„Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 08:22 Guðrún Arnardóttir lék 150 leiki fyrir Rosengård og skoraði í þeim þrettán mörk sem er mjög gott fyrir miðvörð sem tekur ekki víti. Getty/Jonathan Nackstrand Guðrún Arnardóttir er að yfirgefa sænsku meistarana í Rosengård en fyrirliði sænska liðsins vill finna sér nýja áskorun áður en hún heldur upp á þrítugsafmælið. Guðrún hefur talað um það að komast í sterkari deild og hrista aðeins upp í hlutunum sem hún er einmitt að gera núna. Guðrún ræddi tíma sinn hjá Rosengård í kveðjuviðtali á heimasíðu félagsins. Hún er búin að spila 150 leiki fyrir félagið á fjórum tímabilum. Á heimasíðunni er Guðrúnu hrósað fyrir að vera lykilleikmaður í vörn liðsins og öflugur leiðtogi bæði innan sem utan vallar. Lærði svo mikið „Þessi klúbbur skiptir mig svo miklu máli. Þetta hafa verið frábær ár hjá FCR og strax frá byrjun leið mér eins og heima hjá mér. Ég lærði svo mikið á þessum árum og þroskaðist sem bæði leikmaður og manneskja. Ég hitti ótrúlegt fólk og þau urðu góðir vinir mínir,“ sagði Guðrún í viðtali á heimasíðu Rosengård. Hún segir ein besta minningin sé þegar hún vann fyrsta meistaratitil sinn með félaginu árið 2021. Hún nefnir líka síðasta sumar sem var frábært tímabil hjá bæði henni og öllu Rosengård liðinu sem vann sænska titilinn afar sannfærandi. Guðrún varð þá sænskur meistari með félaginu í þriðja sinn. Mikill heiður að bera bandið „Að fá að bera fyrirliðabandið var mikill heiður fyrir mig en það má kannski segja að það sé táknmynd þess hvernig málin hafa þróast hjá mér á þessum árum hér. Allir hafa stutt svo vel við bakið á mér og hjálpað mér að vera leikmaðurinn og leiðtoginn sem ég er í dag,“ sagði Guðrún. „Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár og þekki orðið nokkuð vel inn á deildina og liðin hér. Á sama tíma er ég ekkert að verða neitt yngri. Mér fannst þetta vera því rétti tíminn fyrir nýja áskorun,“ sagði Guðrún. Góður tími fyrir þetta skref „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið. Ég tel að þetta sér góður tími á mínum ferli til að taka það skref,“ sagði Guðrún en hún er 29 ára gömul. „Ég hlakka mikið til að stíga út í óvissuna og tel að ég geti þróað minn leik enn frekar með því að spila í allt annars konar fótboltamenningu. Líka sem manneskja að fá að upplifa allt annað umhverfi. Vonandi læri ég nýtt tungumál í leiðinni,“ sagði Guðrún. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Guðrún hefur talað um það að komast í sterkari deild og hrista aðeins upp í hlutunum sem hún er einmitt að gera núna. Guðrún ræddi tíma sinn hjá Rosengård í kveðjuviðtali á heimasíðu félagsins. Hún er búin að spila 150 leiki fyrir félagið á fjórum tímabilum. Á heimasíðunni er Guðrúnu hrósað fyrir að vera lykilleikmaður í vörn liðsins og öflugur leiðtogi bæði innan sem utan vallar. Lærði svo mikið „Þessi klúbbur skiptir mig svo miklu máli. Þetta hafa verið frábær ár hjá FCR og strax frá byrjun leið mér eins og heima hjá mér. Ég lærði svo mikið á þessum árum og þroskaðist sem bæði leikmaður og manneskja. Ég hitti ótrúlegt fólk og þau urðu góðir vinir mínir,“ sagði Guðrún í viðtali á heimasíðu Rosengård. Hún segir ein besta minningin sé þegar hún vann fyrsta meistaratitil sinn með félaginu árið 2021. Hún nefnir líka síðasta sumar sem var frábært tímabil hjá bæði henni og öllu Rosengård liðinu sem vann sænska titilinn afar sannfærandi. Guðrún varð þá sænskur meistari með félaginu í þriðja sinn. Mikill heiður að bera bandið „Að fá að bera fyrirliðabandið var mikill heiður fyrir mig en það má kannski segja að það sé táknmynd þess hvernig málin hafa þróast hjá mér á þessum árum hér. Allir hafa stutt svo vel við bakið á mér og hjálpað mér að vera leikmaðurinn og leiðtoginn sem ég er í dag,“ sagði Guðrún. „Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár og þekki orðið nokkuð vel inn á deildina og liðin hér. Á sama tíma er ég ekkert að verða neitt yngri. Mér fannst þetta vera því rétti tíminn fyrir nýja áskorun,“ sagði Guðrún. Góður tími fyrir þetta skref „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið. Ég tel að þetta sér góður tími á mínum ferli til að taka það skref,“ sagði Guðrún en hún er 29 ára gömul. „Ég hlakka mikið til að stíga út í óvissuna og tel að ég geti þróað minn leik enn frekar með því að spila í allt annars konar fótboltamenningu. Líka sem manneskja að fá að upplifa allt annað umhverfi. Vonandi læri ég nýtt tungumál í leiðinni,“ sagði Guðrún. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard)
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn