Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2025 13:50 Maðurinn ók um Hafnarfjörð, næstum því þveran og endilangann. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi vegna ofsaaksturs þar sem hann var sagður hafa stofnað lífi vegfarenda og lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann í hættu. Hann var dæmdur vegna tveggja tilvika. Annars vegar var hann ákærður fyrir að aka, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis austur Reykjanesbrautina skammt frá Álverinu í Straumsvík í lok febrúar í fyrra. Þar hafi hann ekið fram úr öðrum bíl yfir óbrotna línu þannig að ökumaður hins bílsins þurfti að víkja skyndilega til þess að forðast árekstur. Með því þótti hann stofna lífi ökumannsins og annarra í hættu með ófyrirleitnum hætti. Fram kemur að akstur mannsins hafi verið stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut skammt frá Hlíðartorgi í Hafnarfirði og hann handtekinn. Á tvöföldum hámarkshraða undan lögreglu Hitt atvikið átti sér stað nákvæmlega mánuði síðar og var öllu umfangsmeira af ákærunni að dæma. Maðurinn var þá undir áhrifum áfengis og fíkniefna, og enn sviptur ökuréttindum. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar. Síðan hafi lögreglan hafið eftirför á eftir honum, og þá hafi hann ekið yfir óbrotnar miðlínur og ógætilega milli bíla án þess að gefa stefnuljós. Einnig hafi hann ekki miðað ökuhraða við aðstæður eða gætt að öryggi annarra. Í ákærunni er þessum seinni akstri lýst með nánari hætti. Þar segir að hann hafi verið að aka vestur Reykjanesbraut, frá gatnamótunum við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Hann hafi haldið suður Reykjanesbraut á allt að 146 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraði er 80. Hann hafi svo beygt niður Ásbraut og ekið að hringtorginu Haukatorg þar sem hann tók U-beygju og sneri því við. Síðan hafi hann ekið áfram um Ásbraut í austur, beygt suður á hringtorginu Goðatorgi og ekið að hringtorginu Vörðutorg. Þar hafi hann tekið heilann hring og aftur farið að Goðatorgi, og þar aftur tekið stefnuna austur. Svo hafi hann beygt upp Kaldárselsveg og svo um Öldugötu endilanga, en ökumaðurinn nam staðar og lagði bílnum við Öldugötu 1. Þar handtók lögreglan hann skammt frá. Leiðin um Hafnarfjörð mun hafa verið einhvernveginn svona.Já.is. „Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið ákærða í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann,“ segir í ákærunni. Maðurinn játaði skýlaust sök. Hann hefur ítrekað áður á síðustu tíu árum gerst sekur um umferðarlagabrot. Dómurinn leit til þess að við aksturinn hefði hann ekið með vítaverðum hætti og valdið mikilli hættu. Á móti var litið til játningar hans honum til málsbóta. Líkt og áður segir var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi. Þá er hann sviptur ökuréttindum ævilangt og gert að greiða 865 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Hann var dæmdur vegna tveggja tilvika. Annars vegar var hann ákærður fyrir að aka, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis austur Reykjanesbrautina skammt frá Álverinu í Straumsvík í lok febrúar í fyrra. Þar hafi hann ekið fram úr öðrum bíl yfir óbrotna línu þannig að ökumaður hins bílsins þurfti að víkja skyndilega til þess að forðast árekstur. Með því þótti hann stofna lífi ökumannsins og annarra í hættu með ófyrirleitnum hætti. Fram kemur að akstur mannsins hafi verið stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut skammt frá Hlíðartorgi í Hafnarfirði og hann handtekinn. Á tvöföldum hámarkshraða undan lögreglu Hitt atvikið átti sér stað nákvæmlega mánuði síðar og var öllu umfangsmeira af ákærunni að dæma. Maðurinn var þá undir áhrifum áfengis og fíkniefna, og enn sviptur ökuréttindum. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar. Síðan hafi lögreglan hafið eftirför á eftir honum, og þá hafi hann ekið yfir óbrotnar miðlínur og ógætilega milli bíla án þess að gefa stefnuljós. Einnig hafi hann ekki miðað ökuhraða við aðstæður eða gætt að öryggi annarra. Í ákærunni er þessum seinni akstri lýst með nánari hætti. Þar segir að hann hafi verið að aka vestur Reykjanesbraut, frá gatnamótunum við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Hann hafi haldið suður Reykjanesbraut á allt að 146 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraði er 80. Hann hafi svo beygt niður Ásbraut og ekið að hringtorginu Haukatorg þar sem hann tók U-beygju og sneri því við. Síðan hafi hann ekið áfram um Ásbraut í austur, beygt suður á hringtorginu Goðatorgi og ekið að hringtorginu Vörðutorg. Þar hafi hann tekið heilann hring og aftur farið að Goðatorgi, og þar aftur tekið stefnuna austur. Svo hafi hann beygt upp Kaldárselsveg og svo um Öldugötu endilanga, en ökumaðurinn nam staðar og lagði bílnum við Öldugötu 1. Þar handtók lögreglan hann skammt frá. Leiðin um Hafnarfjörð mun hafa verið einhvernveginn svona.Já.is. „Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið ákærða í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann,“ segir í ákærunni. Maðurinn játaði skýlaust sök. Hann hefur ítrekað áður á síðustu tíu árum gerst sekur um umferðarlagabrot. Dómurinn leit til þess að við aksturinn hefði hann ekið með vítaverðum hætti og valdið mikilli hættu. Á móti var litið til játningar hans honum til málsbóta. Líkt og áður segir var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi. Þá er hann sviptur ökuréttindum ævilangt og gert að greiða 865 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira