„Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 12:32 Diljá Ýr Zomers mætir til leiks á Evrópumótinu í Sviss. Hún var í hópnum en fékk þó ekki að spila í þremur leikjum íslenska liðsins. Getty/Aitor Alcalde Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. Diljá hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Leuven í Belgíu. Hún átti frábært fyrra tímabil og varð þá markahæst í belgísku úrvalsdeildinni. Seinna tímabilið einkenndist aftur á móti af miklum meiðslum og litlum spilatíma. Diljá skoraði 23 deildarmörk fyrra tímabilið en fjögur mörk á því seinna. Nú hefur Diljá jafnað sig af meiðslunum og horfir fram á betri tíma hjá nýja félaginu, Brann í Noregi. Stór klúbbur „Þetta er stór klúbbur sem margir þekkja til og mjög fagmannlegt umhverfi. Maður fann það strax þegar maður mætti þarna að það er reynt að gera allt fyrir kvennaliðið, bara jafnt á við karlaliðið,“ sagði Diljá. „Við spilum á sama velli og karlarnir, erum með sama æfingasvæði og sami strúktúr í kringum æfingar og svoleiðis. Það heillaði mjög mikið og ég sé tækifæri á að bæta mig þarna í þessu umhverfi,“ sagði Diljá. Brann er mikið Íslendingafélag. Natasha Anasi, liðsfélagi Diljár í íslenska landsliðinu, lék með liðinu og tveir íslenskir leikmenn spila með karlaliðinu í dag sem Freyr Alexandersson þjálfari. Var Freyr að hjálpa til? „Var Freyr eitthvað að hjálpa til við að sannfæra þig,“ spurði Ágúst. „Nei ekki mig en ég heyrði af því að hann hafi reynt að sannfæra þá ennþá meira um að fá mig. Það er búið að vera í gangi í langan tíma að þeir séu að reyna að fá mig,“ sagði Diljá. „Þeir fóru eitthvað aðeins, töluðu við hann og tékkuðu á því hvort að þetta væri ekki örugglega rétt,“ sagði Diljá. Hún ræddi sjálf við félaga sinn í íslenska landsliðinu. „Um leið og þetta kom upp þá heyrði ég í Natöshu og hún sagði bara góða hluti. Það var eiginlega ekki hægt að sleppa þessu,“ sagði Diljá. Flytur lengra frá kærastanum Með flutningunum til Noregs þá færist Diljá töluvert lengra frá kærasta sínum, landsliðsmanninum Valgeiri Lunddal Friðrikssyni sem spilar í Düsseldorf í Þýskalandi. „Þetta var ekki alveg eins og þetta væri fjarsamband þar sem að maður gat verið að koma í hverri viku og við verið mikið saman. Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu,“ sagði Diljá í léttum tón. „Ég lét mig hverfa frá Svíþjóð og fór frá Belgíu. Svo ákveður Valgeir að fara frá Svíþjóð til Þýskalands og koma aðeins nær. Svo var ég greinilega komin með smá ógeð á því og ákvað að fara lengra í burtu,“ sagði Diljá létt. „Þetta hefur bata gengið rosalega vel. Við vitum alveg að þetta sé erfitt og við erum bæði í þessum bransa. Við veljum þennan bransa og maður verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Diljá. Norski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Diljá hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Leuven í Belgíu. Hún átti frábært fyrra tímabil og varð þá markahæst í belgísku úrvalsdeildinni. Seinna tímabilið einkenndist aftur á móti af miklum meiðslum og litlum spilatíma. Diljá skoraði 23 deildarmörk fyrra tímabilið en fjögur mörk á því seinna. Nú hefur Diljá jafnað sig af meiðslunum og horfir fram á betri tíma hjá nýja félaginu, Brann í Noregi. Stór klúbbur „Þetta er stór klúbbur sem margir þekkja til og mjög fagmannlegt umhverfi. Maður fann það strax þegar maður mætti þarna að það er reynt að gera allt fyrir kvennaliðið, bara jafnt á við karlaliðið,“ sagði Diljá. „Við spilum á sama velli og karlarnir, erum með sama æfingasvæði og sami strúktúr í kringum æfingar og svoleiðis. Það heillaði mjög mikið og ég sé tækifæri á að bæta mig þarna í þessu umhverfi,“ sagði Diljá. Brann er mikið Íslendingafélag. Natasha Anasi, liðsfélagi Diljár í íslenska landsliðinu, lék með liðinu og tveir íslenskir leikmenn spila með karlaliðinu í dag sem Freyr Alexandersson þjálfari. Var Freyr að hjálpa til? „Var Freyr eitthvað að hjálpa til við að sannfæra þig,“ spurði Ágúst. „Nei ekki mig en ég heyrði af því að hann hafi reynt að sannfæra þá ennþá meira um að fá mig. Það er búið að vera í gangi í langan tíma að þeir séu að reyna að fá mig,“ sagði Diljá. „Þeir fóru eitthvað aðeins, töluðu við hann og tékkuðu á því hvort að þetta væri ekki örugglega rétt,“ sagði Diljá. Hún ræddi sjálf við félaga sinn í íslenska landsliðinu. „Um leið og þetta kom upp þá heyrði ég í Natöshu og hún sagði bara góða hluti. Það var eiginlega ekki hægt að sleppa þessu,“ sagði Diljá. Flytur lengra frá kærastanum Með flutningunum til Noregs þá færist Diljá töluvert lengra frá kærasta sínum, landsliðsmanninum Valgeiri Lunddal Friðrikssyni sem spilar í Düsseldorf í Þýskalandi. „Þetta var ekki alveg eins og þetta væri fjarsamband þar sem að maður gat verið að koma í hverri viku og við verið mikið saman. Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu,“ sagði Diljá í léttum tón. „Ég lét mig hverfa frá Svíþjóð og fór frá Belgíu. Svo ákveður Valgeir að fara frá Svíþjóð til Þýskalands og koma aðeins nær. Svo var ég greinilega komin með smá ógeð á því og ákvað að fara lengra í burtu,“ sagði Diljá létt. „Þetta hefur bata gengið rosalega vel. Við vitum alveg að þetta sé erfitt og við erum bæði í þessum bransa. Við veljum þennan bransa og maður verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Diljá.
Norski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira