinu okkar og sköpuðum urmul dauðafæra sem við verðum að nýta betur. Það þarf ekkert nema eitt langt innkast eða fast leikatriði eða eitthvað undir lokin til þess að missa þetta niður, þannig að ég hefði gjarnan viljað ganga frá leiknum fyrr,“ sagði Halldór. „Það vantaði upp á færanýtinguna og betri ákvarðanatöku í stöðum þegar við komumst niður að endalínu. Menn eru í dauðafæri inn í teignum en við erum að bíða lengi með sendinguna, velja rangan vinkil. Stundum er það bara þannig. Í síðasta leik fór það allt inn en nú er það stöngin út, en þrjú stig gegn góðu liði og við tökum því.“ Lið Breiðabliks fer út í fyrramálið klukkan sex til Póllands þar sem liðið mun mæta Lech Poznan á þriðjudaginn. Halldór segir þann leik ekki hafa truflað liðið í undirbúningi fyrir þennan leik. „Síðan Egnatia leikurinn kláraðist þá erum við bara búnir að fókúsera á þennan leik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við fórum yfir það. Við reynum yfirleitt ekki að tala upp leiki en umferðin hefur bara þróast þannig að liðin í topp sex eru búin að vera tapa stigum og svo eru innbyrðis leikir í umferðinni og Vestri líka búnir að vera í topp sex. Þessi umferð bara raðaðist upp þannig að við þurftum að vinna í dag og gerðum það. Nú bara tekur við endurheimt og ferðarleg sem fer reyndar ekki mjög vel saman, en það er eins og það er en við verðum klárir á þriðjudaginn.“ Damir Muminovic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag eftir að hafa komið frá Brúnei. Var hann í byrjunarliðinu í leiknum, en Halldór sagði fyrir leik að vegna leikbanna hjá varnarmönnum liðsins skapaðist tækifæri fyrir Damir í liðinu. Halldór var mjög sáttur með leik Damirs, en hann og Viktor Örn stóðu í miðri vörninni með miðjumanninn Anton Loga í vinstri bakverðinum og sóknarsinnaða kantmanninn Ágúst Orra í hægri bakverðinum. „Það var eins og hann hafði aldrei farið. Hann var bara frábær, meiri háttar flottur. Við stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu í leiknum með tvo varnarmenn inn á og kannski full opnir til baka í fyrri hálfleik en við leystum það ágætlega. Við þéttum þetta svo aðeins í seinni. Damir var meira í comfortzone-inu sínu þar og þeir og bara allt liðið frábærir.“
Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira