Fótbolti

Guð­rún kveður Rosengård

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Arnardóttir hefur spilað sinn síðasta leik með sænska félaginu Rosengård.
Guðrún Arnardóttir hefur spilað sinn síðasta leik með sænska félaginu Rosengård. Getty/Pat Elmont

Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir er á tímamótum því hún tilkynnti í morgun að hún væri að yfirgefa sænska úrvalsdeildarfélagið Rosengård.

Guðrún hefur spilað með Rosengård frá árinu 2021 og var fyrirliði liðsins. Hún hefur staðið sig frábærlega með liðinu og er fastakona í íslenska landsliðinu.

Guðrún hefur þrisvar orðið sænskur meistari með félaginu þar á meðal í fyrra.

Guðrún er 29 ára gömul og hefur verið í atvinnumennsku síðan hún fór frá Breiðabliki til Djurgården árið 2019.

„FC Rosengård hefur verið staður þar sem ég þroskaðist sem bæði leikmaður og manneskja. Ég lærði mikið frá ótrúlegu fólki og bjó til vináttubönd sem ég mun ahalda upp á alla ævi. Í gengum hæðir og lægðir og allt þar á milli. Takk fyrir allt en núna er kominn tími fyrir nýtt ævinýtri,“ skrifar Guðrún eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×