„Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 08:22 Guðrún Arnardóttir lék 150 leiki fyrir Rosengård og skoraði í þeim þrettán mörk sem er mjög gott fyrir miðvörð sem tekur ekki víti. Getty/Jonathan Nackstrand Guðrún Arnardóttir er að yfirgefa sænsku meistarana í Rosengård en fyrirliði sænska liðsins vill finna sér nýja áskorun áður en hún heldur upp á þrítugsafmælið. Guðrún hefur talað um það að komast í sterkari deild og hrista aðeins upp í hlutunum sem hún er einmitt að gera núna. Guðrún ræddi tíma sinn hjá Rosengård í kveðjuviðtali á heimasíðu félagsins. Hún er búin að spila 150 leiki fyrir félagið á fjórum tímabilum. Á heimasíðunni er Guðrúnu hrósað fyrir að vera lykilleikmaður í vörn liðsins og öflugur leiðtogi bæði innan sem utan vallar. Lærði svo mikið „Þessi klúbbur skiptir mig svo miklu máli. Þetta hafa verið frábær ár hjá FCR og strax frá byrjun leið mér eins og heima hjá mér. Ég lærði svo mikið á þessum árum og þroskaðist sem bæði leikmaður og manneskja. Ég hitti ótrúlegt fólk og þau urðu góðir vinir mínir,“ sagði Guðrún í viðtali á heimasíðu Rosengård. Hún segir ein besta minningin sé þegar hún vann fyrsta meistaratitil sinn með félaginu árið 2021. Hún nefnir líka síðasta sumar sem var frábært tímabil hjá bæði henni og öllu Rosengård liðinu sem vann sænska titilinn afar sannfærandi. Guðrún varð þá sænskur meistari með félaginu í þriðja sinn. Mikill heiður að bera bandið „Að fá að bera fyrirliðabandið var mikill heiður fyrir mig en það má kannski segja að það sé táknmynd þess hvernig málin hafa þróast hjá mér á þessum árum hér. Allir hafa stutt svo vel við bakið á mér og hjálpað mér að vera leikmaðurinn og leiðtoginn sem ég er í dag,“ sagði Guðrún. „Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár og þekki orðið nokkuð vel inn á deildina og liðin hér. Á sama tíma er ég ekkert að verða neitt yngri. Mér fannst þetta vera því rétti tíminn fyrir nýja áskorun,“ sagði Guðrún. Góður tími fyrir þetta skref „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið. Ég tel að þetta sér góður tími á mínum ferli til að taka það skref,“ sagði Guðrún en hún er 29 ára gömul. „Ég hlakka mikið til að stíga út í óvissuna og tel að ég geti þróað minn leik enn frekar með því að spila í allt annars konar fótboltamenningu. Líka sem manneskja að fá að upplifa allt annað umhverfi. Vonandi læri ég nýtt tungumál í leiðinni,“ sagði Guðrún. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Sænski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Guðrún hefur talað um það að komast í sterkari deild og hrista aðeins upp í hlutunum sem hún er einmitt að gera núna. Guðrún ræddi tíma sinn hjá Rosengård í kveðjuviðtali á heimasíðu félagsins. Hún er búin að spila 150 leiki fyrir félagið á fjórum tímabilum. Á heimasíðunni er Guðrúnu hrósað fyrir að vera lykilleikmaður í vörn liðsins og öflugur leiðtogi bæði innan sem utan vallar. Lærði svo mikið „Þessi klúbbur skiptir mig svo miklu máli. Þetta hafa verið frábær ár hjá FCR og strax frá byrjun leið mér eins og heima hjá mér. Ég lærði svo mikið á þessum árum og þroskaðist sem bæði leikmaður og manneskja. Ég hitti ótrúlegt fólk og þau urðu góðir vinir mínir,“ sagði Guðrún í viðtali á heimasíðu Rosengård. Hún segir ein besta minningin sé þegar hún vann fyrsta meistaratitil sinn með félaginu árið 2021. Hún nefnir líka síðasta sumar sem var frábært tímabil hjá bæði henni og öllu Rosengård liðinu sem vann sænska titilinn afar sannfærandi. Guðrún varð þá sænskur meistari með félaginu í þriðja sinn. Mikill heiður að bera bandið „Að fá að bera fyrirliðabandið var mikill heiður fyrir mig en það má kannski segja að það sé táknmynd þess hvernig málin hafa þróast hjá mér á þessum árum hér. Allir hafa stutt svo vel við bakið á mér og hjálpað mér að vera leikmaðurinn og leiðtoginn sem ég er í dag,“ sagði Guðrún. „Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár og þekki orðið nokkuð vel inn á deildina og liðin hér. Á sama tíma er ég ekkert að verða neitt yngri. Mér fannst þetta vera því rétti tíminn fyrir nýja áskorun,“ sagði Guðrún. Góður tími fyrir þetta skref „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið. Ég tel að þetta sér góður tími á mínum ferli til að taka það skref,“ sagði Guðrún en hún er 29 ára gömul. „Ég hlakka mikið til að stíga út í óvissuna og tel að ég geti þróað minn leik enn frekar með því að spila í allt annars konar fótboltamenningu. Líka sem manneskja að fá að upplifa allt annað umhverfi. Vonandi læri ég nýtt tungumál í leiðinni,“ sagði Guðrún. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard)
Sænski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira