Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2025 11:31 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Einar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að eldgosið í nótt hafi ekki komið á óvart þar sem mælingar á landrisi hafi sýnt að gos gæti hafist um þetta leyti. Hann spáir því að verulega muni draga úr eldgosinu á næstu klukkstundum og telur að það geti orðið það síðasta á Sundhnúkareininni. Veðurstofan Íslands lýsti því mati sínu um miðjan dag í gær að ef hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi héldist óbreyttur mætti gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi ykjust þegar liði á haustið. Aðeins hálfum sólarhring eftir að þetta mat var birt hófst eldgos. -Þetta eldgos virðist hafa komið flestum að óvörum. En var það svo? „Það kom mér ekki á óvart,“ svarar Þorvaldur í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þegar ég var að rýna landrisgögnin seinnipartinn í júní sá ég ekki betur heldur en að lágmarksrúmmálið til þess að það gæti orðið gos myndi vera náð svona upp úr miðjum júlí. Og að glugginn sem maður gat búist við gosi myndi vera frá miðjum júlí inn í miðjan ágúst.“ -En þetta virðist engu að síður vera breytt hegðan miðað við fyrir gos? „Þetta er miklu aflminna gos en það kemur upp á sama stað. Það er að koma upp um sömu gosrásina. Það kemur beint upp úr kvikuhólfinu undir Svartsengi og gossprungan opnast á þessum slóðum sem sex af átta fyrri gosum hafa opnast á, svona kílómetra fyrir sunnan Stóra-Skógsfell. Athuganir benda til þess að þarna sé komin mjög stöðug gosrás sem tengir í raun og vera þetta kvikuhólf bara beint við yfirborðið. Kvikan flæðir bara beint upp úr þegar hún nær nægilegum þrýstingi úr hólfinu og upp á yfirborð.“ -En hverju spáir þú um framhaldið? Nú hafa fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni byrjað mjög kröftuglega og svo fjarað hratt út og þessvegna dáið út innan sólarhrings. Við hverju má búast núna? Frá eldgosinu í morgun.Björn Steinbekk „Ég held að það muni draga verulega úr gosinu á næstu klukkutímum. Og svo er bara spurning um hvort það deyi út seinnipartinn í dag eða hvort það dragist eitthvað á langinn, sem sagt inn í næstu viku. En það verður örugglega komið á einn gíg seinnipartinn í dag. Þannig að maður býst við því að það muni draga tiltölulega fljótt úr þessu og þetta verði kannski bara búið tiltölulega snöggt. Og svona miðað við hvernig landrisgögnin hafa verið og þetta svona hökt á landrisinu, sem hefur verið, þá kæmi mér ekki á óvart að þetta verði síðasta gosið á Sundhnúkareininni.“ -Þú útilokar samt ekki að það geti orðið fleiri? „Nei, nei. Við sem erum í þessum bissniss við útilokum aldrei neitt. En mér finnst svona líklegra að þróunin verði þannig að við séum komin að endalokunum frekar en að þetta haldi áfram í einhverja mánuði eða í mörg ár í viðbót,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vísindi Grindavík Vogar Tengdar fréttir Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Veðurstofan Íslands lýsti því mati sínu um miðjan dag í gær að ef hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi héldist óbreyttur mætti gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi ykjust þegar liði á haustið. Aðeins hálfum sólarhring eftir að þetta mat var birt hófst eldgos. -Þetta eldgos virðist hafa komið flestum að óvörum. En var það svo? „Það kom mér ekki á óvart,“ svarar Þorvaldur í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þegar ég var að rýna landrisgögnin seinnipartinn í júní sá ég ekki betur heldur en að lágmarksrúmmálið til þess að það gæti orðið gos myndi vera náð svona upp úr miðjum júlí. Og að glugginn sem maður gat búist við gosi myndi vera frá miðjum júlí inn í miðjan ágúst.“ -En þetta virðist engu að síður vera breytt hegðan miðað við fyrir gos? „Þetta er miklu aflminna gos en það kemur upp á sama stað. Það er að koma upp um sömu gosrásina. Það kemur beint upp úr kvikuhólfinu undir Svartsengi og gossprungan opnast á þessum slóðum sem sex af átta fyrri gosum hafa opnast á, svona kílómetra fyrir sunnan Stóra-Skógsfell. Athuganir benda til þess að þarna sé komin mjög stöðug gosrás sem tengir í raun og vera þetta kvikuhólf bara beint við yfirborðið. Kvikan flæðir bara beint upp úr þegar hún nær nægilegum þrýstingi úr hólfinu og upp á yfirborð.“ -En hverju spáir þú um framhaldið? Nú hafa fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni byrjað mjög kröftuglega og svo fjarað hratt út og þessvegna dáið út innan sólarhrings. Við hverju má búast núna? Frá eldgosinu í morgun.Björn Steinbekk „Ég held að það muni draga verulega úr gosinu á næstu klukkutímum. Og svo er bara spurning um hvort það deyi út seinnipartinn í dag eða hvort það dragist eitthvað á langinn, sem sagt inn í næstu viku. En það verður örugglega komið á einn gíg seinnipartinn í dag. Þannig að maður býst við því að það muni draga tiltölulega fljótt úr þessu og þetta verði kannski bara búið tiltölulega snöggt. Og svona miðað við hvernig landrisgögnin hafa verið og þetta svona hökt á landrisinu, sem hefur verið, þá kæmi mér ekki á óvart að þetta verði síðasta gosið á Sundhnúkareininni.“ -Þú útilokar samt ekki að það geti orðið fleiri? „Nei, nei. Við sem erum í þessum bissniss við útilokum aldrei neitt. En mér finnst svona líklegra að þróunin verði þannig að við séum komin að endalokunum frekar en að þetta haldi áfram í einhverja mánuði eða í mörg ár í viðbót,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vísindi Grindavík Vogar Tengdar fréttir Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40