Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2025 11:31 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Einar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að eldgosið í nótt hafi ekki komið á óvart þar sem mælingar á landrisi hafi sýnt að gos gæti hafist um þetta leyti. Hann spáir því að verulega muni draga úr eldgosinu á næstu klukkstundum og telur að það geti orðið það síðasta á Sundhnúkareininni. Veðurstofan Íslands lýsti því mati sínu um miðjan dag í gær að ef hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi héldist óbreyttur mætti gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi ykjust þegar liði á haustið. Aðeins hálfum sólarhring eftir að þetta mat var birt hófst eldgos. -Þetta eldgos virðist hafa komið flestum að óvörum. En var það svo? „Það kom mér ekki á óvart,“ svarar Þorvaldur í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þegar ég var að rýna landrisgögnin seinnipartinn í júní sá ég ekki betur heldur en að lágmarksrúmmálið til þess að það gæti orðið gos myndi vera náð svona upp úr miðjum júlí. Og að glugginn sem maður gat búist við gosi myndi vera frá miðjum júlí inn í miðjan ágúst.“ -En þetta virðist engu að síður vera breytt hegðan miðað við fyrir gos? „Þetta er miklu aflminna gos en það kemur upp á sama stað. Það er að koma upp um sömu gosrásina. Það kemur beint upp úr kvikuhólfinu undir Svartsengi og gossprungan opnast á þessum slóðum sem sex af átta fyrri gosum hafa opnast á, svona kílómetra fyrir sunnan Stóra-Skógsfell. Athuganir benda til þess að þarna sé komin mjög stöðug gosrás sem tengir í raun og vera þetta kvikuhólf bara beint við yfirborðið. Kvikan flæðir bara beint upp úr þegar hún nær nægilegum þrýstingi úr hólfinu og upp á yfirborð.“ -En hverju spáir þú um framhaldið? Nú hafa fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni byrjað mjög kröftuglega og svo fjarað hratt út og þessvegna dáið út innan sólarhrings. Við hverju má búast núna? Frá eldgosinu í morgun.Björn Steinbekk „Ég held að það muni draga verulega úr gosinu á næstu klukkutímum. Og svo er bara spurning um hvort það deyi út seinnipartinn í dag eða hvort það dragist eitthvað á langinn, sem sagt inn í næstu viku. En það verður örugglega komið á einn gíg seinnipartinn í dag. Þannig að maður býst við því að það muni draga tiltölulega fljótt úr þessu og þetta verði kannski bara búið tiltölulega snöggt. Og svona miðað við hvernig landrisgögnin hafa verið og þetta svona hökt á landrisinu, sem hefur verið, þá kæmi mér ekki á óvart að þetta verði síðasta gosið á Sundhnúkareininni.“ -Þú útilokar samt ekki að það geti orðið fleiri? „Nei, nei. Við sem erum í þessum bissniss við útilokum aldrei neitt. En mér finnst svona líklegra að þróunin verði þannig að við séum komin að endalokunum frekar en að þetta haldi áfram í einhverja mánuði eða í mörg ár í viðbót,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vísindi Grindavík Vogar Tengdar fréttir Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Veðurstofan Íslands lýsti því mati sínu um miðjan dag í gær að ef hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi héldist óbreyttur mætti gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi ykjust þegar liði á haustið. Aðeins hálfum sólarhring eftir að þetta mat var birt hófst eldgos. -Þetta eldgos virðist hafa komið flestum að óvörum. En var það svo? „Það kom mér ekki á óvart,“ svarar Þorvaldur í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þegar ég var að rýna landrisgögnin seinnipartinn í júní sá ég ekki betur heldur en að lágmarksrúmmálið til þess að það gæti orðið gos myndi vera náð svona upp úr miðjum júlí. Og að glugginn sem maður gat búist við gosi myndi vera frá miðjum júlí inn í miðjan ágúst.“ -En þetta virðist engu að síður vera breytt hegðan miðað við fyrir gos? „Þetta er miklu aflminna gos en það kemur upp á sama stað. Það er að koma upp um sömu gosrásina. Það kemur beint upp úr kvikuhólfinu undir Svartsengi og gossprungan opnast á þessum slóðum sem sex af átta fyrri gosum hafa opnast á, svona kílómetra fyrir sunnan Stóra-Skógsfell. Athuganir benda til þess að þarna sé komin mjög stöðug gosrás sem tengir í raun og vera þetta kvikuhólf bara beint við yfirborðið. Kvikan flæðir bara beint upp úr þegar hún nær nægilegum þrýstingi úr hólfinu og upp á yfirborð.“ -En hverju spáir þú um framhaldið? Nú hafa fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni byrjað mjög kröftuglega og svo fjarað hratt út og þessvegna dáið út innan sólarhrings. Við hverju má búast núna? Frá eldgosinu í morgun.Björn Steinbekk „Ég held að það muni draga verulega úr gosinu á næstu klukkutímum. Og svo er bara spurning um hvort það deyi út seinnipartinn í dag eða hvort það dragist eitthvað á langinn, sem sagt inn í næstu viku. En það verður örugglega komið á einn gíg seinnipartinn í dag. Þannig að maður býst við því að það muni draga tiltölulega fljótt úr þessu og þetta verði kannski bara búið tiltölulega snöggt. Og svona miðað við hvernig landrisgögnin hafa verið og þetta svona hökt á landrisinu, sem hefur verið, þá kæmi mér ekki á óvart að þetta verði síðasta gosið á Sundhnúkareininni.“ -Þú útilokar samt ekki að það geti orðið fleiri? „Nei, nei. Við sem erum í þessum bissniss við útilokum aldrei neitt. En mér finnst svona líklegra að þróunin verði þannig að við séum komin að endalokunum frekar en að þetta haldi áfram í einhverja mánuði eða í mörg ár í viðbót,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vísindi Grindavík Vogar Tengdar fréttir Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40