„Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2025 12:03 Brynjar Björn og Sölvi Geir, þjálfarar Víkings, eru búnir að greina fyrri leikinn og orðnir spenntir fyrir seinni leiknum. vísir / lýður / diego Sölvi Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfarar Víkings, voru báðir nokkuð ánægðir með fyrri leik liðsins gegn Malisheva í undankeppni Sambandsdeildinnar en sammála um að Víkingarnir hefðu mátt gera betur í seinni hálfleiknum. Víkingur hélt hreinu og vann eins marks sigur í fyrri leiknum. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sáttur með margt en hefði viljað hafa meiri stjórn í seinni Sölvi Geir sagði alla leikmenn liðsins sem tóku þátt í fyrri leiknum vera fríska og góða, engin ný meiðsli í hópnum til að hafa áhyggjur af og allir klárir í seinni leikinn. Víkingarnir flugu heim frá Kósovó á föstudaginn, tóku sér gott helgarfrí og æfðu síðan á fullu alla vikuna. Sölvi var sáttur með margt í leiknum ytra, en hefði viljað halda betri stjórn í seinni hálfleiknum. „Ég var bara mjög sáttur með margt í fyrri leiknum. Við renndum svolítið blint inn í þennan leik, fengum takmarkað efni af þeim, engu að síður mjög gott efni því þeir mættu nokkurn veginn eins og við bjuggumst við þeim. Við vorum búnir að sjá leiki með þeim þar sem þeir stjórnuðu leiknum mikið, við fengum ekki mikið að sjá hvernig þeir pressa andstæðinginn og svoleiðis. Það kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu en við leystum vel úr því, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / vilhelm Síðan hefðum við getað gert betur í seinni hálfleik, en það er oft þannig þegar þú kemst yfir að þú vilt fara að verja og telur löngu boltana öruggari leið, en það er svo sannarlega ekki þannig. Þá býðurðu leiknum í tilviljanakenndan fótbolta og þeir fengu full mikið af fyrirgjöfum og hornspyrnum, sem við komum í veg fyrir í fyrri hálfleiknum. Við verðum að vita af því og gera betur.“ Klippa: Sölvi Geir fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Maður á mann vörn sem gefur ákveðin svæði „Við erum búnir að fara út og vitum töluvert meira um liðið núna. Við vorum vel undirbúnir fyrir þann leik og erum enn betur undirbúnir fyrir seinni leikinn“ sagði Brynjar Björn. Hverju komust þið að úti í Kósovó? „Þeir enduðu á að spila maður á mann vörn og það gaf okkur ákveðin svæði sem við hefðum getað spilað í. Við spiluðum samt sem áður góðan leik heilt yfir. Við höfum bara aðeins betri mynd af því hvað getur opnast fyrir okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til að skora fleiri mörk.“ Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Víkings.vísir / lýður Brynjar var sammála Sölva um að seinni hálfleikurinn hefði mátt fara betur en kenndi einbeitingarleysi um. „Við slökktum aðeins á okkur, andlega. Vorum á fullri ferð og með fulla einbeitingu, svo fundum við að við höfðum full tök á leiknum. En þó við gerum það, þá verðum við að klára níutíu mínúturnar á fullu gasi.“ Klippa: Brynjar Björn fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Viðtöl við báða þjálfara Víkings má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira
Víkingur hélt hreinu og vann eins marks sigur í fyrri leiknum. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sáttur með margt en hefði viljað hafa meiri stjórn í seinni Sölvi Geir sagði alla leikmenn liðsins sem tóku þátt í fyrri leiknum vera fríska og góða, engin ný meiðsli í hópnum til að hafa áhyggjur af og allir klárir í seinni leikinn. Víkingarnir flugu heim frá Kósovó á föstudaginn, tóku sér gott helgarfrí og æfðu síðan á fullu alla vikuna. Sölvi var sáttur með margt í leiknum ytra, en hefði viljað halda betri stjórn í seinni hálfleiknum. „Ég var bara mjög sáttur með margt í fyrri leiknum. Við renndum svolítið blint inn í þennan leik, fengum takmarkað efni af þeim, engu að síður mjög gott efni því þeir mættu nokkurn veginn eins og við bjuggumst við þeim. Við vorum búnir að sjá leiki með þeim þar sem þeir stjórnuðu leiknum mikið, við fengum ekki mikið að sjá hvernig þeir pressa andstæðinginn og svoleiðis. Það kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu en við leystum vel úr því, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / vilhelm Síðan hefðum við getað gert betur í seinni hálfleik, en það er oft þannig þegar þú kemst yfir að þú vilt fara að verja og telur löngu boltana öruggari leið, en það er svo sannarlega ekki þannig. Þá býðurðu leiknum í tilviljanakenndan fótbolta og þeir fengu full mikið af fyrirgjöfum og hornspyrnum, sem við komum í veg fyrir í fyrri hálfleiknum. Við verðum að vita af því og gera betur.“ Klippa: Sölvi Geir fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Maður á mann vörn sem gefur ákveðin svæði „Við erum búnir að fara út og vitum töluvert meira um liðið núna. Við vorum vel undirbúnir fyrir þann leik og erum enn betur undirbúnir fyrir seinni leikinn“ sagði Brynjar Björn. Hverju komust þið að úti í Kósovó? „Þeir enduðu á að spila maður á mann vörn og það gaf okkur ákveðin svæði sem við hefðum getað spilað í. Við spiluðum samt sem áður góðan leik heilt yfir. Við höfum bara aðeins betri mynd af því hvað getur opnast fyrir okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til að skora fleiri mörk.“ Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Víkings.vísir / lýður Brynjar var sammála Sölva um að seinni hálfleikurinn hefði mátt fara betur en kenndi einbeitingarleysi um. „Við slökktum aðeins á okkur, andlega. Vorum á fullri ferð og með fulla einbeitingu, svo fundum við að við höfðum full tök á leiknum. En þó við gerum það, þá verðum við að klára níutíu mínúturnar á fullu gasi.“ Klippa: Brynjar Björn fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Viðtöl við báða þjálfara Víkings má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira