Fótbolti

Jota í frægðar­höll Úlfanna

Siggeir Ævarsson skrifar
Diogo Jota hóf feril sinn á Englandi með Wolverhampton Wanderers og lék þar í þrjú tímabil
Diogo Jota hóf feril sinn á Englandi með Wolverhampton Wanderers og lék þar í þrjú tímabil Vísir/Getty

Wolverhampton Wanderers hafa ákveðið að heiðra minningu Diogo Jota með því að bæta leikmanninum heitna í frægðarhöll félagsins en Jota hóf feril sinn á Englandi með Úlfunum 2017.

Jota kom að láni til Úlfanna frá Atlético Madrid árið 2017 og var algjör lykilmaður þegar liðið vann ensku B-deildina þar sem hann skoraði 17 mörk í 44 leikjum. Hann lék síðan tvö tímabil með liðinu í ensku úrvalsdeildinni áður en hann var keyptur til Liverpool árið 2020.

Í tilkynningu félagsins segir að með þessu vilji félagið minnast bæði hins frábæra framlags Jota til félagsins sem og þeirra miklu áhrifa sem fráfall hans hafði á fótboltaheiminn allan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×